Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 14:32 Alex Ovechkin fagnar hér marki sínu fyrir Washington Capitals sem var mark númer níu hundruð hjá honum í NHL-deildinni. Getty/Randy Litzinger Alex Ovechkin skráði sig á spjöld íshokkísögunnar í nótt þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NHL-deildarinnar til að skora níu hundruð mörk á ferlinum. Eins og vaninn er þá fékk Ovechkin að eiga sögulega pökkinn sem hann skoraði með en sá pökkur fannst ekki alveg strax því markvörður móherjans í St. Louis Blues, Jordan Binnington, reyndi að fela hann í buxunum sínum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals og náði þessu tímamótamarki í 6-1 stórsigri á St. Louis Blues. Markahæsti leikmaður NHL frá upphafi varð þar með einnig sá fyrsti til að skora 900 mörk. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu. Blues goaltender Jordan Binnington tried to keep the puck for Alex Ovechkin's 900th goal 😅 Gotta respect the effort 😭 pic.twitter.com/g40TrMVglI— SportsCenter (@SportsCenter) November 6, 2025 Á meðan leikmenn Capitals fögnuðu með Ovechkin ýtti Binnington pökkinum úr netinu með kylfunni sinni og tók hann upp með markmannshanskanum. Hann setti kylfuna undir handlegginn, tók höndina úr verndarhanska sínum og náði í pökkinn. Síðan stakk hann pökkinum aftan í buxurnar sínar, fyrir framan allar sjónvarpsmyndavélarnar. Binnington fékk á sig fjögur mörk úr fimmtán skotum gegn Washington og var tekinn af velli eftir 9:28 í öðrum leikhluta. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Ovechkin sagðist hafa vitað að sækja þyrfti sögulega pökkin hans úr buxum Binningtons. „Já, ég sá það bara. Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Ovechkin var hins vegar létt yfir því að ná 900. markinu og skrá sig á spjöld sögunnar. „Fyrir nokkrum dögum spurði einhver mig: ‚Ertu að hugsa um þetta?‘ Auðvitað. Þetta er risastór tala,“ sagði Ovechkin. „Enginn hefur nokkurn tíma gert þetta í sögu NHL og að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera það er sérstakt augnablik.“ 900 NHL GOALS FOR ALEX OVECHKIN!!! 🤩 pic.twitter.com/4HeKNfluoF— NHL (@NHL) November 6, 2025 Íshokkí Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
Eins og vaninn er þá fékk Ovechkin að eiga sögulega pökkinn sem hann skoraði með en sá pökkur fannst ekki alveg strax því markvörður móherjans í St. Louis Blues, Jordan Binnington, reyndi að fela hann í buxunum sínum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals og náði þessu tímamótamarki í 6-1 stórsigri á St. Louis Blues. Markahæsti leikmaður NHL frá upphafi varð þar með einnig sá fyrsti til að skora 900 mörk. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu. Blues goaltender Jordan Binnington tried to keep the puck for Alex Ovechkin's 900th goal 😅 Gotta respect the effort 😭 pic.twitter.com/g40TrMVglI— SportsCenter (@SportsCenter) November 6, 2025 Á meðan leikmenn Capitals fögnuðu með Ovechkin ýtti Binnington pökkinum úr netinu með kylfunni sinni og tók hann upp með markmannshanskanum. Hann setti kylfuna undir handlegginn, tók höndina úr verndarhanska sínum og náði í pökkinn. Síðan stakk hann pökkinum aftan í buxurnar sínar, fyrir framan allar sjónvarpsmyndavélarnar. Binnington fékk á sig fjögur mörk úr fimmtán skotum gegn Washington og var tekinn af velli eftir 9:28 í öðrum leikhluta. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Ovechkin sagðist hafa vitað að sækja þyrfti sögulega pökkin hans úr buxum Binningtons. „Já, ég sá það bara. Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Ovechkin var hins vegar létt yfir því að ná 900. markinu og skrá sig á spjöld sögunnar. „Fyrir nokkrum dögum spurði einhver mig: ‚Ertu að hugsa um þetta?‘ Auðvitað. Þetta er risastór tala,“ sagði Ovechkin. „Enginn hefur nokkurn tíma gert þetta í sögu NHL og að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera það er sérstakt augnablik.“ 900 NHL GOALS FOR ALEX OVECHKIN!!! 🤩 pic.twitter.com/4HeKNfluoF— NHL (@NHL) November 6, 2025
Íshokkí Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira