Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar 2. nóvember 2025 08:01 Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EES) eiga sæti í the European Strategic Energy Technology (SET) Plan. Tilgangur SET Plan er að samrýma rannsóknir og þróun (R&Þ) á endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku í Evrópulöndum, sem og styrki og fjármögnun fyrir slík verkefni. Þannig styður SET Plan við loftslagsmarkmið Evrópu og bætir samkeppnishæfni heimsálfunnar í þróun og framleiðslu á tækni sem tengist hreinni orku. Einnig skapar SET Plan vettvang fyrir samstarf milli opinberra stofnanna, einkageirans, og rannsóknarstofnanna, og auðveldar nýtingu R&Þ styrkja fyrir hreinar orkulausnir. Evrópa hefur dregist aftur þegar kemur að R&Þ á tækni og nýsköpun, meðan Kína og Bandaríkin leiða á því sviði. Það er varhugaverð þróun og hefur áhrif á orkuöryggi í Evrópu. Heimsfaraldur og stríðsrekstur síðustu ára undirstrika mikilvægi þess að þjóðir hafi aðgang að staðbundinni og sjálfbærri orku, en eins og staðan er í dag reiða mörg ríki Evrópu sig á innflutta orku eða innflutta íhluti til að framleiða orku. Ísland hefur ekki átt fulltrúa í SET Plan um nokkurt skeið, og þar með ekki nýtt tækifærið til að hafa áhrif á stefnu og fjárveitingar í R&Þ á orkutengdri tækni. Ísland hefur notið góðs af evrópskum styrkjum, t.d. Horizon og LIFE styrkjum ESB, þar sem stórum fjárhæðum hefur verið varið í alþjóðleg samstarfsverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í. GEORG rannsóknarklasi í jarðhita hefur tekið þátt í mörgum slíkum verkefnum, þar á meðal „GEOTHERM FORA“ verkefninu sem hlaut veglegan styrk frá ESB, en verkefnið veitir GEORG fjármagn til að reka skrifstofu (e. secretariat) fyrir SET Plan vinnuhóp um jarðhita (e. Geothermal Implementation Working Group), sem er öflugur vettvangur evrópskra ríkja, rannsókna stofnanna, og einkageirans á sviði jarðhita. Ég hvet hér með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að tilnefna fulltrúa Íslands í SET Plan Steering Committee til að auka vægi Íslands í evrópskri samvinnu á sviði orkumála. Höfundur er verkefnastjóri hjá GEORG rannsóknarklasa í jarðhita og varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EES) eiga sæti í the European Strategic Energy Technology (SET) Plan. Tilgangur SET Plan er að samrýma rannsóknir og þróun (R&Þ) á endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku í Evrópulöndum, sem og styrki og fjármögnun fyrir slík verkefni. Þannig styður SET Plan við loftslagsmarkmið Evrópu og bætir samkeppnishæfni heimsálfunnar í þróun og framleiðslu á tækni sem tengist hreinni orku. Einnig skapar SET Plan vettvang fyrir samstarf milli opinberra stofnanna, einkageirans, og rannsóknarstofnanna, og auðveldar nýtingu R&Þ styrkja fyrir hreinar orkulausnir. Evrópa hefur dregist aftur þegar kemur að R&Þ á tækni og nýsköpun, meðan Kína og Bandaríkin leiða á því sviði. Það er varhugaverð þróun og hefur áhrif á orkuöryggi í Evrópu. Heimsfaraldur og stríðsrekstur síðustu ára undirstrika mikilvægi þess að þjóðir hafi aðgang að staðbundinni og sjálfbærri orku, en eins og staðan er í dag reiða mörg ríki Evrópu sig á innflutta orku eða innflutta íhluti til að framleiða orku. Ísland hefur ekki átt fulltrúa í SET Plan um nokkurt skeið, og þar með ekki nýtt tækifærið til að hafa áhrif á stefnu og fjárveitingar í R&Þ á orkutengdri tækni. Ísland hefur notið góðs af evrópskum styrkjum, t.d. Horizon og LIFE styrkjum ESB, þar sem stórum fjárhæðum hefur verið varið í alþjóðleg samstarfsverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í. GEORG rannsóknarklasi í jarðhita hefur tekið þátt í mörgum slíkum verkefnum, þar á meðal „GEOTHERM FORA“ verkefninu sem hlaut veglegan styrk frá ESB, en verkefnið veitir GEORG fjármagn til að reka skrifstofu (e. secretariat) fyrir SET Plan vinnuhóp um jarðhita (e. Geothermal Implementation Working Group), sem er öflugur vettvangur evrópskra ríkja, rannsókna stofnanna, og einkageirans á sviði jarðhita. Ég hvet hér með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að tilnefna fulltrúa Íslands í SET Plan Steering Committee til að auka vægi Íslands í evrópskri samvinnu á sviði orkumála. Höfundur er verkefnastjóri hjá GEORG rannsóknarklasa í jarðhita og varaþingmaður Viðreisnar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar