Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2025 13:27 Lögreglumaður kemur kassa með munum sem hald var lagt á í húsleit hjá samtökum íslamista fyrir í skotti bíls í Hamborg í dag. AP/Marcus Brandt/dpa Þýsk yfirvöld bönnuðu starfsemi samtaka íslamista á þeim forsendum að hún stríddi gegn mannréttindum og lýðræðislegum gildum í dag. Þá var húsleit gerð hjá tveimur öðrum hópum múslima. Samtökin Muslim Interaktiv voru talin ógna stjórnskipun Þýskalands með því að ýta undir gyðingahatur og mismunun kvenna og einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í aðgerðum gegn samtökunum í Hamborg. Þar lögðu þeir hald á reiðufé, gögn á stafrænu formi og handskrifuð minniblöð. Vefsíðum samtakanna var jafnframt lokað. Vilja trúarleg lögmál ofar landslögum Rök yfirvalda fyrir banninu voru að sérstök ógn stafaði af samtökunum vegna þess að þau kynntu íslam sem einu leiðina til að koma á röð og reglu í samfélaginu og að trúarleg lögmál ættu að ganga þýskum lögum ofar, sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna. Innanríkisráðuneytið sagði að Muslim Interaktiv væri sérstaklega á móti jafnrétti kynjanna og kynfrelsi. „Þetta lýsir óþoli sem samræmist ekki lýðræðinu og mannréttindum,“ sagði ráðuneytið. Samtökin eru sögð þekkt fyrir að reyna að ná til ungra múslima sem verða utangátta í þýsku samfélagi þar sem meirihluti íbúa er kristinn. Þá gerði lögregla húsleit hjá tvennum samtökum múslima til viðbótar í höfuðborginni Berlín, annars vegar Íslömsku kynslóðinni og hins vegar Raunveruleika íslam. Banna öfgamenn úr ýmsum áttum Þýsk stjórnvöld hafa bannað starfsemi ýmissa öfgasamtaka á undanförnum árum, bæði hægriöfgamanna og íslamista. Leyniþjónustan fylgist einnig grannt með flokkum og hópum sem eru taldir ógn við lýðræði og stjórnskipan landsins. Þannig hafa ákveðnar deildir öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland verið skilgreindar sem öfgasamtök sem leyniþjónustan hefur heimild til þess að fylgjast sérstaklega með. Þýskaland Trúmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Samtökin Muslim Interaktiv voru talin ógna stjórnskipun Þýskalands með því að ýta undir gyðingahatur og mismunun kvenna og einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í aðgerðum gegn samtökunum í Hamborg. Þar lögðu þeir hald á reiðufé, gögn á stafrænu formi og handskrifuð minniblöð. Vefsíðum samtakanna var jafnframt lokað. Vilja trúarleg lögmál ofar landslögum Rök yfirvalda fyrir banninu voru að sérstök ógn stafaði af samtökunum vegna þess að þau kynntu íslam sem einu leiðina til að koma á röð og reglu í samfélaginu og að trúarleg lögmál ættu að ganga þýskum lögum ofar, sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna. Innanríkisráðuneytið sagði að Muslim Interaktiv væri sérstaklega á móti jafnrétti kynjanna og kynfrelsi. „Þetta lýsir óþoli sem samræmist ekki lýðræðinu og mannréttindum,“ sagði ráðuneytið. Samtökin eru sögð þekkt fyrir að reyna að ná til ungra múslima sem verða utangátta í þýsku samfélagi þar sem meirihluti íbúa er kristinn. Þá gerði lögregla húsleit hjá tvennum samtökum múslima til viðbótar í höfuðborginni Berlín, annars vegar Íslömsku kynslóðinni og hins vegar Raunveruleika íslam. Banna öfgamenn úr ýmsum áttum Þýsk stjórnvöld hafa bannað starfsemi ýmissa öfgasamtaka á undanförnum árum, bæði hægriöfgamanna og íslamista. Leyniþjónustan fylgist einnig grannt með flokkum og hópum sem eru taldir ógn við lýðræði og stjórnskipan landsins. Þannig hafa ákveðnar deildir öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland verið skilgreindar sem öfgasamtök sem leyniþjónustan hefur heimild til þess að fylgjast sérstaklega með.
Þýskaland Trúmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira