Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2025 14:03 Strætó er með fimmtán Yutong-rafmagnsvagna (t.h.) á sínum snærum. Jóhannes Rúnar, framkvæmdastjóri Strætó, (t.v.) segir framleiðandann lítið geta ráðskast með þá vegna þess að þeir séu af eldri gerð en vagnarnir í Skandinavíu. Vísir Kínverskir rafmagnsstrætisvagnar Strætó eru svo gamlir að framleiðandi þeirra getur fátt gert við þá úr fjarlægð annað en að stöðva þá. Danir og Norðmenn kanna nú öryggisbresti í kínversku vögnunum sem eru sagðir gera framleiðanda þeirra kleift að stjórna frá Kína. Norska almenningssamgöngufyrirtækið Ruter komst nýlega að því að Yutong-bílaframleiðandinn hefði aðgang að hugbúnaði í rafstrætisvögnum sínum sem þýddi að hann gæti meðal annars stöðvað þá og gert ónothæfa. Í Danmörku segjast menn nú vinna að því að loka þessari öryggisgloppu í kjölfar fréttanna frá Noregi. Hundruð vagna af Yutong-gerð eru í Danmörku og Noregi. Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur fimmtán Yutong-rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa átt símafund með norskum og dönskum kollegum um málið, stöðuna og næstu skref. Engir vagnar hafi verið teknir úr umferð í Skandinavíu að honum vitandi. Yutong-vagnar Strætó eru frá 2018 og 2019, nokkuð eldri en þeir sem eru ráðandi í Danmörku og Noregi, að sögn Jóhannesar. Minna sé hægt að eiga við þá úr fjarlægð. „Þær upplýsingar sem við höfum er að það er mjög lítið annað hægt að gera en að stoppa þá ef eitthvað slíkt kemur upp. Það á á engan hátt að vera hægt að stýra þeim samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum,“ segir hann. Lítið mál að kveikja aftur á vögnunum YES-EU er umboðsaðili Yutong-rafmagsnvagnanna á Íslandi og í Skandinavíu. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU á Íslandi, segir eina sem framleiðandinn gæti mögulega gert við þessa eldri gerð vagna sem Strætó rekur væri að slökkva á rafhlöðu þeirra. „Í þeim ólíklegu aðstæðum að þeir myndu slökkva á batteríinu þá er ekkert mál að taka bara sim-kortið úr og setja búnað í til þess að kveikja á þeim aftur og þá er búið að klippa á Kínverjana,“ segir Hjalti við Vísi. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU ehf., umboðsaðila Yutong á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur Í vögnunum sé sendingarbúnaður sem sendir gögn til Kína til þess að framleiðandinn geti fylgst með sliti og gripið inn í fyrir bilanir. „Notendur vilja kannski frekar að þeir hafi aðgang að þessu af því að þeir eru að fylgjast með og koma í veg fyrir bilanir sem gætu orðið. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald. Þannig að við höfum litlar áhyggjur af þessu, segir Hjalti. Skoða að fjarlægja sendingarbúnað og halda gögnunum í Evrópu Í kjölfar umfjöllunarinnar í Skandinavíu vinna Yutong og YES-EU nú að lausn þar sem sendingarbúnaðurinn yrði tekinn úr sambandi og nýr hugbúnaður settur í staðinn á vegum umboðsins. Þannig yrðu öll gögn úr vögnunum áfram innan Evrópu. Hjalti bendir á að það að framleiðendur geti átt við bíla einskorðist ekki við strætisvagna. Framleiðendur rafmagnsfólksbíla geti örugglega slökkt á þeim líka. „Þetta er náttúrulega aðeins nýtt í þessum rafbílum. Þetta eru bara keyrandi tölvur liggur við sem eru sítengdar,“ segir hann. YES-EU á Íslandi er í eigu Benedikts Gísla Guðmundssonar í gegnum félagið GT Group ehf. Það er með umboð fyrir Yutong-vögnunum á Íslandi, Skandinavíu og nokkrum Evrópulöndum. Strætó Vistvænir bílar Kína Bílar Noregur Danmörk Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Norska almenningssamgöngufyrirtækið Ruter komst nýlega að því að Yutong-bílaframleiðandinn hefði aðgang að hugbúnaði í rafstrætisvögnum sínum sem þýddi að hann gæti meðal annars stöðvað þá og gert ónothæfa. Í Danmörku segjast menn nú vinna að því að loka þessari öryggisgloppu í kjölfar fréttanna frá Noregi. Hundruð vagna af Yutong-gerð eru í Danmörku og Noregi. Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur fimmtán Yutong-rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa átt símafund með norskum og dönskum kollegum um málið, stöðuna og næstu skref. Engir vagnar hafi verið teknir úr umferð í Skandinavíu að honum vitandi. Yutong-vagnar Strætó eru frá 2018 og 2019, nokkuð eldri en þeir sem eru ráðandi í Danmörku og Noregi, að sögn Jóhannesar. Minna sé hægt að eiga við þá úr fjarlægð. „Þær upplýsingar sem við höfum er að það er mjög lítið annað hægt að gera en að stoppa þá ef eitthvað slíkt kemur upp. Það á á engan hátt að vera hægt að stýra þeim samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum,“ segir hann. Lítið mál að kveikja aftur á vögnunum YES-EU er umboðsaðili Yutong-rafmagsnvagnanna á Íslandi og í Skandinavíu. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU á Íslandi, segir eina sem framleiðandinn gæti mögulega gert við þessa eldri gerð vagna sem Strætó rekur væri að slökkva á rafhlöðu þeirra. „Í þeim ólíklegu aðstæðum að þeir myndu slökkva á batteríinu þá er ekkert mál að taka bara sim-kortið úr og setja búnað í til þess að kveikja á þeim aftur og þá er búið að klippa á Kínverjana,“ segir Hjalti við Vísi. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU ehf., umboðsaðila Yutong á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur Í vögnunum sé sendingarbúnaður sem sendir gögn til Kína til þess að framleiðandinn geti fylgst með sliti og gripið inn í fyrir bilanir. „Notendur vilja kannski frekar að þeir hafi aðgang að þessu af því að þeir eru að fylgjast með og koma í veg fyrir bilanir sem gætu orðið. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald. Þannig að við höfum litlar áhyggjur af þessu, segir Hjalti. Skoða að fjarlægja sendingarbúnað og halda gögnunum í Evrópu Í kjölfar umfjöllunarinnar í Skandinavíu vinna Yutong og YES-EU nú að lausn þar sem sendingarbúnaðurinn yrði tekinn úr sambandi og nýr hugbúnaður settur í staðinn á vegum umboðsins. Þannig yrðu öll gögn úr vögnunum áfram innan Evrópu. Hjalti bendir á að það að framleiðendur geti átt við bíla einskorðist ekki við strætisvagna. Framleiðendur rafmagnsfólksbíla geti örugglega slökkt á þeim líka. „Þetta er náttúrulega aðeins nýtt í þessum rafbílum. Þetta eru bara keyrandi tölvur liggur við sem eru sítengdar,“ segir hann. YES-EU á Íslandi er í eigu Benedikts Gísla Guðmundssonar í gegnum félagið GT Group ehf. Það er með umboð fyrir Yutong-vögnunum á Íslandi, Skandinavíu og nokkrum Evrópulöndum.
Strætó Vistvænir bílar Kína Bílar Noregur Danmörk Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira