Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:01 Evrópa liggur nú eins og lúinn hermaður sem heldur enn á bandaríska fánanum – ekki af heilindum, heldur af gömlum vana. Áratuga blind fylgni hefur gert álfuna að fylgitungli Washington, ekki samstarfsaðila. Sjálfstæðið er horfið. Orkan er horfin. Auðlindirnar eru horfnar. Í fangi Evrópu hvíla nú skuldir, landlaust flóttafólk og klofningur samfélaga. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, stendur á sviði og kallar Trump „Daddy“ með bros á vör. Þetta er vandræðaleg undirgefni. Leiðtogi álfunnar talar við forseta Bandaríkjanna eins og barn við föður. Eigum við að hlæja eða gráta? Stríð hinna viljugu þjóða Írak. Afganistan. Líbía. Sýrland.Bandaríkin héldu um gikkinn, en Evrópa situr uppi með mótmæli, sundrungu og samfélög sem voru ekki tilbúin að taka á móti fórnarkostnaði stríðanna sem þau studdu.Bandaríkin fengu olíuna, græddu á vopnasölu og selja okkur enn söguna um að þau hafi tryggt heiminum frelsi – þótt sagan sýni annað: Stríðin voru einfaldlega háð í hagnaðar- og yfirráðaskyni. Stríð eru viðskiptamódel Bandaríkjanna. Þegar Evrópa hætti að kaupa rússneskt gas, opnuðu Bandaríkin markaðstorg og seldu amerískt gas á fimmföldu verði. Þýskar verksmiðjur lokuðu. Störf fluttu til Texas.Evrópa borgaði en Ameríka græddi. Hverskonar vinátta er það? Úkraína – tilraunastofa dauðans Bandarískir vopnaframleiðendur eru í essinu sínu í Úkraínu um þessar mundir. Lockheed Martin prófar nýjar eldflaugar. Raytheon prófar dróna. Boeing prófar gervigreindarvopn. Allt í boði úkraínskra stjórnvalda sem elskuleg bjóða hergagnaframleiðendum að reyna vopn sín í raunaðstæðum. Ameríka græðir og eflir hergetu sína – en Evrópa þrengir að almenningi, safnar skuldum, blóðslettum saklausra og siglir hratt að siðferðislegu gjaldþroti. Suður-Ameríka og Afríka... enn og aftur Næst á dagskrá Bandaríkjanna er Venesúela og Nígería. Sama leikrit og áður. Sama handrit: „frelsi“, „lýðræði“, „öryggi“. En raunverulegu markmiðin eru auðvitað: olía, málmar, upplausn og yfirráð. Asíubúar horfa væntanleg á þennan lifandi harmleik með vorkunn.Evrópa, sem eitt sinn þótti menningarmiðja heimsins, er orðin geld, mállaus og ósjálfstæð með ölluBrussel stjórnar ekki.París stjórnar ekki.Berlín stjórnar ekki.Washington stjórnar. NATO er ekki lengur varnarbandalag – heldur stríðsbandalag. Bandaríkin draga Evrópu blóðuga á eftir sér. Ef Evrópa ætlar að borga áfram brúsann fyrir styrjaldastefnu Bandaríkjanna þá er hún einfaldlega að kalla upplausnina yfir sig. Þetta „vinasamband“ við HEIMSK-veldið er ekki lengur ásættanlegt. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Evrópa liggur nú eins og lúinn hermaður sem heldur enn á bandaríska fánanum – ekki af heilindum, heldur af gömlum vana. Áratuga blind fylgni hefur gert álfuna að fylgitungli Washington, ekki samstarfsaðila. Sjálfstæðið er horfið. Orkan er horfin. Auðlindirnar eru horfnar. Í fangi Evrópu hvíla nú skuldir, landlaust flóttafólk og klofningur samfélaga. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, stendur á sviði og kallar Trump „Daddy“ með bros á vör. Þetta er vandræðaleg undirgefni. Leiðtogi álfunnar talar við forseta Bandaríkjanna eins og barn við föður. Eigum við að hlæja eða gráta? Stríð hinna viljugu þjóða Írak. Afganistan. Líbía. Sýrland.Bandaríkin héldu um gikkinn, en Evrópa situr uppi með mótmæli, sundrungu og samfélög sem voru ekki tilbúin að taka á móti fórnarkostnaði stríðanna sem þau studdu.Bandaríkin fengu olíuna, græddu á vopnasölu og selja okkur enn söguna um að þau hafi tryggt heiminum frelsi – þótt sagan sýni annað: Stríðin voru einfaldlega háð í hagnaðar- og yfirráðaskyni. Stríð eru viðskiptamódel Bandaríkjanna. Þegar Evrópa hætti að kaupa rússneskt gas, opnuðu Bandaríkin markaðstorg og seldu amerískt gas á fimmföldu verði. Þýskar verksmiðjur lokuðu. Störf fluttu til Texas.Evrópa borgaði en Ameríka græddi. Hverskonar vinátta er það? Úkraína – tilraunastofa dauðans Bandarískir vopnaframleiðendur eru í essinu sínu í Úkraínu um þessar mundir. Lockheed Martin prófar nýjar eldflaugar. Raytheon prófar dróna. Boeing prófar gervigreindarvopn. Allt í boði úkraínskra stjórnvalda sem elskuleg bjóða hergagnaframleiðendum að reyna vopn sín í raunaðstæðum. Ameríka græðir og eflir hergetu sína – en Evrópa þrengir að almenningi, safnar skuldum, blóðslettum saklausra og siglir hratt að siðferðislegu gjaldþroti. Suður-Ameríka og Afríka... enn og aftur Næst á dagskrá Bandaríkjanna er Venesúela og Nígería. Sama leikrit og áður. Sama handrit: „frelsi“, „lýðræði“, „öryggi“. En raunverulegu markmiðin eru auðvitað: olía, málmar, upplausn og yfirráð. Asíubúar horfa væntanleg á þennan lifandi harmleik með vorkunn.Evrópa, sem eitt sinn þótti menningarmiðja heimsins, er orðin geld, mállaus og ósjálfstæð með ölluBrussel stjórnar ekki.París stjórnar ekki.Berlín stjórnar ekki.Washington stjórnar. NATO er ekki lengur varnarbandalag – heldur stríðsbandalag. Bandaríkin draga Evrópu blóðuga á eftir sér. Ef Evrópa ætlar að borga áfram brúsann fyrir styrjaldastefnu Bandaríkjanna þá er hún einfaldlega að kalla upplausnina yfir sig. Þetta „vinasamband“ við HEIMSK-veldið er ekki lengur ásættanlegt. Höfundur er leikkona.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar