Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 07:34 Drónaflugið hafði mjög raskandi áhrif á flugumferð á alþjóðaflugvellinum í Brussel. AP Photo/Virginia Mayo Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. Í nokkrar klukkustundir fóru komur og brottfarir úr skorðum á flugvellinum í Brussel, stærsta flugvelli landsins, á þriðjudagskvöld. Hátt í hundrað flugferðum var aflýst og þá var umferð um lofthelgi við flugvöllinn í Liège einnig lokað, en þar fer alla jafna í gegn nokkur flugumferð vegna fraktflutninga. Þetta olli enn frekari töfum auk þess sem umferð var beint um aðra flugvelli í staðinn. Í umfjöllun Guardian um málið er þess jafnframt getið að borgarstjóri í flæmska bænum Diest hafi sagt her- og lögreglumenn hafi séð fjóra dróna á sveimi nærri Schaffen herflugvellinum sama kvöld. Stjórnvöld í Belgíu höfðu þegar til rannsóknar dularfulla drónaumferð sem vart varð við við nokkrar herstöðvar um helgina, þar á meðal við Kleine-Brogel herstöðina nærri landamærum Hollands, þar sem F-16 orrustuþotur Belga eru geymdar. Þá er herstöðin talin geyma bandarísk kjarnorkuvopn. Drónaflugið í Belgíu á þriðjudag er enn eitt dæmið um óvelkomna umferð loftfara í evrópskri lofthelgi undanfarnar vikur. Meðal annars hafa drónar sést í Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og á Spáni. Það eru ekki aðeins drónar sem hafa verið á sveimi í óleyfi, heldur einnig helíumblöðrur sem báru sígarettur, en evrópskir leiðtogar hafa sagt um fjölþáttaárásir að ræða. Rússar hafa ekki gengist við ábyrgð vegna drónanna en þeir eru sterklega grunaðir um að vera á bakvið umræddar fjölþáttaárásir í Evrópu. Herflugvélar Rússa hafa einnig rofið eistneska lofthelgi auk þess sem Rúmenar sendu herþotur til viðbragðs þegar drónar komu inn í lofthelgi landsins, skömmu eftir árás Rússa í nágrannalandinu Úkraínu. Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Belgía Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Makar Bandaríkjamanna hanteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Sjá meira
Í nokkrar klukkustundir fóru komur og brottfarir úr skorðum á flugvellinum í Brussel, stærsta flugvelli landsins, á þriðjudagskvöld. Hátt í hundrað flugferðum var aflýst og þá var umferð um lofthelgi við flugvöllinn í Liège einnig lokað, en þar fer alla jafna í gegn nokkur flugumferð vegna fraktflutninga. Þetta olli enn frekari töfum auk þess sem umferð var beint um aðra flugvelli í staðinn. Í umfjöllun Guardian um málið er þess jafnframt getið að borgarstjóri í flæmska bænum Diest hafi sagt her- og lögreglumenn hafi séð fjóra dróna á sveimi nærri Schaffen herflugvellinum sama kvöld. Stjórnvöld í Belgíu höfðu þegar til rannsóknar dularfulla drónaumferð sem vart varð við við nokkrar herstöðvar um helgina, þar á meðal við Kleine-Brogel herstöðina nærri landamærum Hollands, þar sem F-16 orrustuþotur Belga eru geymdar. Þá er herstöðin talin geyma bandarísk kjarnorkuvopn. Drónaflugið í Belgíu á þriðjudag er enn eitt dæmið um óvelkomna umferð loftfara í evrópskri lofthelgi undanfarnar vikur. Meðal annars hafa drónar sést í Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og á Spáni. Það eru ekki aðeins drónar sem hafa verið á sveimi í óleyfi, heldur einnig helíumblöðrur sem báru sígarettur, en evrópskir leiðtogar hafa sagt um fjölþáttaárásir að ræða. Rússar hafa ekki gengist við ábyrgð vegna drónanna en þeir eru sterklega grunaðir um að vera á bakvið umræddar fjölþáttaárásir í Evrópu. Herflugvélar Rússa hafa einnig rofið eistneska lofthelgi auk þess sem Rúmenar sendu herþotur til viðbragðs þegar drónar komu inn í lofthelgi landsins, skömmu eftir árás Rússa í nágrannalandinu Úkraínu.
Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Belgía Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Makar Bandaríkjamanna hanteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent