„Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2025 11:31 Halli Egils sýndi sínar bestu hliðar í Grindavík á laugardaginn og fagnaði sigri. Sýn Sport Hallgrímur Egilsson, eða Halli Egils, naut sín í botn í stemningunni miklu í Grindavík á laugardagskvöld þegar hann vann annað undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. „Stressið, spennan, vá! Þetta var æðislegt,“ sagði Halli í viðtali eftir keppnina sem sjá má hér að neðan. Klippa: Halli Egils bestur í Grindavík Adrenalínið var á fullu hjá Halla sem var vel studdur og mátti ítrekað heyra sungið: „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ kyrjaði hópur manna í Kvikunni, þar sem mótið fór fram í beinni útsendingu á Sýn Sport. „Maður vill hafa hávaðann á bakvið sig og söngvana. Þetta er æðislegt,“ sagði Halli. Stórbrotin frammistaða: „Ég gerði bara engin mistök“ Halli sýndi bestu frammistöðu sem sést hefur í sögu Úrvalsdeildarinnar og sópaði Árna Ágústi Daníelssyni út í úrslitunum með meðalskor upp á 90 stig og meistaraleg útskot. „Ég gerði bara engin mistök. Það gekk allt upp hjá mér. Árni er erfiður andstæðingur. Hann er búinn að hafa tak á mér og vann mig [á föstudaginn] 7-3. En núna tók ég á hann og svo á ég hann í fyrsta leik á síðasta kvöldinu í undankeppninni,“ sagði Halli. Áður hafði hann unnið Halla Birgis 3-2 í átta manna úrslitum og sópað Jóni Bjarma Sigurðssyni, sigurvega fyrsta undankvöldsins, í undanúrslitum. „Eiginlega keppni í heppni“ „Þetta er svo stutt format. Best af fimm. Þetta er eiginlega bara keppni í heppni. Svipað og ef við myndum spila körfuboltaleiki 2x10 mínútur. Ég er mjög ánægður,“ sagði Halli Egils en viðtalið við hann og frammistöðu hans í úrslitunum má sjá hér að ofan. Hver keppandi tekur þátt í tveimur undankvöldum og nú er tveimur kvöldum af fjórum lokið. Því hafa sumir keppendur þegar lokið sinni undankeppni, aðrir keppt á einu kvöldi og enn aðrir eiga eftir að stíga á stokk. Átta efstu komast svo áfram og eiga möguleika á að vinna titilinn. Þetta eru átta efstu eftir tvö undankvöld af fjórum. Jón Bjarmi er efstur með sjö stig en er búinn með bæði undankvöld sín líkt og Steinunn. Taflan sýnir stig, unna leiki og +/- í leggjum. Pílukast Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira
„Stressið, spennan, vá! Þetta var æðislegt,“ sagði Halli í viðtali eftir keppnina sem sjá má hér að neðan. Klippa: Halli Egils bestur í Grindavík Adrenalínið var á fullu hjá Halla sem var vel studdur og mátti ítrekað heyra sungið: „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ kyrjaði hópur manna í Kvikunni, þar sem mótið fór fram í beinni útsendingu á Sýn Sport. „Maður vill hafa hávaðann á bakvið sig og söngvana. Þetta er æðislegt,“ sagði Halli. Stórbrotin frammistaða: „Ég gerði bara engin mistök“ Halli sýndi bestu frammistöðu sem sést hefur í sögu Úrvalsdeildarinnar og sópaði Árna Ágústi Daníelssyni út í úrslitunum með meðalskor upp á 90 stig og meistaraleg útskot. „Ég gerði bara engin mistök. Það gekk allt upp hjá mér. Árni er erfiður andstæðingur. Hann er búinn að hafa tak á mér og vann mig [á föstudaginn] 7-3. En núna tók ég á hann og svo á ég hann í fyrsta leik á síðasta kvöldinu í undankeppninni,“ sagði Halli. Áður hafði hann unnið Halla Birgis 3-2 í átta manna úrslitum og sópað Jóni Bjarma Sigurðssyni, sigurvega fyrsta undankvöldsins, í undanúrslitum. „Eiginlega keppni í heppni“ „Þetta er svo stutt format. Best af fimm. Þetta er eiginlega bara keppni í heppni. Svipað og ef við myndum spila körfuboltaleiki 2x10 mínútur. Ég er mjög ánægður,“ sagði Halli Egils en viðtalið við hann og frammistöðu hans í úrslitunum má sjá hér að ofan. Hver keppandi tekur þátt í tveimur undankvöldum og nú er tveimur kvöldum af fjórum lokið. Því hafa sumir keppendur þegar lokið sinni undankeppni, aðrir keppt á einu kvöldi og enn aðrir eiga eftir að stíga á stokk. Átta efstu komast svo áfram og eiga möguleika á að vinna titilinn. Þetta eru átta efstu eftir tvö undankvöld af fjórum. Jón Bjarmi er efstur með sjö stig en er búinn með bæði undankvöld sín líkt og Steinunn. Taflan sýnir stig, unna leiki og +/- í leggjum.
Pílukast Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira