Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifa 7. nóvember 2025 09:45 Hinn áttundi nóvember er eineltisdagurinn, dagur helgaður baráttu gegn einelti. Í þeim skilningi ættu allir dagar í raun og sann að vera eineltisdagar; dagar sem minna okkur á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum í baráttu gegn þessum vágesti sem lagt hefur í rúst líf fjölmargra einstaklinga, í sumum tilvikum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Orsakirnar eru taldar vera margbreytilegar og um sumt á huldu en þó er vitað að einn helsti skaðvaldurinn er einelti. Fólk verður fyrir einelti af ýmsum sökum, börn sem þykja sérstök á einhvern hátt, vinnufélagar geta tekið upp á því að sækja að einstaklingi, eða horft fram hjá því þegar einstaklingur er beittur ofbeldi. Þá er kynferðislegt áreiti útbreitt. Í sumum tilvikum virðist sem eitthvert óeðli grípi um sig í hópi sem veldur því að hann sameinast um að veitast að einhverjum einum oftar en ekki af tilefnislausu að því er best verður séð og án þess að sá eða sú sem fyrir ofbeldinu verður hafi nokkuð til sakar unnið. Gegn neikvæðu hópefli af þessu tagi dugar ekki að þegja og leiða það hjá sér heldur ber öllum að bregðast við.Út á það gengur vitundarvakning eineltisdagsins; að vekja okkur sjálf, hvert og eitt, til eigin ábyrgðar. Dagur helgaður baráttunni gegn einelti kom fyrst til sögunnar haustið 2011 og hefur árlega verið vakin á honum athygli með ýmsum hætti. Kirkjuklukkum hefur verið hringt og eitt árið mátti heyra skipsklukkur varðskipa minna á daginn. Sú hefð mætti gjarnan festast í sessi að á hádegi þennan dag sé bjöllum hringt og flautur og horn þeytt. Þannig væri gefinn til kynna stuðningur við þennan þátt mannréttindabaráttunnar. Við undirrituð höfum undanfarin ár reynt að minna á þennan dag með ýmsum hætti, meðal annars greinarskrifum þar sem við hvetjum alla sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning til þess að láta í sér heyra á einhvern hátt á hádegi á eineltisdaginn, 8. nóvember. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og vilja til þess að rjúfa þögnina sem hefur lengi hulið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst.Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember.Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Hinn áttundi nóvember er eineltisdagurinn, dagur helgaður baráttu gegn einelti. Í þeim skilningi ættu allir dagar í raun og sann að vera eineltisdagar; dagar sem minna okkur á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum í baráttu gegn þessum vágesti sem lagt hefur í rúst líf fjölmargra einstaklinga, í sumum tilvikum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Orsakirnar eru taldar vera margbreytilegar og um sumt á huldu en þó er vitað að einn helsti skaðvaldurinn er einelti. Fólk verður fyrir einelti af ýmsum sökum, börn sem þykja sérstök á einhvern hátt, vinnufélagar geta tekið upp á því að sækja að einstaklingi, eða horft fram hjá því þegar einstaklingur er beittur ofbeldi. Þá er kynferðislegt áreiti útbreitt. Í sumum tilvikum virðist sem eitthvert óeðli grípi um sig í hópi sem veldur því að hann sameinast um að veitast að einhverjum einum oftar en ekki af tilefnislausu að því er best verður séð og án þess að sá eða sú sem fyrir ofbeldinu verður hafi nokkuð til sakar unnið. Gegn neikvæðu hópefli af þessu tagi dugar ekki að þegja og leiða það hjá sér heldur ber öllum að bregðast við.Út á það gengur vitundarvakning eineltisdagsins; að vekja okkur sjálf, hvert og eitt, til eigin ábyrgðar. Dagur helgaður baráttunni gegn einelti kom fyrst til sögunnar haustið 2011 og hefur árlega verið vakin á honum athygli með ýmsum hætti. Kirkjuklukkum hefur verið hringt og eitt árið mátti heyra skipsklukkur varðskipa minna á daginn. Sú hefð mætti gjarnan festast í sessi að á hádegi þennan dag sé bjöllum hringt og flautur og horn þeytt. Þannig væri gefinn til kynna stuðningur við þennan þátt mannréttindabaráttunnar. Við undirrituð höfum undanfarin ár reynt að minna á þennan dag með ýmsum hætti, meðal annars greinarskrifum þar sem við hvetjum alla sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning til þess að láta í sér heyra á einhvern hátt á hádegi á eineltisdaginn, 8. nóvember. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og vilja til þess að rjúfa þögnina sem hefur lengi hulið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst.Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember.Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar