Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 8. nóvember 2025 09:02 Í umræðuni hefur verið mótökudeildir í skólum landsins fyrir börn af erlendum uppruna. Það er verið að kynna slíkt sem leið til að „styðja“ börn af erlendum uppruna. Það á að hjálpa þeim að læra íslensku áður en þau fara í almennan bekk. Það er meira að segja verið að selja okkur þetta sem inngildingu. Við sem vinnum með inngildingu og erum sérfæðingar í því vitum betur. Þetta hljómar fallega í pólitískum ræðum og á kynningarglærum. En staðreyndin er sú að þetta er aðskilnaður í mildari mynd. Falið inngrip sem seinkar inngildingu og festir stéttaskiptingu eftir uppruna. Ísland hefur formlega skuldbundið sig til skóla án aðgreiningar, þar sem kveðið er á um að nemendur eigi að læra saman og fá stuðning þar sem þeir eru. Ekki vera teknir frá í sérúrræði og „undirbúnir“ fyrir samfélagið. Móttökudeild nálgunganga gegn þessari meginreglu. Þær taka hóp barna út úr samfélagi með því markmiði að undirbúa þau fyrir samfélagið. Þegar þeir verða “nóg góð” þá geta þau tekið þátt. Það er hugsanavilla sem skapar aðskilnað, ekki brú. Vandinn sem móttökudeildir eiga að bregðast við er ekki börnin sjálf heldur kerfið í kringum þau. Bekkjastærðir eru of miklar og stuðningur innan bekkjar veikur. Samkvæmt OECD skýrslu frá 2023 er Ísland með hærri nemendafjölda á hvern kennara en flest nágrannalönd. Þegar kennari hefur 25-28 nemendur verður barn sem ekki talar íslensku ósýnilegt. Móttökudeildir leysa það ekki- þær fela það. Rannsóknir á tvítyngdum nemendum sýna að tungumál lærist hraðast í félagslegum samskiptum, ekki í hliðarherbergi sem á að „undirbúa“ barnið fyrir samfélagið. Að segja að börn þurfi fyrst að læra tungumálið og síðan að verða hluti af bekknum er einfaldlega rangt. Tungumálið lærist í samfélaginu og með félagslegri þátttöku. Það er inngilding. Danmörk sýnir okkur hvað gerist ef við látum þetta þróast áfram. Þar reyndust móttökudeildir ekki vera brú heldur skurður. Börn sátu föst í sérúrræðum í eitt til fjögur ár og náðu síður fullri þátttöku í almennum bekk. Árið 2020 gaf danska menntamálaráðuneytið út opinbera áætlun þar sem viðurkennt var að þessi nálgun hafði mistekist og markmiðið var fært yfir í stuðning innan bekkjarfremur en aðgreiningu. Danmörk er því ekki fyrirmynd – heldur viðvörun. Það er líka kerfisbrestur að tala um inngildingu barna án þess að tala um inngildingu foreldra. Rannsóknir sýna að tungumálakunnátta foreldra, hefur bein áhrif á námsárangur barna.Þrátt fyrir það er íslenskukennsla fyrir foreldra veik, ósveigjanleg og illa fjármögnuð. Við erum þannig að kenna barni tungumál sem það getur ekki notað heima. Þetta allt er ekki smekksatriði. Þetta er stefna sem annaðhvort byggir upp samfélag eða endurskapar jaðarsetningu. Móttökudeildir eru ekki inngilding. Þær eru pólitískt samþykkt aðskilnaðarform með góðum ásetningi en slæmum afleiðingum. Ef við meinum eitthvað með jafnrétti í menntun, þá förum við ekki í millilausnir til að friða samviskuna. Við gerum það sem virkar: Við minnkum bekkjarstærðir.Við færum stuðning inn í bekkinn.Við tryggjum að foreldrar fái íslenskukennslu strax við komu. Inngilding gerist ekki þegar barnið er „búið að læra nóg til að vera með hinum“. Hún gerist þegar kerfið hættir að gera ráð fyrir að það þurfi að aðlagast einhliða. Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í umræðuni hefur verið mótökudeildir í skólum landsins fyrir börn af erlendum uppruna. Það er verið að kynna slíkt sem leið til að „styðja“ börn af erlendum uppruna. Það á að hjálpa þeim að læra íslensku áður en þau fara í almennan bekk. Það er meira að segja verið að selja okkur þetta sem inngildingu. Við sem vinnum með inngildingu og erum sérfæðingar í því vitum betur. Þetta hljómar fallega í pólitískum ræðum og á kynningarglærum. En staðreyndin er sú að þetta er aðskilnaður í mildari mynd. Falið inngrip sem seinkar inngildingu og festir stéttaskiptingu eftir uppruna. Ísland hefur formlega skuldbundið sig til skóla án aðgreiningar, þar sem kveðið er á um að nemendur eigi að læra saman og fá stuðning þar sem þeir eru. Ekki vera teknir frá í sérúrræði og „undirbúnir“ fyrir samfélagið. Móttökudeild nálgunganga gegn þessari meginreglu. Þær taka hóp barna út úr samfélagi með því markmiði að undirbúa þau fyrir samfélagið. Þegar þeir verða “nóg góð” þá geta þau tekið þátt. Það er hugsanavilla sem skapar aðskilnað, ekki brú. Vandinn sem móttökudeildir eiga að bregðast við er ekki börnin sjálf heldur kerfið í kringum þau. Bekkjastærðir eru of miklar og stuðningur innan bekkjar veikur. Samkvæmt OECD skýrslu frá 2023 er Ísland með hærri nemendafjölda á hvern kennara en flest nágrannalönd. Þegar kennari hefur 25-28 nemendur verður barn sem ekki talar íslensku ósýnilegt. Móttökudeildir leysa það ekki- þær fela það. Rannsóknir á tvítyngdum nemendum sýna að tungumál lærist hraðast í félagslegum samskiptum, ekki í hliðarherbergi sem á að „undirbúa“ barnið fyrir samfélagið. Að segja að börn þurfi fyrst að læra tungumálið og síðan að verða hluti af bekknum er einfaldlega rangt. Tungumálið lærist í samfélaginu og með félagslegri þátttöku. Það er inngilding. Danmörk sýnir okkur hvað gerist ef við látum þetta þróast áfram. Þar reyndust móttökudeildir ekki vera brú heldur skurður. Börn sátu föst í sérúrræðum í eitt til fjögur ár og náðu síður fullri þátttöku í almennum bekk. Árið 2020 gaf danska menntamálaráðuneytið út opinbera áætlun þar sem viðurkennt var að þessi nálgun hafði mistekist og markmiðið var fært yfir í stuðning innan bekkjarfremur en aðgreiningu. Danmörk er því ekki fyrirmynd – heldur viðvörun. Það er líka kerfisbrestur að tala um inngildingu barna án þess að tala um inngildingu foreldra. Rannsóknir sýna að tungumálakunnátta foreldra, hefur bein áhrif á námsárangur barna.Þrátt fyrir það er íslenskukennsla fyrir foreldra veik, ósveigjanleg og illa fjármögnuð. Við erum þannig að kenna barni tungumál sem það getur ekki notað heima. Þetta allt er ekki smekksatriði. Þetta er stefna sem annaðhvort byggir upp samfélag eða endurskapar jaðarsetningu. Móttökudeildir eru ekki inngilding. Þær eru pólitískt samþykkt aðskilnaðarform með góðum ásetningi en slæmum afleiðingum. Ef við meinum eitthvað með jafnrétti í menntun, þá förum við ekki í millilausnir til að friða samviskuna. Við gerum það sem virkar: Við minnkum bekkjarstærðir.Við færum stuðning inn í bekkinn.Við tryggjum að foreldrar fái íslenskukennslu strax við komu. Inngilding gerist ekki þegar barnið er „búið að læra nóg til að vera með hinum“. Hún gerist þegar kerfið hættir að gera ráð fyrir að það þurfi að aðlagast einhliða. Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun