Körfubolti

Góður loka­leik­hluti tryggði Njarð­vík sigurinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Brittany Dinkins skoraði 34 stig í kvöld
Brittany Dinkins skoraði 34 stig í kvöld Vísir/Anton Brink

Keflavík tók á móti Njarðvík í sannkölluðum Suðurnesjaslag í dag en frábær fjórði leikhluti tryggði Njarðvíkingum að lokum níu stiga sigur.

Keflvíkingar voru með ágæt tök á leiknum framan af og leiddu bæði í hálfleik og fyrir fjórða leikhluta en þá tóku gestirnir öll völd á vellinum.

Heimakonur í Keflavík skoruðu aðeins tólf stig í leikhlutanum gegn 25 stigum gestanna og fimmti sigur Njarðvíkinga í deildinni staðreynd, lokatölur 93-102.

Brittany Dinkins fór mikinn í sóknarleik Njarðvíkinga, skoraði 34 stig og bætti við átta fráköstum og sex stoðsendingum. Paulina Hersler átti mjög skilvirkan leik en hún setti niður níu af níu skotum sínum utan af velli og átta af átta vítum. 26 stig frá henni í kvöld og átta fráköst. Þá átti Dani Rodriguez einnig góðan leik með 18 stig, 13 fráköst og sjö stoðsendingar.

Hjá Keflavík var Keishana Washington stigahæst með 30 stig og smellti í tvöfalda tvennu með ellefu stoðsendingar einnig. Sara Rún Hinrikisdóttir kom næst með 23 stig.

Njarðvíkingar sitja nú einir á toppi deildarinnar með fimm sigra og eitt tap en Keflavík er um miðja deild í 5. sæti með þrjá sigra og þrjú töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×