Fótbolti

Jafn­teflin ríkjandi í Meistara­deildinni í kvöld

Siggeir Ævarsson skrifar
De Bruyne er leikmaður Napoli
De Bruyne er leikmaður Napoli Image Photo Agency/Getty Images

Níu leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og lauk þremur þeirra með markalitlum jafnteflum.

Napólí og Frankfurt gerðu 0-0 jafntefli fyrr í kvöld og þá bættust við tvö 1-1 jafntefli þegar leið á kvöldið.

Juventus tók á móti Sporting þar sem heimamenn voru allan tímann mun líklegri en bæði lið náðu aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Í Grikklandi mættust Olympiacos og PSV þar sem heimamenn virtust ætla að taka öll stigin þrjú en Ricardo Pepi tryggði PSV jafntefli með marki undir lok uppbótartímans.

Atletico Madrid tók á móti USG frá Belgíu og vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur þar sem gestirnir náðu inn einu sárabótamarki í lokin.

Frændur okkar í Bodø/Glimt leita enn að sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni en liðið tapaði í kvöld á heimavelli gegn Mónakó 0-1.

Úrslit kvöldsins í Meistaradeild Evrópu

Napólí - Frankfurt 0-0

Slavia Prag - Arsenal 0-3

Atletico Madrid - USG 3-1

Bodø/Glimt - Mónakó 0-1

Juventus - Sporting 1-1

Liverpool - Real Madrid 1-0

Olympiacos - PSV 1-1

PSG - Bayern 1-2

Tottenham - FCK 4-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×