Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar 6. nóvember 2025 08:32 Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir. Hingað til hefur þessi leið aðeins verið framlengd til eins árs í senn í tíð fyrri ríkisstjórna. Slíkt hefur valdið óvissu og gert ungu fólki erfitt fyrir að treysta á úrræðið þegar það skipuleggur fyrstu íbúðarkaup. Með því að gera leiðina varanlega er loksins tryggður fyrirsjáanleiki. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði í húsnæðismálum. Ungt fólk þarf að geta skipulagt sparnað, metið lánshæfi og tekið ákvarðanir byggðar á stöðugu umhverfi, ekki bráðabirgðaúrræði sem renna út árlega. Nú þegar úrræðið hefur verið gert varanlegt verður séreignarsparnaður að raunhæfu hjálpartæki til að komast inn á markaðinn og lækka greiðslubyrði. Viðreisn hefur lengi lagt áherslu á að ungt fólk fái raunhæfan möguleika á að eignast eigið heimili. Þess vegna er jákvætt að þessi ákvörðun hafi verið tekin, og það undir forystu fjármálaráðherra Viðreisnar. Með þessu úrræði skapast meira svigrúm til að safna fyrir útborgun og greiða niður höfuðstól lána á skipulegan hátt. Þetta getur skipt miklu fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Há húsaleiga gerir mörgum erfitt fyrir að safna nægilega hratt. Með því að geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á lán eða inn í fyrstu kaup verður auðveldara að stíga þetta mikilvæga skref. Fyrir marga er þetta munurinn á því að vera fastur á dýrum og ótryggum leigumarkaði eða að komast inn í eigið húsnæði. Auðvitað er þetta úrræði eitt og sér engin töfralausn á húsnæðisvandanum í heild. Við þurfum áfram að vinna að auknu framboði og bættum lánskjörum. Slíkar lausnir voru einmitt boðaðar í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í seinustu viku og fleiri aðgerðir eru væntanlegar á næsta ári. Að festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi er þó mikilvægt skref sem ég fagna sérstaklega enda styður hún sérstaklega ungt fólk í að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir. Hingað til hefur þessi leið aðeins verið framlengd til eins árs í senn í tíð fyrri ríkisstjórna. Slíkt hefur valdið óvissu og gert ungu fólki erfitt fyrir að treysta á úrræðið þegar það skipuleggur fyrstu íbúðarkaup. Með því að gera leiðina varanlega er loksins tryggður fyrirsjáanleiki. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði í húsnæðismálum. Ungt fólk þarf að geta skipulagt sparnað, metið lánshæfi og tekið ákvarðanir byggðar á stöðugu umhverfi, ekki bráðabirgðaúrræði sem renna út árlega. Nú þegar úrræðið hefur verið gert varanlegt verður séreignarsparnaður að raunhæfu hjálpartæki til að komast inn á markaðinn og lækka greiðslubyrði. Viðreisn hefur lengi lagt áherslu á að ungt fólk fái raunhæfan möguleika á að eignast eigið heimili. Þess vegna er jákvætt að þessi ákvörðun hafi verið tekin, og það undir forystu fjármálaráðherra Viðreisnar. Með þessu úrræði skapast meira svigrúm til að safna fyrir útborgun og greiða niður höfuðstól lána á skipulegan hátt. Þetta getur skipt miklu fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Há húsaleiga gerir mörgum erfitt fyrir að safna nægilega hratt. Með því að geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á lán eða inn í fyrstu kaup verður auðveldara að stíga þetta mikilvæga skref. Fyrir marga er þetta munurinn á því að vera fastur á dýrum og ótryggum leigumarkaði eða að komast inn í eigið húsnæði. Auðvitað er þetta úrræði eitt og sér engin töfralausn á húsnæðisvandanum í heild. Við þurfum áfram að vinna að auknu framboði og bættum lánskjörum. Slíkar lausnir voru einmitt boðaðar í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í seinustu viku og fleiri aðgerðir eru væntanlegar á næsta ári. Að festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi er þó mikilvægt skref sem ég fagna sérstaklega enda styður hún sérstaklega ungt fólk í að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar