Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Þessa vikuna fyllist miðborg Reykjavíkur af tónlist, orku og sköpun þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst enn á ný. Hátíðin hefur í rúma tvo áratugi verið einn mikilvægasti vettvangur íslenskrar tónlistar — bifröst milli íslenskrar tónlistarsenu og goðheima nútímans.Á Airwaves fá nýir og upprennandi listamenn tækifæri til að stíga á svið við hlið reyndari listamanna, kynnast fagfólki úr heiminum og kynna verk sín fyrir alþjóðlegum áhorfendum. Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref á þessari hátíð og notið árangurs langt út fyrir landsteinana. Fyrir marga hefur Iceland Airwaves verið upphafið að ferli sem breytti lífi þeirra.Þess vegna skiptir hátíðin máli — ekki aðeins sem tónlistar- og gleðihátíð, heldur sem einn öflugasti innviður íslenskrar menningar og skapandi efnahagslífs. Hún tengir fólk, kveikir vonir og skapar verðmæti.Hún er í senn vettvangur, brú og tákn um þann kraft sem býr í íslenskri tónlist.Fyrir fáum árum stóð hátíðin á illa. Þá steig SENA Live fram og bjargaði Iceland Airwaves frá glötun. Rekstur hennar hafði ratað í ógöngur, og ljóst var að grípa þyrfti til breytinga. SENA Live bauðst til og tók við keflinu með ábyrgð, sýn og kjark — og tryggði að hátíðin héldi áfram að lifa og þróast.Það hefur reynst mikið þrekvirki af þeirra hálfu – og alls ekki sjálfgefið.Mig langar með þessum línum að þakka SENU Live fyrir eljuna og baráttuna fyrir hönd íslenskrar tónlistar. Það er mitt mat að hátíðin sé nú í höndum traustra og faglegra aðila sem njóta virðingar bæði hér heima og erlendis. SENA Live er stærsti tónleikahaldari í sögu Íslands og stendur með reisn fyrir íslenska tónlist og menningu. Ég óska þeim, og öllu tónlistarfólkinu sem kemur fram þessa viku í Reykjavík, frábærrar uppskeru.Gleðilega og gefandi hátíð – sjáumst í borginni um helgina. Höfundur er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iceland Airwaves Tónleikar á Íslandi Einar Bárðarson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fyllist miðborg Reykjavíkur af tónlist, orku og sköpun þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst enn á ný. Hátíðin hefur í rúma tvo áratugi verið einn mikilvægasti vettvangur íslenskrar tónlistar — bifröst milli íslenskrar tónlistarsenu og goðheima nútímans.Á Airwaves fá nýir og upprennandi listamenn tækifæri til að stíga á svið við hlið reyndari listamanna, kynnast fagfólki úr heiminum og kynna verk sín fyrir alþjóðlegum áhorfendum. Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref á þessari hátíð og notið árangurs langt út fyrir landsteinana. Fyrir marga hefur Iceland Airwaves verið upphafið að ferli sem breytti lífi þeirra.Þess vegna skiptir hátíðin máli — ekki aðeins sem tónlistar- og gleðihátíð, heldur sem einn öflugasti innviður íslenskrar menningar og skapandi efnahagslífs. Hún tengir fólk, kveikir vonir og skapar verðmæti.Hún er í senn vettvangur, brú og tákn um þann kraft sem býr í íslenskri tónlist.Fyrir fáum árum stóð hátíðin á illa. Þá steig SENA Live fram og bjargaði Iceland Airwaves frá glötun. Rekstur hennar hafði ratað í ógöngur, og ljóst var að grípa þyrfti til breytinga. SENA Live bauðst til og tók við keflinu með ábyrgð, sýn og kjark — og tryggði að hátíðin héldi áfram að lifa og þróast.Það hefur reynst mikið þrekvirki af þeirra hálfu – og alls ekki sjálfgefið.Mig langar með þessum línum að þakka SENU Live fyrir eljuna og baráttuna fyrir hönd íslenskrar tónlistar. Það er mitt mat að hátíðin sé nú í höndum traustra og faglegra aðila sem njóta virðingar bæði hér heima og erlendis. SENA Live er stærsti tónleikahaldari í sögu Íslands og stendur með reisn fyrir íslenska tónlist og menningu. Ég óska þeim, og öllu tónlistarfólkinu sem kemur fram þessa viku í Reykjavík, frábærrar uppskeru.Gleðilega og gefandi hátíð – sjáumst í borginni um helgina. Höfundur er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar