Innlent

Sak­sóknari hand­tekinn við skemmti­stað í sumar

Árni Sæberg skrifar
Karl Ingi Vilbergsson er saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara.
Karl Ingi Vilbergsson er saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm

Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari var handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og vistaður í fangaklefa. Hann segist engin lög hafa brotið.

Ríkisútvarpið greinir frá því að Karl Ingi hafi verið handtekinn þann 9. ágúst eftir að dyraverðir á skemmtistað kölluðu til lögreglu vegna orðaskaks við Karl Inga og fleiri gesti staðarins.

Hann hafi verið látinn gista fangageymslur og síðar verið boðið að ljúka málinu með sekt. Hann hafi neitað að greiða sektina og borið fyrir sig að hann hefði ekkert ólöglegt gert.

Í samtali við Vísi segist Karl Ingi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir þó að eins og málið lítur við honum hafi hann engin lög brotið og ekkert afbrot hafi verið framið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×