Liverpool vann risaslaginn Siggeir Ævarsson skrifar 4. nóvember 2025 19:33 Alexis Mac Allister var hetja Liverpool í kvöld Vísir/Getty Stórleikur Liverpool og Real Madrid varð ekki sú flugeldasýning sem margir höfðu vonast eftir en liðin eru tvö af fjórum sigursælustu liðum í sögu Meistaradeildarinnar. Heimamenn geta þó vel við unað með úrslitin og stigin þrjú en Liverpool lokaði algjörlega á sóknarleik gestanna. Alexis Mac Allister skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu eftir undirbúning frá Dominik Szoboszlai. Mörk Liverpool hefðu hæglega getað orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir Thibaut Courtois sem þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum í kvöld og hélt Madrídingum inni í leiknum. Lokatölur 1-0 og Liverpool virðist vera að rétta úr kútnum. Tveir sigrar komnir í röð eftir nokkuð brösótt gengi í undanförnum leikjum, Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Stórleikur Liverpool og Real Madrid varð ekki sú flugeldasýning sem margir höfðu vonast eftir en liðin eru tvö af fjórum sigursælustu liðum í sögu Meistaradeildarinnar. Heimamenn geta þó vel við unað með úrslitin og stigin þrjú en Liverpool lokaði algjörlega á sóknarleik gestanna. Alexis Mac Allister skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu eftir undirbúning frá Dominik Szoboszlai. Mörk Liverpool hefðu hæglega getað orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir Thibaut Courtois sem þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum í kvöld og hélt Madrídingum inni í leiknum. Lokatölur 1-0 og Liverpool virðist vera að rétta úr kútnum. Tveir sigrar komnir í röð eftir nokkuð brösótt gengi í undanförnum leikjum,