Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2025 16:32 Donald Trump þegar hann kynnti áætlanir sínar um umfangsmikið eldflaugavarnarkerfi í Bandaríkjunum. Getty/Chip Somodevilla Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, er líklegt til að hljóta tveggja milljarða dala samning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun því koma að því að þróa og framleiða gervihnattaþyrpingu sem myndi greina og fylgja eldflaugum og flugvélum en þyrpingin yrði liður í nýju eldflaugavarnakerfi sem kennt er við Donald Trump, forseta, og ber nafnið „gullhvelfingin“. Þetta er samkvæmt heimildum Wall Street Journal sem segir fregnirnar til marks um aukin áhrif SpaceX á sviði þjóðaröryggis í Bandaríkjunum. Í heildina gætu allt að sex hundruð gervihnettir myndað þessa þyrpingu en SpaceX er þar að auki að vinna að tveimur öðrum gervihnattaþyrpingum fyrir herafla Bandaríkjanna. Önnur þyrpingin kallast Milnet og gengur út á að flytja skilaboð, upplýsingar og gögn, og hin snýst um að koma hundruð smárra njósnagervihnatta, sem eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum, á braut um jörðu fyrir herinn og leyniþjónustur Bandaríkjanna. Sjá einnig: SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Gullhvelfingunni hefur verið lýst sem samblöndu gervihnatta og annarra kerfa sem eiga að finna eldflaugar sem skotið er að Bandaríkjunum og granda þeim. Enn sem komið er hefur varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ekki gefið upp ítarlegar upplýsingar um hvernig kerfið á að virka. Þá hefur ráðuneytið ekki gert mjög stóra samninga vegna kerfisins en heimildarmenn WSJ segja von á frekari upplýsingum á næstu vikum. Trump hefur áður sagt að Gullhvelfingin muni kosta um 175 milljarða dala og vill hann að kerfið verði komið í notkun áður en kjörtímabili hans lýkur í upphafi árs 2029. Sérfræðingar segja líklegt að verðmiðinn verði á endanum mun stærri. Kostnaðurinn gæti farið í mörg hundruð milljarða. Umsvif SpaceX í geimnum hafa aukist til muna á undanförnum árum en forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu um miðjan október að búið væri að koma rúmlega tíu þúsund Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu. Það er gervihnattaþyrping sem hægt er að nota til að komast á netið nánast hvar sem er í heiminum. SpaceX hefur sett fjölmarga gervihnetti á vegum yfirvalda í Bandaríkjunum á braut um jörðu og hefur flutt geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. SpaceX Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Hernaður Tengdar fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. 19. desember 2024 13:39 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Þetta er samkvæmt heimildum Wall Street Journal sem segir fregnirnar til marks um aukin áhrif SpaceX á sviði þjóðaröryggis í Bandaríkjunum. Í heildina gætu allt að sex hundruð gervihnettir myndað þessa þyrpingu en SpaceX er þar að auki að vinna að tveimur öðrum gervihnattaþyrpingum fyrir herafla Bandaríkjanna. Önnur þyrpingin kallast Milnet og gengur út á að flytja skilaboð, upplýsingar og gögn, og hin snýst um að koma hundruð smárra njósnagervihnatta, sem eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum, á braut um jörðu fyrir herinn og leyniþjónustur Bandaríkjanna. Sjá einnig: SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Gullhvelfingunni hefur verið lýst sem samblöndu gervihnatta og annarra kerfa sem eiga að finna eldflaugar sem skotið er að Bandaríkjunum og granda þeim. Enn sem komið er hefur varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ekki gefið upp ítarlegar upplýsingar um hvernig kerfið á að virka. Þá hefur ráðuneytið ekki gert mjög stóra samninga vegna kerfisins en heimildarmenn WSJ segja von á frekari upplýsingum á næstu vikum. Trump hefur áður sagt að Gullhvelfingin muni kosta um 175 milljarða dala og vill hann að kerfið verði komið í notkun áður en kjörtímabili hans lýkur í upphafi árs 2029. Sérfræðingar segja líklegt að verðmiðinn verði á endanum mun stærri. Kostnaðurinn gæti farið í mörg hundruð milljarða. Umsvif SpaceX í geimnum hafa aukist til muna á undanförnum árum en forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu um miðjan október að búið væri að koma rúmlega tíu þúsund Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu. Það er gervihnattaþyrping sem hægt er að nota til að komast á netið nánast hvar sem er í heiminum. SpaceX hefur sett fjölmarga gervihnetti á vegum yfirvalda í Bandaríkjunum á braut um jörðu og hefur flutt geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
SpaceX Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Hernaður Tengdar fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. 19. desember 2024 13:39 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22
Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. 19. desember 2024 13:39
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent