Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 3. nóvember 2025 11:31 Nú stendur til að hækka vörugjöld á mótorhjól. Það kann að hljóma saklaust, en í raun hefur það alvarlegar afleiðingar bæði fyrir íslensk fyrirtæki, einstaklinga og þá grein ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin ár, mótorhjólaferðamennsku. Í dag starfa nokkur íslensk fyrirtæki við að bjóða upp á slíkar ferðir og leigu á hjólum. Þau borga skatta, tryggingar og standa undir öllum skyldum gagnvart íslenskum yfirvöldum. Á móti þeim eru hins vegar fleiri erlend fyrirtæki sem halda úti sambærilegum ferðum til Íslands en með sín eigin hjól, flutt inn í gámum eða á flutningabílum. Þau greiða hvorki vörugjöld né virðisaukaskatt til Íslands af hjólunum, njóta lægri trygginga og starfa að mestu utan íslensks regluverks. Er það ósk yfirvalda að hér verði helst mótorhjól með erlendum skráningum sem skila þar með ekki einni einustu krónu til ríkisins? Þegar kílómetragjöld verða tekin upp hér á landi með ólöggildum mælum, munu íslensk fyrirtæki greiða km gjöldin á meðan erlend hjól sleppa líklega alfarið. Þetta mun aðeins styrkja forskot erlendu fyrirtækjanna og veikja stöðu þeirra sem reyna að byggja upp heiðarlegan rekstur hér heima. Ekki má gleyma öllu því fólki sem lifir og hrærist innan um mótorhjól, ferðast á þeim, hefur félagsskap og ánægju af, hvers vegna verður að gera þessu fólki erfiðara fyrir að líta glaðan dag? EES átti að tryggja jafnræði, ekki forskot. Markmið Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var að skapa sameiginlegt atvinnusvæði þar sem fyrirtæki gætu keppt á jafnræðisgrundvelli, óháð landamærum. Ísland er fullgildur þátttakandi í því samstarfi en samt erum við að sjá hið gagnstæða gerast, hér er skattheimta og gjaldtaka orðin svo þung að íslensk fyrirtæki missa tökin í eigin landi, á meðan erlendir aðilar fá forskot. Ætlum við að horfa á erlendu fyrirtækin mala gull á Íslandi, á meðan við erum föst í skattahelvíti? Ungt fólk og íþróttir sitja eftir. Þessu til viðbótar stendur til að fella niður undanþágur frá vörugjöldum á keppnistæki. Það er skref sem mun bitna beint á mótorsporti og ungu fólki sem hefur fundið sig í sportinu. Motocross hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum, sérstaklega meðal ungs fólks á Íslandi. Uppbygging brauta víða um land hefur skapað tækifæri fyrir krakka og ungmenni að stunda líkamlega krefjandi og spennandi íþrótt í stað þess til dæmis að hanga heima í tölvunni. Vörugjöld af leikjatölvum og öðrum raftækjum sem og sykurskattur voru afnumin árið 2015. En nú stendur til að hækka vörugjöld af mótorhjólum og fornbílum, hvað af þessu skyldi nú vera verst fyrir samfélagið? En ef jafnræðið er markmiðið, ætti það ekki líka að gilda gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem keppa við erlend fyrirtæki á sama markaði? Það er erfitt að sjá réttlætið í því að hækka gjöld á mótorhjólaíþróttir og þjónustu, á meðan annarsstaðar eru verulegar ívilnanir t.d. heiðurslaun listamanna, afsláttur vörugjalda fyrir bílaleigur og fleira. Tími til að endurskoða forgangsröðina ef stjórnvöld vilja virkilega styðja við íslenskt atvinnulíf, nýsköpun og fólkið í landinu, þá þarf að horfa á heildarmyndina. Það er ekki hægt að tala um jafnræði og samkeppnishæfni á sama tíma og gjöld og kostnaður eru stöðugt hækkuð fyrir þá sem reyna að starfa og sinna áhugamálum á Íslandi. Ísland á ekki að vera land þar sem erlendir aðilar hafa forskot á okkur sem búum og störfum hér. Ekki er hægt að réttlæta eða færa rök fyrir þessum endurteknu skattahækkunum ríkisstjórnarinnar á sama tíma og meðferð á almannafé er glórulaus. Samanber nýleg dæmi ríkislögreglustjóra og nýlegt dæmi utanríkisráðherra sem gaf erlendum hagsmunasamtökum 150 milljónir. Dæmin virðast því miður óteljandi. Það virðist sem svo að það sé alltaf sjálfsagt að loka fjárlögunum með því að hækka skatta, oft tilviljanakennt þar til umbeðin upphæð næst. Í raun ætti að lækka vörugjöld, nokkur létt mótorhjól eru ekki vandamál fyrir samfélagið. Norðmenn afnámu vörugjöld hjá sér af mótorhjólum, hvers vegna þurfum við að hækka þau? Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Skattar, tollar og gjöld Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Nú stendur til að hækka vörugjöld á mótorhjól. Það kann að hljóma saklaust, en í raun hefur það alvarlegar afleiðingar bæði fyrir íslensk fyrirtæki, einstaklinga og þá grein ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin ár, mótorhjólaferðamennsku. Í dag starfa nokkur íslensk fyrirtæki við að bjóða upp á slíkar ferðir og leigu á hjólum. Þau borga skatta, tryggingar og standa undir öllum skyldum gagnvart íslenskum yfirvöldum. Á móti þeim eru hins vegar fleiri erlend fyrirtæki sem halda úti sambærilegum ferðum til Íslands en með sín eigin hjól, flutt inn í gámum eða á flutningabílum. Þau greiða hvorki vörugjöld né virðisaukaskatt til Íslands af hjólunum, njóta lægri trygginga og starfa að mestu utan íslensks regluverks. Er það ósk yfirvalda að hér verði helst mótorhjól með erlendum skráningum sem skila þar með ekki einni einustu krónu til ríkisins? Þegar kílómetragjöld verða tekin upp hér á landi með ólöggildum mælum, munu íslensk fyrirtæki greiða km gjöldin á meðan erlend hjól sleppa líklega alfarið. Þetta mun aðeins styrkja forskot erlendu fyrirtækjanna og veikja stöðu þeirra sem reyna að byggja upp heiðarlegan rekstur hér heima. Ekki má gleyma öllu því fólki sem lifir og hrærist innan um mótorhjól, ferðast á þeim, hefur félagsskap og ánægju af, hvers vegna verður að gera þessu fólki erfiðara fyrir að líta glaðan dag? EES átti að tryggja jafnræði, ekki forskot. Markmið Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var að skapa sameiginlegt atvinnusvæði þar sem fyrirtæki gætu keppt á jafnræðisgrundvelli, óháð landamærum. Ísland er fullgildur þátttakandi í því samstarfi en samt erum við að sjá hið gagnstæða gerast, hér er skattheimta og gjaldtaka orðin svo þung að íslensk fyrirtæki missa tökin í eigin landi, á meðan erlendir aðilar fá forskot. Ætlum við að horfa á erlendu fyrirtækin mala gull á Íslandi, á meðan við erum föst í skattahelvíti? Ungt fólk og íþróttir sitja eftir. Þessu til viðbótar stendur til að fella niður undanþágur frá vörugjöldum á keppnistæki. Það er skref sem mun bitna beint á mótorsporti og ungu fólki sem hefur fundið sig í sportinu. Motocross hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum, sérstaklega meðal ungs fólks á Íslandi. Uppbygging brauta víða um land hefur skapað tækifæri fyrir krakka og ungmenni að stunda líkamlega krefjandi og spennandi íþrótt í stað þess til dæmis að hanga heima í tölvunni. Vörugjöld af leikjatölvum og öðrum raftækjum sem og sykurskattur voru afnumin árið 2015. En nú stendur til að hækka vörugjöld af mótorhjólum og fornbílum, hvað af þessu skyldi nú vera verst fyrir samfélagið? En ef jafnræðið er markmiðið, ætti það ekki líka að gilda gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem keppa við erlend fyrirtæki á sama markaði? Það er erfitt að sjá réttlætið í því að hækka gjöld á mótorhjólaíþróttir og þjónustu, á meðan annarsstaðar eru verulegar ívilnanir t.d. heiðurslaun listamanna, afsláttur vörugjalda fyrir bílaleigur og fleira. Tími til að endurskoða forgangsröðina ef stjórnvöld vilja virkilega styðja við íslenskt atvinnulíf, nýsköpun og fólkið í landinu, þá þarf að horfa á heildarmyndina. Það er ekki hægt að tala um jafnræði og samkeppnishæfni á sama tíma og gjöld og kostnaður eru stöðugt hækkuð fyrir þá sem reyna að starfa og sinna áhugamálum á Íslandi. Ísland á ekki að vera land þar sem erlendir aðilar hafa forskot á okkur sem búum og störfum hér. Ekki er hægt að réttlæta eða færa rök fyrir þessum endurteknu skattahækkunum ríkisstjórnarinnar á sama tíma og meðferð á almannafé er glórulaus. Samanber nýleg dæmi ríkislögreglustjóra og nýlegt dæmi utanríkisráðherra sem gaf erlendum hagsmunasamtökum 150 milljónir. Dæmin virðast því miður óteljandi. Það virðist sem svo að það sé alltaf sjálfsagt að loka fjárlögunum með því að hækka skatta, oft tilviljanakennt þar til umbeðin upphæð næst. Í raun ætti að lækka vörugjöld, nokkur létt mótorhjól eru ekki vandamál fyrir samfélagið. Norðmenn afnámu vörugjöld hjá sér af mótorhjólum, hvers vegna þurfum við að hækka þau? Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun