Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 15:45 JuJu Watkins byrjaði háskólaferil sinn frábærlega með USC en missir af þessu tímabili vegna meiðsla. Getty/Michael Hickey/ Körfuboltakonan JuJu Watkins hefur gengið til liðs við fjárfestahóp nýliða Boston Legacy FC í NWSL-deildinni og er þar með fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum. Hún bætist þar með í hóp fjárfesta í Boston Legacy sem inniheldur meðal annars Aliyah Boston úr Indiana Fever, leikstjórnanda Chicago Bears, Caleb Williams, Ólympíugullverðlaunahafann Aly Raisman og leikkonuna Elizabeth Banks.JuJu Watkins er stórstjarna í University of Southern California-skólanum og þykir líkleg sem framtíðarstjarna í WNBA-deildinni. NIL-tekjurnar drjúgar Hún hefur notið góðs af auglýsingatekjum sem háskólaíþróttafólk hefur fengið aðgengi að í formi svokallaðra NIL-samninga. The Legacy just added a game-changer ⭐️Basketball star JuJu Watkins is joining Boston Legacy FC as an investor, helping shape the next era of women’s sports in the city of champions. pic.twitter.com/SbTJTa6B2L— Boston Legacy FC (@NWSLBoston) November 6, 2025 Watkins hefur hlotið Naismith-verðlaunin sem besti háskólaleikmaður ársins, John R. Wooden-verðlaunin og var útnefnd leikmaður ársins af AP. Watkins mun þó ekki spila á 2025–26 tímabilinu með USC eftir að hafa slitið krossband í leik Trojans í annarri umferð gegn Mississippi State í mars. Tímamót fyrir kvennaíþróttir „Fjárfesting Juju markar tímamót fyrir kvennaíþróttir og kraft NIL,“ sagði Jennifer Epstein, eigandi Boston Legacy. „Sem fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum sýnir hún að háskólaíþróttamenn nútímans eru ekki bara að byggja upp eigin vörumerki – þeir eru að móta framtíð íþróttarinnar.“ „Við erum himinlifandi með að bjóða Juju velkomna til Boston Legacy FC á meðan við byggjum upp skriðþunga fyrir fyrsta tímabil okkar árið 2026 og opnunarleik á heimavelli þann 14. mars 2026.“ Stolt af því að vera hluti af hreyfingunni „Boston Legacy FC er að skapa vettvang fyrir konur til að ná árangri, leiða og hvetja aðra á hæsta stigi,“ sagði JuJu Watkins. „Ég er stolt af því að vera hluti af hreyfingunni sem ýtir kvennaíþróttum áfram,“ Watkins. Watkins var með 23,9 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali á öðru ári sínu með USC. Boston mun hefja leik í NWSL-deildinni árið 2026 ásamt öðru nýliði, Denver Summit, þegar deildin stækkar í 16 lið. By joining the Boston Legacy’s investor group, JuJu Watkins becomes the FIRST college athlete to directly invest in a women’s professional team. Making impacts on and off the court 🏀💚⚽️📸 @Jujubballin pic.twitter.com/vizvpZqO9C— The Women's Game (@WomensGameMIB) November 6, 2025 Háskólabolti NCAA Bandaríski fótboltinn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Hún bætist þar með í hóp fjárfesta í Boston Legacy sem inniheldur meðal annars Aliyah Boston úr Indiana Fever, leikstjórnanda Chicago Bears, Caleb Williams, Ólympíugullverðlaunahafann Aly Raisman og leikkonuna Elizabeth Banks.JuJu Watkins er stórstjarna í University of Southern California-skólanum og þykir líkleg sem framtíðarstjarna í WNBA-deildinni. NIL-tekjurnar drjúgar Hún hefur notið góðs af auglýsingatekjum sem háskólaíþróttafólk hefur fengið aðgengi að í formi svokallaðra NIL-samninga. The Legacy just added a game-changer ⭐️Basketball star JuJu Watkins is joining Boston Legacy FC as an investor, helping shape the next era of women’s sports in the city of champions. pic.twitter.com/SbTJTa6B2L— Boston Legacy FC (@NWSLBoston) November 6, 2025 Watkins hefur hlotið Naismith-verðlaunin sem besti háskólaleikmaður ársins, John R. Wooden-verðlaunin og var útnefnd leikmaður ársins af AP. Watkins mun þó ekki spila á 2025–26 tímabilinu með USC eftir að hafa slitið krossband í leik Trojans í annarri umferð gegn Mississippi State í mars. Tímamót fyrir kvennaíþróttir „Fjárfesting Juju markar tímamót fyrir kvennaíþróttir og kraft NIL,“ sagði Jennifer Epstein, eigandi Boston Legacy. „Sem fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum sýnir hún að háskólaíþróttamenn nútímans eru ekki bara að byggja upp eigin vörumerki – þeir eru að móta framtíð íþróttarinnar.“ „Við erum himinlifandi með að bjóða Juju velkomna til Boston Legacy FC á meðan við byggjum upp skriðþunga fyrir fyrsta tímabil okkar árið 2026 og opnunarleik á heimavelli þann 14. mars 2026.“ Stolt af því að vera hluti af hreyfingunni „Boston Legacy FC er að skapa vettvang fyrir konur til að ná árangri, leiða og hvetja aðra á hæsta stigi,“ sagði JuJu Watkins. „Ég er stolt af því að vera hluti af hreyfingunni sem ýtir kvennaíþróttum áfram,“ Watkins. Watkins var með 23,9 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali á öðru ári sínu með USC. Boston mun hefja leik í NWSL-deildinni árið 2026 ásamt öðru nýliði, Denver Summit, þegar deildin stækkar í 16 lið. By joining the Boston Legacy’s investor group, JuJu Watkins becomes the FIRST college athlete to directly invest in a women’s professional team. Making impacts on and off the court 🏀💚⚽️📸 @Jujubballin pic.twitter.com/vizvpZqO9C— The Women's Game (@WomensGameMIB) November 6, 2025
Háskólabolti NCAA Bandaríski fótboltinn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira