Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Eiður Þór Árnason skrifar 31. október 2025 21:22 Lögreglan biður forráðamenn ungmenna um að ræða við börn sín. Vísir/vilhelm Tveir karlmenn á tvítugsaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærdag í tengslum við rannsókn á fölsuðum rafrænum skilríkjum. Farið var í húsleitir og eru mennirnir grunaðir um að hafa selt töluverðan fjölda falsaðra skilríkja til ólögráða ungmenna, að sögn lögreglu. Aðferðin fól í sér að fæðingarári í kennitölu kaupenda var breytt inn á Mínum síðum á þjónustuvefnum Ísland.is. Þannig virtust ungmennin vera orðin lögráða eða með aldur til að versla áfengi. Rannsókn bendir til að mörg hundruð ungmenni eigi hlut að máli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem mælist til þess að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika þess að framvísa fölsuðum skilríkjum. Slíkt falli undir ákvæði hegningarlaga um skjalafals. „Þá vill lögregla beina því til allra söluaðila ávanabindandi efna, hvort heldur sem er áfengis eða nikótíns, bæði í verslunum og vínveitingastöðum, að sú leið að skoða eingöngu Ísland.is vafrasíðu sé ekki örugg,“ segir í tilkynningu, Söluaðilar hvattir til að sannreyna skilríki „Lögreglan ítrekar að nauðsynlegt er að söluaðilar skoði skilríki viðskiptavina í island.is appinu eða óski eftir staðfestingu á aldri viðkomandi með framvísun gildra hefðbundinna persónuskilríkja s.s. nafnskírteinis, ökuskírteinis eða vegabréfs.“ Einnig bendir lögregla á að hægt sé að sannreyna rafræn persónuskilríki í Ísland.is appinu. „Það má finna efst í hægra horni í flipanum „skírteini“. Þá opnast gluggi þar sem skanna má kóða sem finna má neðst í skírteininu og koma þá upplýsingar um hvort skírteinið sé gilt eða ekki.“ Í Ísland.is appinu má finna hnapp í efra hægra horni sem gerir fólki kleift til að skanna og sannreyna rafræn ökuskírteini. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. 17. maí 2025 19:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Aðferðin fól í sér að fæðingarári í kennitölu kaupenda var breytt inn á Mínum síðum á þjónustuvefnum Ísland.is. Þannig virtust ungmennin vera orðin lögráða eða með aldur til að versla áfengi. Rannsókn bendir til að mörg hundruð ungmenni eigi hlut að máli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem mælist til þess að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika þess að framvísa fölsuðum skilríkjum. Slíkt falli undir ákvæði hegningarlaga um skjalafals. „Þá vill lögregla beina því til allra söluaðila ávanabindandi efna, hvort heldur sem er áfengis eða nikótíns, bæði í verslunum og vínveitingastöðum, að sú leið að skoða eingöngu Ísland.is vafrasíðu sé ekki örugg,“ segir í tilkynningu, Söluaðilar hvattir til að sannreyna skilríki „Lögreglan ítrekar að nauðsynlegt er að söluaðilar skoði skilríki viðskiptavina í island.is appinu eða óski eftir staðfestingu á aldri viðkomandi með framvísun gildra hefðbundinna persónuskilríkja s.s. nafnskírteinis, ökuskírteinis eða vegabréfs.“ Einnig bendir lögregla á að hægt sé að sannreyna rafræn persónuskilríki í Ísland.is appinu. „Það má finna efst í hægra horni í flipanum „skírteini“. Þá opnast gluggi þar sem skanna má kóða sem finna má neðst í skírteininu og koma þá upplýsingar um hvort skírteinið sé gilt eða ekki.“ Í Ísland.is appinu má finna hnapp í efra hægra horni sem gerir fólki kleift til að skanna og sannreyna rafræn ökuskírteini. Lögreglan
Lögreglumál Tengdar fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. 17. maí 2025 19:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. 17. maí 2025 19:00