Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2025 07:01 Það var í Dugguvogi sem leigubílstjórinn réðst á konuna. vísir/Anton Brink Leigubílstjóri sem réðst á farþega sinn að næturlagi í byrjun október hafði skömmu áður sótt konuna á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Þaðan ók hann henni í Dugguvog þar sem árásin átti sér stað. Samkvæmt heimildum Vísis er leigubílstjórinn á sextugsaldri og með hreina sakaskrá. Hann var á vakt hjá Hreyfli umrædda nótt og sótti konu á fertugsaldri á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún hafði dúsað eftir að hafa verið færð í fangageymslur. Með ólæti í miðbæ Reykjavíkur Samkvæmt heimildum Vísis hafði konan verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Fór svo að lögregla var kölluð til vegna óláta þar sem hún var meðal annars sökuð um að hafa hrækt framan í dyravörð. Var konan því færð í fangageymslur. Þaðan var henni svo sleppt síðar um nóttina og leigubíll frá Hreyfli mætti á svæðið til að sækja hana. Þaðan lá leiðin í Dugguvog þar sem leigubílstjórinn vill meina að konan hafi þráast við að greiða fyrir farið. Virðist þá ekki hafa skipt neinum toga heldur fór leigubílstjórinn á eftir konunni, reif í hana, henti í jörðina og dró hana meðal annars á hárinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er upptaka af atvikinu á meðal sönnunargagna í málinu. Umsvifalaust rekinn hjá Hreyfli Hreyfill sagði bílstjóranum upp nokkrum dögum eftir atvikið en mikil umræða hafði spunnist um það. Meðal annars nafnlausar umræður á Facebook sem einstaka fréttamiðlar vísuðu beint til þar sem fullyrt var að leigubílstjórinn væri af erlendu bergi brotinn. Málið væri augljóslega hælisleitendum að kenna. „Stjórn Hreyfils harmar það alvarlega atvik sem átti sér stað um helgina þar sem farþegi varð fyrir ofbeldi af hálfu leigubifreiðarstjóra sem ók undir merkjum fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórn Hreyfils. „Um leið og atvikið komst upp var viðkomandi bílstjóri umsvifalaust rekinn af Hreyfli og brottrekstur tilkynntur til Samgöngustofu.“ Ráðist á leigubílstjóra sömu nótt Málið var ekki það eina sem kom upp þessa aðfaranótt 5. október og snerist að leigubílstjóra. Í Seljahverfinu í Reykjavík varð leigubílstjóri fyrir árás farþega sem meðal annars tók hann hálstaki. Lögregla mætti á vettvang, handtók farþegann sem reyndist ekki samvinnufús heldur gaf upp bullkennitölu og sagði lögreglunni að fokka sér. Leigubílstjórinn slapp við alvarleg meiðsli samkvæmt upplýsingum fréttastofu og var aftur mættur til vinnu daginn eftir. Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er leigubílstjórinn á sextugsaldri og með hreina sakaskrá. Hann var á vakt hjá Hreyfli umrædda nótt og sótti konu á fertugsaldri á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún hafði dúsað eftir að hafa verið færð í fangageymslur. Með ólæti í miðbæ Reykjavíkur Samkvæmt heimildum Vísis hafði konan verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Fór svo að lögregla var kölluð til vegna óláta þar sem hún var meðal annars sökuð um að hafa hrækt framan í dyravörð. Var konan því færð í fangageymslur. Þaðan var henni svo sleppt síðar um nóttina og leigubíll frá Hreyfli mætti á svæðið til að sækja hana. Þaðan lá leiðin í Dugguvog þar sem leigubílstjórinn vill meina að konan hafi þráast við að greiða fyrir farið. Virðist þá ekki hafa skipt neinum toga heldur fór leigubílstjórinn á eftir konunni, reif í hana, henti í jörðina og dró hana meðal annars á hárinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er upptaka af atvikinu á meðal sönnunargagna í málinu. Umsvifalaust rekinn hjá Hreyfli Hreyfill sagði bílstjóranum upp nokkrum dögum eftir atvikið en mikil umræða hafði spunnist um það. Meðal annars nafnlausar umræður á Facebook sem einstaka fréttamiðlar vísuðu beint til þar sem fullyrt var að leigubílstjórinn væri af erlendu bergi brotinn. Málið væri augljóslega hælisleitendum að kenna. „Stjórn Hreyfils harmar það alvarlega atvik sem átti sér stað um helgina þar sem farþegi varð fyrir ofbeldi af hálfu leigubifreiðarstjóra sem ók undir merkjum fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórn Hreyfils. „Um leið og atvikið komst upp var viðkomandi bílstjóri umsvifalaust rekinn af Hreyfli og brottrekstur tilkynntur til Samgöngustofu.“ Ráðist á leigubílstjóra sömu nótt Málið var ekki það eina sem kom upp þessa aðfaranótt 5. október og snerist að leigubílstjóra. Í Seljahverfinu í Reykjavík varð leigubílstjóri fyrir árás farþega sem meðal annars tók hann hálstaki. Lögregla mætti á vettvang, handtók farþegann sem reyndist ekki samvinnufús heldur gaf upp bullkennitölu og sagði lögreglunni að fokka sér. Leigubílstjórinn slapp við alvarleg meiðsli samkvæmt upplýsingum fréttastofu og var aftur mættur til vinnu daginn eftir.
Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira