Lífið

Krýndur „kynþokka­fyllsti maður ársins“

Atli Ísleifsson skrifar
Jonathan Bailey á blaðamannafundi í júlí í sumar.
Jonathan Bailey á blaðamannafundi í júlí í sumar. EPA

Bandaríska tímaritið People hefur valið enska leikarann Jonathan Bailey sem „kynþokkafyllsta mann ársins“.

Hinn 37 ára Bailey er þekktur fyrir hlutverk sitt í Netflix-þáttunum Bridgerton, þar sem hann fer með hlutverk Lord Anthony, og sömuleiðis fyrir kvikmyndina Wicked þar sem hann túlkaði Fiyero.

„Þetta er mikill heiður. Ég er ótrúlega upp með mér. Og þetta er alveg fáránlegt,“ segir Bailey í samtali við People.

Honum hefur verið kunnugt um „titilinn“ í nokkurn tíma en ákvað að greina vinum sínum ekki frá því. „Ég hef ekki sagt neinum. Hvernig skrifar maður aftur… trúnaðarskylda,“ grínaðist leikarinn í samtali við erlenda fjölmiðla.

Bailey ólst upp úti á landi í Oxfordskíri og á þrjár eldri systur. Hann vissi að hann vildi gerast leikari þegar hann var fimm ára gamall, eftir að hafa séð uppsetningu af Oliver! með ömmu sinni.

Leiklistarferill hans fór á flug fyrir um fimm árum síðan. Auk þess að hafa leikið í Bridgerton fékk hann tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt í Showtime-þáttunum Fellow Travelers. Hann birtist svo í nýjustu Jurassic Park-myndinni í sumar, Jurassic World: Rebirth.

Leikarinn, sem er samkynhneigður, stofnaði á síðasta ári góðgerðarsamtökin The Shameless Fund sem styður við bakið á hinum ýmsu samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks.

People hefur útnefnt „kynþokkafyllsta mann ársins“ frá árinu 1985 og var Mel Gibson fyrstur til að hreppa titilinn. Leikarinn John Krasinski hlaut titilinn árið 2024, leikarinn Patrick Dempsey árið 2023 og leikarinn Chris Evans árið 2022.

Fyrri handhafar titilsins „Kynþokkafyllsti maður ársins“ samkvæmt People

  • 2025: Jonathan Bailey
  • 2024: John Krasinski
  • 2023: Patrick Dempsey
  • 2022: Chris Evans
  • 2021: Paul Rudd
  • 2020: Michael B. Jordan
  • 2019: John Legend
  • 2018: Idris Elba
  • 2017: Blake Shelton
  • 2016: Dwayne 'The Rock' Johnson
  • 2015: David Beckham
  • 2014: Chris Hemsworth
  • 2013: Adam Levine
  • 2012: Channing Tatum
  • 2011: Bradley Cooper
  • 2010: Ryan Reynolds
  • 2009: Johnny Depp
  • 2008: Hugh Jackman
  • 2007: Matt Damon
  • 2006: George Clooney
  • 2005: Matthew McConaughey
  • 2004: Jude Law
  • 2003: Johnny Depp
  • 2002: Ben Affleck
  • 2001: Pierce Brosnan
  • 2000: Brad Pitt
  • 1999: Richard Gere
  • 1998: Harrison Ford
  • 1997: George Clooney
  • 1996: Denzel Washington
  • 1995: Brad Pitt
  • 1993: Richard Gere og Cindy Crawford
  • 1992: Nick Nolte
  • 1991: Patrick Swayze
  • 1990: Tom Cruise
  • 1989: Sean Connery
  • 1988: John F. Kennedy, Jr.
  • 1987: Harry Hamlin
  • 1986: Mark Harmon
  • 1985: Mel Gibson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.