Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. október 2025 23:13 Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Bjarni Fordómafullar og öfgakenndar skoðanir hafa fengið stærri vettvang og auðveldara er að koma þeim á framfæri en áður með tilkomu æ fleiri hlaðvarpsþátta, að mati stjórnmálafræðings. „Ég er ekkert bara að tala um menningu. Ég er að tala um bara genamengi, líka það skiptir miklu máli. Leyf mér að spyrja þig, ef einhver kallar þig rasista? Já. Hvað, hvernig líður þér með það? Ég segi að ég sé bara race realist.“ Þessi ummæli Sverris Helgasonar í Bjórkastinu þar sem rætt var um útlendingamál hafa vakið mikla athygli. Ástæðan er sú að Sverrir var þar til fréttir voru birtar af ummælum hans stjórnarmaður í ungliðahreyfingu Miðflokksins. Formaður Miðflokksins vildi ekki veita viðtal vegna málsins en Sverrir hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X í umræðunni um útlendingamál. Þar hefur hann meðal annars talað um að berjast gegn úrkynjun og hnignun íslensks samfélags og um það hvernig gen hafi áhrif á getu manna til að aðlagast samfélögum. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir umræðuna á villigötum. Umræðan á villigötum „Ofbeldishneigð, eða svona neikvæð hegðun ef maður getur orðað það þannig, sem er auðvitað óásættanleg, það hefur ekkert með gen að gera. Það hefur með aðstæður fólks að gera þegar það er að alast upp og félagslegar og efnahagslegar aðstæður. Þannig þessi genaumræða er á algjörum villigötum,“ segir Eva Heiða. Alls konar skoðanir eigi rétt á sér en fólk hafi líka rétt á að andmæla þeim. Slíkar skoðanir fái gjarnan byr undir báða vængi í sístækkandi hópi hlaðvarpsþátta sem lúta ekki sömu reglum og venjulegir fjölmiðlar. „Þar af leiðandi geta ýmsar skoðanir sem eru kannski ekki mjög útbreiddar í samfélaginu fengið vettvang þar. Þessar skoðanir hafa auðvitað verið til í langan tíma en hafa kannski ekki fengið vettvang og það er kannski ástæða fyrir því vegna þess að þetta stenst enga skoðun með þessa genaumræðu,“ bætir Eva við. „Svo getur fólk haft skoðanir á því hvort fólk sem komi úr ólíkum menningarheimum eigi kannski erfiðara með að búa saman hlið við hlið eða það þarf meiri aðlögun eða hvernig sem það er. En það hefur ekkert með kynþætti eða gen að gera.“ Hér má sjá nokkrar af færslum Sverris á samfélagsmiðlinum X. svo er eitt, hvers konar idiot þarftu eiginlega að vera til þess að halda að gen hafi EKKI áhrif á getu manna til þess að aðlagast og byggja upp samfélög? ég held að þetta sé bara frekar basic sannleikur sem flestir eru sammála um😭😭😭— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 28, 2025 já neinei ég og strákarnir við erum ekkert fasistar sko við erum esóterískir schizoidar að berjast fyrir einsleitara og fallegra samfélagi pic.twitter.com/rrCjx8TPTm— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 27, 2025 hvað ætlar þú að gera í dag til að sporna við úrkynjun og hnignun íslensks samfélags? https://t.co/7GSeBuHwvT pic.twitter.com/atAkg0NWNm— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 25, 2025 Miðflokkurinn Innflytjendamál Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28. október 2025 10:32 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
„Ég er ekkert bara að tala um menningu. Ég er að tala um bara genamengi, líka það skiptir miklu máli. Leyf mér að spyrja þig, ef einhver kallar þig rasista? Já. Hvað, hvernig líður þér með það? Ég segi að ég sé bara race realist.“ Þessi ummæli Sverris Helgasonar í Bjórkastinu þar sem rætt var um útlendingamál hafa vakið mikla athygli. Ástæðan er sú að Sverrir var þar til fréttir voru birtar af ummælum hans stjórnarmaður í ungliðahreyfingu Miðflokksins. Formaður Miðflokksins vildi ekki veita viðtal vegna málsins en Sverrir hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X í umræðunni um útlendingamál. Þar hefur hann meðal annars talað um að berjast gegn úrkynjun og hnignun íslensks samfélags og um það hvernig gen hafi áhrif á getu manna til að aðlagast samfélögum. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir umræðuna á villigötum. Umræðan á villigötum „Ofbeldishneigð, eða svona neikvæð hegðun ef maður getur orðað það þannig, sem er auðvitað óásættanleg, það hefur ekkert með gen að gera. Það hefur með aðstæður fólks að gera þegar það er að alast upp og félagslegar og efnahagslegar aðstæður. Þannig þessi genaumræða er á algjörum villigötum,“ segir Eva Heiða. Alls konar skoðanir eigi rétt á sér en fólk hafi líka rétt á að andmæla þeim. Slíkar skoðanir fái gjarnan byr undir báða vængi í sístækkandi hópi hlaðvarpsþátta sem lúta ekki sömu reglum og venjulegir fjölmiðlar. „Þar af leiðandi geta ýmsar skoðanir sem eru kannski ekki mjög útbreiddar í samfélaginu fengið vettvang þar. Þessar skoðanir hafa auðvitað verið til í langan tíma en hafa kannski ekki fengið vettvang og það er kannski ástæða fyrir því vegna þess að þetta stenst enga skoðun með þessa genaumræðu,“ bætir Eva við. „Svo getur fólk haft skoðanir á því hvort fólk sem komi úr ólíkum menningarheimum eigi kannski erfiðara með að búa saman hlið við hlið eða það þarf meiri aðlögun eða hvernig sem það er. En það hefur ekkert með kynþætti eða gen að gera.“ Hér má sjá nokkrar af færslum Sverris á samfélagsmiðlinum X. svo er eitt, hvers konar idiot þarftu eiginlega að vera til þess að halda að gen hafi EKKI áhrif á getu manna til þess að aðlagast og byggja upp samfélög? ég held að þetta sé bara frekar basic sannleikur sem flestir eru sammála um😭😭😭— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 28, 2025 já neinei ég og strákarnir við erum ekkert fasistar sko við erum esóterískir schizoidar að berjast fyrir einsleitara og fallegra samfélagi pic.twitter.com/rrCjx8TPTm— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 27, 2025 hvað ætlar þú að gera í dag til að sporna við úrkynjun og hnignun íslensks samfélags? https://t.co/7GSeBuHwvT pic.twitter.com/atAkg0NWNm— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 25, 2025
Miðflokkurinn Innflytjendamál Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28. október 2025 10:32 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28. október 2025 10:32