„Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2025 11:31 Halli Egils sýndi sínar bestu hliðar í Grindavík á laugardaginn og fagnaði sigri. Sýn Sport Hallgrímur Egilsson, eða Halli Egils, naut sín í botn í stemningunni miklu í Grindavík á laugardagskvöld þegar hann vann annað undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. „Stressið, spennan, vá! Þetta var æðislegt,“ sagði Halli í viðtali eftir keppnina sem sjá má hér að neðan. Klippa: Halli Egils bestur í Grindavík Adrenalínið var á fullu hjá Halla sem var vel studdur og mátti ítrekað heyra sungið: „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ kyrjaði hópur manna í Kvikunni, þar sem mótið fór fram í beinni útsendingu á Sýn Sport. „Maður vill hafa hávaðann á bakvið sig og söngvana. Þetta er æðislegt,“ sagði Halli. Stórbrotin frammistaða: „Ég gerði bara engin mistök“ Halli sýndi bestu frammistöðu sem sést hefur í sögu Úrvalsdeildarinnar og sópaði Árna Ágústi Daníelssyni út í úrslitunum með meðalskor upp á 90 stig og meistaraleg útskot. „Ég gerði bara engin mistök. Það gekk allt upp hjá mér. Árni er erfiður andstæðingur. Hann er búinn að hafa tak á mér og vann mig [á föstudaginn] 7-3. En núna tók ég á hann og svo á ég hann í fyrsta leik á síðasta kvöldinu í undankeppninni,“ sagði Halli. Áður hafði hann unnið Halla Birgis 3-2 í átta manna úrslitum og sópað Jóni Bjarma Sigurðssyni, sigurvega fyrsta undankvöldsins, í undanúrslitum. „Eiginlega keppni í heppni“ „Þetta er svo stutt format. Best af fimm. Þetta er eiginlega bara keppni í heppni. Svipað og ef við myndum spila körfuboltaleiki 2x10 mínútur. Ég er mjög ánægður,“ sagði Halli Egils en viðtalið við hann og frammistöðu hans í úrslitunum má sjá hér að ofan. Hver keppandi tekur þátt í tveimur undankvöldum og nú er tveimur kvöldum af fjórum lokið. Því hafa sumir keppendur þegar lokið sinni undankeppni, aðrir keppt á einu kvöldi og enn aðrir eiga eftir að stíga á stokk. Átta efstu komast svo áfram og eiga möguleika á að vinna titilinn. Þetta eru átta efstu eftir tvö undankvöld af fjórum. Jón Bjarmi er efstur með sjö stig en er búinn með bæði undankvöld sín líkt og Steinunn. Taflan sýnir stig, unna leiki og +/- í leggjum. Pílukast Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Sjá meira
„Stressið, spennan, vá! Þetta var æðislegt,“ sagði Halli í viðtali eftir keppnina sem sjá má hér að neðan. Klippa: Halli Egils bestur í Grindavík Adrenalínið var á fullu hjá Halla sem var vel studdur og mátti ítrekað heyra sungið: „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ kyrjaði hópur manna í Kvikunni, þar sem mótið fór fram í beinni útsendingu á Sýn Sport. „Maður vill hafa hávaðann á bakvið sig og söngvana. Þetta er æðislegt,“ sagði Halli. Stórbrotin frammistaða: „Ég gerði bara engin mistök“ Halli sýndi bestu frammistöðu sem sést hefur í sögu Úrvalsdeildarinnar og sópaði Árna Ágústi Daníelssyni út í úrslitunum með meðalskor upp á 90 stig og meistaraleg útskot. „Ég gerði bara engin mistök. Það gekk allt upp hjá mér. Árni er erfiður andstæðingur. Hann er búinn að hafa tak á mér og vann mig [á föstudaginn] 7-3. En núna tók ég á hann og svo á ég hann í fyrsta leik á síðasta kvöldinu í undankeppninni,“ sagði Halli. Áður hafði hann unnið Halla Birgis 3-2 í átta manna úrslitum og sópað Jóni Bjarma Sigurðssyni, sigurvega fyrsta undankvöldsins, í undanúrslitum. „Eiginlega keppni í heppni“ „Þetta er svo stutt format. Best af fimm. Þetta er eiginlega bara keppni í heppni. Svipað og ef við myndum spila körfuboltaleiki 2x10 mínútur. Ég er mjög ánægður,“ sagði Halli Egils en viðtalið við hann og frammistöðu hans í úrslitunum má sjá hér að ofan. Hver keppandi tekur þátt í tveimur undankvöldum og nú er tveimur kvöldum af fjórum lokið. Því hafa sumir keppendur þegar lokið sinni undankeppni, aðrir keppt á einu kvöldi og enn aðrir eiga eftir að stíga á stokk. Átta efstu komast svo áfram og eiga möguleika á að vinna titilinn. Þetta eru átta efstu eftir tvö undankvöld af fjórum. Jón Bjarmi er efstur með sjö stig en er búinn með bæði undankvöld sín líkt og Steinunn. Taflan sýnir stig, unna leiki og +/- í leggjum.
Pílukast Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Sjá meira