Ánægð með að mæta Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2025 11:01 Enska landsliðið vann EM í Sviss í sumar og hafði þar betur gegn Spáni í úrslitaleik. Getty/Harriet Lander Eins og búast mátti við eru viðbrögðin við riðli Íslands í undankeppni HM kvenna í fótbolta öll á þann veg að um enn eitt einvígi Spánar og Englands verði að ræða. Hinn sigursæli landsliðsþjálfari Evrópumeistara Englands fagnar því að mæta Íslendingum. Ísland lenti í afar spennandi en um leið hrikalega erfiðum riðli í A-deild undankeppni HM í gær, þegar liðið dróst í riðil með báðum liðunum sem barist hafa um titlana á stórmótum síðustu ár. Ísland er í riðli með heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands, og svo heimilislausu liði Úkraínu sem fyrir fram er talið lakasta lið riðilsins og hefur ekki verið á stórmóti síðan á EM 2009. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en hin þrjú fara svo í umspil. Það umspil er tvískipt og er leiðin umtalsvert færari fyrir liðin sem sleppa við að lenda í neðsta sæti riðilsins. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að enda fyrir ofan Úkraínu, því fyrir fram virðast efstu tvö sætin ætluð Spáni og Englandi. Sarina Wiegman hefur fagnað sigri á síðustu þremur Evrópumótum, fyrst sem þjálfari Hollands og svo í tvö skipti sem þjálfari Englands.Getty/Ben Roberts „Mér finnst þetta spennandi riðill og þegar að við drógumst með Spáni þá fann maður í salnum hvað fólk var spennt,“ sagði Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands. Undir hennar stjórn hefur England unnið síðustu tvö Evrópumót, nú síðast í sumar með sigri á Spáni í úrslitaleik, og áður stýrði Wiegman Hollandi til sigurs á EM 2017. Hún stýrði Englandi líka í úrslitaleik síðasta HM, 2023, þar sem liðið tapaði gegn Spáni. Ísland með mjög góða leikmenn „Við [England og Spánn] virðumst alltaf mætast, annað hvort á mótum eða í dráttum, og við höfum séð hvað liðin eru kappsöm og jöfn svo nú byrjar ballið aftur,“ sagði Wiegman sem er einnig spennt yfir hinum tveimur liðunum: „Mér finnst gaman að mæta Íslandi og Úkraínu. Við höfum ekki spilað við þessi lið lengi,“ sagði Wiegman en Ísland mætti Englandi síðast árið 2009, í vináttulandsleik, þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu í 2-0 sigri Íslands. „Úkraína var auðvitað að koma upp í A-deildina sem var mjög gott hjá þeim og þetta er lið sem við þekkjum ekki mikið í augnablikinu en mér finnst gaman að glíma við slíka áskorun. Ísland þurfti auðvitað að spila við Norður-Írland í umspilinu og það er erfitt lið að mæta. Ég hef ekki mætt þeim sem þjálfari Englands en Ísland er með mjög góða leikmenn líka í sínum hópi,“ sagði Wiegman á vef enska landsliðsins. Aitana Bonmati hefur unnið Gullboltann þrjú ár í röð.Getty/Fran Santiago Markmið nýs þjálfara Spánar skýrt Sonia Bermúdez, sem tók við spænska landsliðinu í ágúst eftir að Montse Tomé var látin fara, segir íslenska liðið „mjög líkamlega sterkt lið sem hreyfir boltann mjög vel“. Hún stýrði U19-landsliði Spánar til 3-0 sigurs gegn Íslandi á EM 2023 í Belgíu. „Við vitum að þetta er erfiður riðill en markmiðið okkar er að enda í efsta sæti,“ sagði Bermúdez. Volodymyr Pyatenko, þjálfari Úkraínu, segir ljóst að engir leikir vinnist á pappírunum og er kokhraustur fyrir riðlakeppnina sem hefst í byrjun mars. Eins og fyrr segir hefur Úkrína ekki komist á stórmót síðan á EM 2009 og liðið komst með afar miklum naumindum upp í A-deildina, með því að enda fyrir ofan Tékkland á innbyrðis úrslitum. Úkraína hefur ekki getað spilað á heimavelli síðustu misseri, vegna innrásar Rússa.Getty/ Alex Bierens de Haan „Enska og spænska liðið mættust í úrslitaleik EM á þessu ári. Ég held að það sé tilgangslaust að bæta einhverju við um þessi tvö lið því þau hafa drottnað yfir kvennafótboltanum í langan tíma. Leikmenn íslenska liðsins hafa einnig verið á uppleið,“ sagði Pyatenko og var þá spurður hvort að Úkraína hefði lent í „dauðariðlinum“: „Ég myndi ekki ganga svo langt því að á þessu stigi þá eru ekki neinir veikir mótherjar. Það eru fleiri sterkir riðlar,“ sagði Pyatenko en bætti við að allt yrði lagt í sölurnar í hverjum leik og að það yrði gott fyrir Úkraínu að ná 3. sæti. Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Ísland lenti í afar spennandi en um leið hrikalega erfiðum riðli í A-deild undankeppni HM í gær, þegar liðið dróst í riðil með báðum liðunum sem barist hafa um titlana á stórmótum síðustu ár. Ísland er í riðli með heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands, og svo heimilislausu liði Úkraínu sem fyrir fram er talið lakasta lið riðilsins og hefur ekki verið á stórmóti síðan á EM 2009. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en hin þrjú fara svo í umspil. Það umspil er tvískipt og er leiðin umtalsvert færari fyrir liðin sem sleppa við að lenda í neðsta sæti riðilsins. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að enda fyrir ofan Úkraínu, því fyrir fram virðast efstu tvö sætin ætluð Spáni og Englandi. Sarina Wiegman hefur fagnað sigri á síðustu þremur Evrópumótum, fyrst sem þjálfari Hollands og svo í tvö skipti sem þjálfari Englands.Getty/Ben Roberts „Mér finnst þetta spennandi riðill og þegar að við drógumst með Spáni þá fann maður í salnum hvað fólk var spennt,“ sagði Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands. Undir hennar stjórn hefur England unnið síðustu tvö Evrópumót, nú síðast í sumar með sigri á Spáni í úrslitaleik, og áður stýrði Wiegman Hollandi til sigurs á EM 2017. Hún stýrði Englandi líka í úrslitaleik síðasta HM, 2023, þar sem liðið tapaði gegn Spáni. Ísland með mjög góða leikmenn „Við [England og Spánn] virðumst alltaf mætast, annað hvort á mótum eða í dráttum, og við höfum séð hvað liðin eru kappsöm og jöfn svo nú byrjar ballið aftur,“ sagði Wiegman sem er einnig spennt yfir hinum tveimur liðunum: „Mér finnst gaman að mæta Íslandi og Úkraínu. Við höfum ekki spilað við þessi lið lengi,“ sagði Wiegman en Ísland mætti Englandi síðast árið 2009, í vináttulandsleik, þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu í 2-0 sigri Íslands. „Úkraína var auðvitað að koma upp í A-deildina sem var mjög gott hjá þeim og þetta er lið sem við þekkjum ekki mikið í augnablikinu en mér finnst gaman að glíma við slíka áskorun. Ísland þurfti auðvitað að spila við Norður-Írland í umspilinu og það er erfitt lið að mæta. Ég hef ekki mætt þeim sem þjálfari Englands en Ísland er með mjög góða leikmenn líka í sínum hópi,“ sagði Wiegman á vef enska landsliðsins. Aitana Bonmati hefur unnið Gullboltann þrjú ár í röð.Getty/Fran Santiago Markmið nýs þjálfara Spánar skýrt Sonia Bermúdez, sem tók við spænska landsliðinu í ágúst eftir að Montse Tomé var látin fara, segir íslenska liðið „mjög líkamlega sterkt lið sem hreyfir boltann mjög vel“. Hún stýrði U19-landsliði Spánar til 3-0 sigurs gegn Íslandi á EM 2023 í Belgíu. „Við vitum að þetta er erfiður riðill en markmiðið okkar er að enda í efsta sæti,“ sagði Bermúdez. Volodymyr Pyatenko, þjálfari Úkraínu, segir ljóst að engir leikir vinnist á pappírunum og er kokhraustur fyrir riðlakeppnina sem hefst í byrjun mars. Eins og fyrr segir hefur Úkrína ekki komist á stórmót síðan á EM 2009 og liðið komst með afar miklum naumindum upp í A-deildina, með því að enda fyrir ofan Tékkland á innbyrðis úrslitum. Úkraína hefur ekki getað spilað á heimavelli síðustu misseri, vegna innrásar Rússa.Getty/ Alex Bierens de Haan „Enska og spænska liðið mættust í úrslitaleik EM á þessu ári. Ég held að það sé tilgangslaust að bæta einhverju við um þessi tvö lið því þau hafa drottnað yfir kvennafótboltanum í langan tíma. Leikmenn íslenska liðsins hafa einnig verið á uppleið,“ sagði Pyatenko og var þá spurður hvort að Úkraína hefði lent í „dauðariðlinum“: „Ég myndi ekki ganga svo langt því að á þessu stigi þá eru ekki neinir veikir mótherjar. Það eru fleiri sterkir riðlar,“ sagði Pyatenko en bætti við að allt yrði lagt í sölurnar í hverjum leik og að það yrði gott fyrir Úkraínu að ná 3. sæti.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira