Níu í lífshættu eftir stunguárásina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. nóvember 2025 08:00 Lestin við Huntingdon lestarstöðina. AP Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær. Samkvæmt frétt BBC réðust mennirnir tveir að tíu farþegum um borð í lestinni klukkan 18:25 að staðartíma. Lestin var á leið frá Doncaster til hinnar fjölförnu King's Cross lestarstöðvar í Lundúnum. Lögreglu bárust tilkynningar og símtöl frá öðrum farþegum um borð um 19:40. Lestin var svo stöðvuð í Huntingdon í Cambridge-skíri, þar sem lögreglumenn fóru um borð. Klukkan 21:45 tilkynnti bæjarstjóri Cambridge-skíris að tveir menn hefðu verið handteknir. Fram kemur í frétt BBC að hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar sé meðal þeirra sem rannsaka málið. Héldu að um hrekkjavökugrín væri að ræða Olly Foster, eitt vitni um borð í lestinni, sagði við BBC að þegar hann heyrði fólk um borð hrópa „hlaupið, hlaupið, það er maður að stinga alla,“ hefði hann haldið að um hrekkjavökugrín væri að ræða. Svo hafi fólk byrjað að troða sér í gegnum vagninn, og hann hafi hann tekið eftir því að hendin hans væri útötuð í blóði, vegna þess að hann hafði hallað sér upp að blóðugu sæti. Hann segir frá því að eldri maður hafi komið í veg fyrir að annar árásarmaðurinn hefði stungið unga stelpu, en maðurinn hafi slasast á hálsi og hausnum. Farþegar hafi reynt að nota föt sín til að minnka blæðingar. Blóðugir farþegar að detta hver um annan Í frétt Telegraph er sagt frá því að vitni hafi reynt að fela sig inni á klósettum, en aðstæður hafi verið skelfilegar og algjör ringulreið hafi ríkt í lestinni. Farþegar hafi margir verið útataðir í blóði og mikill troðningur hafi myndast þar sem fólk var að reyna flýja. Farþegar hafi dottið hver um annan og sumir lent undir troðningnum. Vitni á lestarstöðinni sögðu frá manni þar með stóran hníf, sem lögreglan á að hafa handtekið og notað til þess rafbyssu. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásin sé mikið áhyggjuefni. Hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. The appalling incident on a train near Huntingdon is deeply concerning.My thoughts are with all those affected, and my thanks go to the emergency services for their response.Anyone in the area should follow the advice of the police.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) November 1, 2025 Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Samkvæmt frétt BBC réðust mennirnir tveir að tíu farþegum um borð í lestinni klukkan 18:25 að staðartíma. Lestin var á leið frá Doncaster til hinnar fjölförnu King's Cross lestarstöðvar í Lundúnum. Lögreglu bárust tilkynningar og símtöl frá öðrum farþegum um borð um 19:40. Lestin var svo stöðvuð í Huntingdon í Cambridge-skíri, þar sem lögreglumenn fóru um borð. Klukkan 21:45 tilkynnti bæjarstjóri Cambridge-skíris að tveir menn hefðu verið handteknir. Fram kemur í frétt BBC að hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar sé meðal þeirra sem rannsaka málið. Héldu að um hrekkjavökugrín væri að ræða Olly Foster, eitt vitni um borð í lestinni, sagði við BBC að þegar hann heyrði fólk um borð hrópa „hlaupið, hlaupið, það er maður að stinga alla,“ hefði hann haldið að um hrekkjavökugrín væri að ræða. Svo hafi fólk byrjað að troða sér í gegnum vagninn, og hann hafi hann tekið eftir því að hendin hans væri útötuð í blóði, vegna þess að hann hafði hallað sér upp að blóðugu sæti. Hann segir frá því að eldri maður hafi komið í veg fyrir að annar árásarmaðurinn hefði stungið unga stelpu, en maðurinn hafi slasast á hálsi og hausnum. Farþegar hafi reynt að nota föt sín til að minnka blæðingar. Blóðugir farþegar að detta hver um annan Í frétt Telegraph er sagt frá því að vitni hafi reynt að fela sig inni á klósettum, en aðstæður hafi verið skelfilegar og algjör ringulreið hafi ríkt í lestinni. Farþegar hafi margir verið útataðir í blóði og mikill troðningur hafi myndast þar sem fólk var að reyna flýja. Farþegar hafi dottið hver um annan og sumir lent undir troðningnum. Vitni á lestarstöðinni sögðu frá manni þar með stóran hníf, sem lögreglan á að hafa handtekið og notað til þess rafbyssu. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásin sé mikið áhyggjuefni. Hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. The appalling incident on a train near Huntingdon is deeply concerning.My thoughts are with all those affected, and my thanks go to the emergency services for their response.Anyone in the area should follow the advice of the police.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) November 1, 2025
Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27