Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 09:00 Arnar Gunnlaugsson var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna Real Madrid og þá sérstaklega hjá Vinicius Junior. Getty/ Michael Regan/Sýn Sport Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson ræddi slaka frammistöðu Real Madrid á Anfield í gær þar sem liðið var mjög ósannfærandi og tapaði 1-0 í leik stórliðanna tveggja í Meistaradeildinni í fótbolta. „Arnar, það er ekki hægt að segja að England sé vinur Real Madrid. Þeir eru búnir að vinna tvo á síðustu níu leikjum gegn enskum liðum og það voru margir af þessum stjörnum Real Madrid sem sáu bara ekki til sólar í kvöld,“ sagði Ríkharð Guðnason í upphafi umræðunnar um spænska stórliðið í Meistaradeildarmörkunum. Varð fyrir hrikalegum vonbrigðum „Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með Vinicius Junior. Það er bara eins og hann hafi engan áhuga á að spila varnarleik og hann var ragur sóknarlega. [Conor] Bradley átti frábæran leik gegn honum í hægri bakverðinum. Þetta er ekki sá Vinicius Junior sem við þekkjum og höfum dáð í gegnum tíðina. Það er eitthvað meiriháttar í gangi þarna að gerast á bak við tjöldin,“ sagði Arnar. Rikki G benti á það að Vinicius Junior hafi verið í vandræðum lengi. „Eftir að hann fór í þetta væl sitt að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann fékk ekki gullknöttinn á sínum tíma þá hefur ekkert gerst síðan þá. Í staðinn fyrir að gefa í eins og alvöru leikmenn gera, hætta þessu væli og reyna bara að vinna aftur á næsta ári,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar Gunnlaugson ekki hrifinn af því sem er i gangi hjá Real Madrid Arnar bar líka saman leikmenn Real Madrid í dag og þá sem voru að skila liðinu meistaratitlum á síðustu árum. Unnið á einstaklingsgæðum „Hvaða leikmenn eru komnir í staðinn? Allt frábærir leikmenn, ekki misskilja mig. Real hefur alltaf unnið sína titla frekar á einstaklingsgæðum. Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft neinn strúktúr en það hefur aldrei verið strúktúr, en meira bara svona, heyrðu, þið farið út og reddið þessu. En núna er kominn þjálfari sem vill bara strúktúr, strúktúr, strúktúr, strúktúr,“ sagði Arnar. „Það er eins og sumir leikmenn bara fíli það ekki, fara bara í fýlu eða í verkfall í staðinn fyrir að hjálpa við að færa liðið inn í nútímalegri fótboltavídd,“ sagði Arnar. Það má horfa á Arnar lesa yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
„Arnar, það er ekki hægt að segja að England sé vinur Real Madrid. Þeir eru búnir að vinna tvo á síðustu níu leikjum gegn enskum liðum og það voru margir af þessum stjörnum Real Madrid sem sáu bara ekki til sólar í kvöld,“ sagði Ríkharð Guðnason í upphafi umræðunnar um spænska stórliðið í Meistaradeildarmörkunum. Varð fyrir hrikalegum vonbrigðum „Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með Vinicius Junior. Það er bara eins og hann hafi engan áhuga á að spila varnarleik og hann var ragur sóknarlega. [Conor] Bradley átti frábæran leik gegn honum í hægri bakverðinum. Þetta er ekki sá Vinicius Junior sem við þekkjum og höfum dáð í gegnum tíðina. Það er eitthvað meiriháttar í gangi þarna að gerast á bak við tjöldin,“ sagði Arnar. Rikki G benti á það að Vinicius Junior hafi verið í vandræðum lengi. „Eftir að hann fór í þetta væl sitt að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann fékk ekki gullknöttinn á sínum tíma þá hefur ekkert gerst síðan þá. Í staðinn fyrir að gefa í eins og alvöru leikmenn gera, hætta þessu væli og reyna bara að vinna aftur á næsta ári,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar Gunnlaugson ekki hrifinn af því sem er i gangi hjá Real Madrid Arnar bar líka saman leikmenn Real Madrid í dag og þá sem voru að skila liðinu meistaratitlum á síðustu árum. Unnið á einstaklingsgæðum „Hvaða leikmenn eru komnir í staðinn? Allt frábærir leikmenn, ekki misskilja mig. Real hefur alltaf unnið sína titla frekar á einstaklingsgæðum. Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft neinn strúktúr en það hefur aldrei verið strúktúr, en meira bara svona, heyrðu, þið farið út og reddið þessu. En núna er kominn þjálfari sem vill bara strúktúr, strúktúr, strúktúr, strúktúr,“ sagði Arnar. „Það er eins og sumir leikmenn bara fíli það ekki, fara bara í fýlu eða í verkfall í staðinn fyrir að hjálpa við að færa liðið inn í nútímalegri fótboltavídd,“ sagði Arnar. Það má horfa á Arnar lesa yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira