Algjör óvissa með Söngvakeppnina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2025 13:54 Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu og haldið utan um Söngvakeppnina undanfarin ár. Vísir/Lýður Valberg Enn er óvissa hvað verður um Söngvakeppni Ríkisútvarpsins og frestur um að senda inn lög er enn í gildi. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvenær sá frestur rennur út en skipuleggjendur eru að sögn að skoða málið. Það ætti að skýrast á næstu dögum. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu sem haldið hefur utan um keppnina undanfarin ár. Ríkisútvarpið tilkynnti í september að Ísland myndi taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári með þeim fyrirvara að niðurstaða samráðs innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um þátttöku Ísraels lægi fyrir. Hætt var við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísrael sem fara átti fram í nóvember þegar vopnahlé tók gildi hjá Ísrael og Hamas-samtökunum. Til stendur að ræða málið á aðalfundi EBU í desember en ekki er reiknað með neinni atkvæðagreiðslu eða niðurstöðu vegna málsins. Ríkisútvarpið opnaði þann 9. september síðastliðinn fyrir innsendingar laga inn í Söngvakeppnina. Þann 3. október var svo tilkynnt að skilafrestur hefði verið framlengdur og var það þá til þess tíma er niðurstöður úr atkvæðagreiðslu EBU um þátttöku Ísraels í Eurovision myndu liggja fyrir í byrjun nóvember. Atkvæðagreiðslu sem hætt var við 13. október, tíu dögum eftir tilkynningu Ríkisútvarpsins. „Stutta svarið: Enn óvissa, erum að skoða málið. Skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Rúnar Freyr Gíslason í svari til fréttastofu um stöðu Söngvakeppninnar. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst hafa engir kynnar verið bókaðir á keppnina í ár. Í fyrra rann fresturinn út 23 dögum eftir að auglýst var eftir lögum og náði fresturinn þannig frá 20. september til 13. október. Í ár eru liðnir tæplega sextíu dagar síðan fyrst var auglýst eftir lögum. Samkvæmt heimildum Vísis hafa innsendingar laga í keppnina í ár verið töluvert færri en árin á undan og ekki að undra enda fullkomlega óljóst hvort Ísland verði yfirhöfuð meðal keppenda í Eurovision. Söngvakeppnin hefur allajafna verið sú leið sem Íslendingar hafa nýtt til að velja sér framlag sitt til Eurovision undanfarin ár og heitið sama nafni síðan 2013. Það hafa verið undantekningar líkt og árin 2004 og 2005 þegar Jónsi og Selma voru valin til þátttöku án nokkurrar keppni. Sömuleiðis fór engin keppni fram stærstan hluta tíunda áratugarins frá 1995 til 1999. Undanfarin ár hefur þó engin önnur leið verið farin til að velja framlag Íslands og myndi það því sæta töluverðum tíðindum yrði önnur leið farin í ár. Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Verkefnastjóri hjá RÚV telur afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári verði Ísrael með. Ótti hafi gripið um sig á keppninni í ár þegar það leit út fyrir að Ísrael gæti unnið keppnina. 9. september 2025 20:02 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu sem haldið hefur utan um keppnina undanfarin ár. Ríkisútvarpið tilkynnti í september að Ísland myndi taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári með þeim fyrirvara að niðurstaða samráðs innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um þátttöku Ísraels lægi fyrir. Hætt var við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísrael sem fara átti fram í nóvember þegar vopnahlé tók gildi hjá Ísrael og Hamas-samtökunum. Til stendur að ræða málið á aðalfundi EBU í desember en ekki er reiknað með neinni atkvæðagreiðslu eða niðurstöðu vegna málsins. Ríkisútvarpið opnaði þann 9. september síðastliðinn fyrir innsendingar laga inn í Söngvakeppnina. Þann 3. október var svo tilkynnt að skilafrestur hefði verið framlengdur og var það þá til þess tíma er niðurstöður úr atkvæðagreiðslu EBU um þátttöku Ísraels í Eurovision myndu liggja fyrir í byrjun nóvember. Atkvæðagreiðslu sem hætt var við 13. október, tíu dögum eftir tilkynningu Ríkisútvarpsins. „Stutta svarið: Enn óvissa, erum að skoða málið. Skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Rúnar Freyr Gíslason í svari til fréttastofu um stöðu Söngvakeppninnar. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst hafa engir kynnar verið bókaðir á keppnina í ár. Í fyrra rann fresturinn út 23 dögum eftir að auglýst var eftir lögum og náði fresturinn þannig frá 20. september til 13. október. Í ár eru liðnir tæplega sextíu dagar síðan fyrst var auglýst eftir lögum. Samkvæmt heimildum Vísis hafa innsendingar laga í keppnina í ár verið töluvert færri en árin á undan og ekki að undra enda fullkomlega óljóst hvort Ísland verði yfirhöfuð meðal keppenda í Eurovision. Söngvakeppnin hefur allajafna verið sú leið sem Íslendingar hafa nýtt til að velja sér framlag sitt til Eurovision undanfarin ár og heitið sama nafni síðan 2013. Það hafa verið undantekningar líkt og árin 2004 og 2005 þegar Jónsi og Selma voru valin til þátttöku án nokkurrar keppni. Sömuleiðis fór engin keppni fram stærstan hluta tíunda áratugarins frá 1995 til 1999. Undanfarin ár hefur þó engin önnur leið verið farin til að velja framlag Íslands og myndi það því sæta töluverðum tíðindum yrði önnur leið farin í ár.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Verkefnastjóri hjá RÚV telur afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári verði Ísrael með. Ótti hafi gripið um sig á keppninni í ár þegar það leit út fyrir að Ísrael gæti unnið keppnina. 9. september 2025 20:02 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Verkefnastjóri hjá RÚV telur afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári verði Ísrael með. Ótti hafi gripið um sig á keppninni í ár þegar það leit út fyrir að Ísrael gæti unnið keppnina. 9. september 2025 20:02