„Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 15:01 Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Vísir Jóhannes Jónsson, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun, segist hafa reynt að leysa úr ófremdarástandi sem ríki innan veggja stofnunarinnar en það hafi ekki tekist. Þögn Alþingis sé óskiljanleg en þingmenn hafa völd til að vísa ríkisendurskoðanda úr embætti. Jóhannes er nú í veikindaleyfi og hyggst ekki snúa aftur vegna ástandsins. Jóhannes deildi sinni skoðun fyrst opinberlega í gær í pistli á Facebook þar sem hann sagðist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra svokallaðra EKKO-mála sem komið hafa upp á skrifstofu ríkisendurskoðanda. EKKO-mál varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Nýlega var greint frá ófremdarástandi innan veggja ríkisendurskoðanda sem hófst í kjölfar þess að Guðmundur Björgvin Helgason tók við embættinu árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Jóhannes en hann segist ekki hafa í hyggju að tjá sig frekar við fjölmiðla í nýrri yfirlýsingu í ljósi umfjöllunarinnar. „Ég sjálfur er ekki þolandi í þeim EKKO-málum sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun, en ég hef orðið vitni að slíkum málum oftar en ég kæri um. Mér hefur mislíkað verulega hvernig komið hefur verið fram við starfsfólk embættisins. Þetta ástand hefur viðgengst í allt of langan tíma,“ segir Jóhannes í yfirlýsingunni. Hann er í veikindaleyfi og segir það vera vegna ástandsins innan stofnunarinnar. Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Í veikindaleyfinu hafi runnið upp fyrir honum hve alvarlegt ástandið væri í raun. Það væri ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. „Sem sviðsstjóri hjá embættinu, og sem hluti af framkvæmdastjórn þess, reyndi ég - ásamt öðrum sviðsstjórum - að hafa áhrif og stuðla að breytingum, en án árangurs. Þrír stjórnendur hafa farið í veikindaleyfi vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast,“ segir Jóhannes. Áður hefur verið greint frá að Guðmundur Björgvin lagði niður framkvæmdastjórn embættisins og sjái nú sjálfur um mannauðsmál sem komi upp líkt og EKKO-mál. Hann sagði í samtali við fréttastofu að engin slík mál væru uppi á borðum. Sé hægt að víkja Guðmundi úr embætti Jóhannes segir þögn Alþingis ærandi og illskiljanlega. Í starfsánægjukönnun sem var framkvæmd innan stofnunarinnar kemur fram að rúm fjörutíu prósent starfsmanna hafi orðið vitni að EKKO-málum og ellefu prósent hafi orðið fyrir slíku. „Allar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir hjá forseta Alþingis, sem hefur verið kunnugt um ástand mála hjá Ríkisendurskoðun í langan tíma. Þrátt fyrir það hefur forseti þingsins kosið að tjá sig ekki um þessi mál. Það má ekki gleymast í þessu samhengi að það er venjulegt fólk sem starfar hjá embætti ríkisendurskoðanda – fólk sem þarf áfram að búa við þetta ástand. Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að njóti ríkisendurskoðandi ekki trausts geti Alþingi vikið honum úr embætti. Til þess þarf samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna, en aldrei hefur áður verið gripið til slíkra aðgerða. „Ég velti því fyrir mér hvort ríkisendurskoðandi njóti enn trausts Alþingis - og hvað það segir um gildi og siðferðileg viðmið þingmanna.“ Ríkisendurskoðun Mannauðsmál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Jóhannes deildi sinni skoðun fyrst opinberlega í gær í pistli á Facebook þar sem hann sagðist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra svokallaðra EKKO-mála sem komið hafa upp á skrifstofu ríkisendurskoðanda. EKKO-mál varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Nýlega var greint frá ófremdarástandi innan veggja ríkisendurskoðanda sem hófst í kjölfar þess að Guðmundur Björgvin Helgason tók við embættinu árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Jóhannes en hann segist ekki hafa í hyggju að tjá sig frekar við fjölmiðla í nýrri yfirlýsingu í ljósi umfjöllunarinnar. „Ég sjálfur er ekki þolandi í þeim EKKO-málum sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun, en ég hef orðið vitni að slíkum málum oftar en ég kæri um. Mér hefur mislíkað verulega hvernig komið hefur verið fram við starfsfólk embættisins. Þetta ástand hefur viðgengst í allt of langan tíma,“ segir Jóhannes í yfirlýsingunni. Hann er í veikindaleyfi og segir það vera vegna ástandsins innan stofnunarinnar. Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Í veikindaleyfinu hafi runnið upp fyrir honum hve alvarlegt ástandið væri í raun. Það væri ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. „Sem sviðsstjóri hjá embættinu, og sem hluti af framkvæmdastjórn þess, reyndi ég - ásamt öðrum sviðsstjórum - að hafa áhrif og stuðla að breytingum, en án árangurs. Þrír stjórnendur hafa farið í veikindaleyfi vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast,“ segir Jóhannes. Áður hefur verið greint frá að Guðmundur Björgvin lagði niður framkvæmdastjórn embættisins og sjái nú sjálfur um mannauðsmál sem komi upp líkt og EKKO-mál. Hann sagði í samtali við fréttastofu að engin slík mál væru uppi á borðum. Sé hægt að víkja Guðmundi úr embætti Jóhannes segir þögn Alþingis ærandi og illskiljanlega. Í starfsánægjukönnun sem var framkvæmd innan stofnunarinnar kemur fram að rúm fjörutíu prósent starfsmanna hafi orðið vitni að EKKO-málum og ellefu prósent hafi orðið fyrir slíku. „Allar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir hjá forseta Alþingis, sem hefur verið kunnugt um ástand mála hjá Ríkisendurskoðun í langan tíma. Þrátt fyrir það hefur forseti þingsins kosið að tjá sig ekki um þessi mál. Það má ekki gleymast í þessu samhengi að það er venjulegt fólk sem starfar hjá embætti ríkisendurskoðanda – fólk sem þarf áfram að búa við þetta ástand. Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að njóti ríkisendurskoðandi ekki trausts geti Alþingi vikið honum úr embætti. Til þess þarf samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna, en aldrei hefur áður verið gripið til slíkra aðgerða. „Ég velti því fyrir mér hvort ríkisendurskoðandi njóti enn trausts Alþingis - og hvað það segir um gildi og siðferðileg viðmið þingmanna.“
Ríkisendurskoðun Mannauðsmál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira