Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2025 11:00 Florian Wirtz er næstdýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. epa/ADAM VAUGHAN Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, tekur ekki undir með Arsene Wenger að koma Florians Wirtz hafi eyðilagt miðju Rauða hersins. Fyrr í vikunni sagði Wenger að Liverpool hafi eyðilagt miðjuna sína, sem virkaði svo vel á síðasta tímabili, með því að nota Wirtz í stöðu framliggjandi miðjumanns. Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu saman á miðju Liverpool í sigrinum á Real Madrid á þriðjudaginn, 1-0, en Wirtz var á vinstri kantinum. „Allir hafa rétt á sinni skoðun,“ sagði Slot er ummæli Wengers voru borin undir hann á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. „Við erum með 5-6 mjög góða miðjumenn sem geta allir spilað saman en þeir þurfa að spila meira saman til að ná því besta fram úr hverjum og einum. Florian þarf tíma til aðlagast liðsfélögum sínum og þeir þurfa tíma til að aðlagast honum. Núna spilaði hann á vinstri kantinum en ég get sagt ykkur, jafnvel þótt það sé ekki á morgun, að hann mun spila frábærlega sem miðjumaður með Liverpool.“ Snýst ekki um einn leikmann Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool og ekki enn komið með beinum hætti að marki í ensku úrvalsdeildinni. Slot er samt ekki í neinum vafa um að þýski landsliðsmaðurinn muni blómstra í enska boltanum, sem framliggjandi miðjumaður eða inndreginn kantmaður. „Hann hefur hæfileikana til þess en þetta snýst ekki um einn leikmann. Þetta snýst líka um liðið. Þegar Xabi Alonso kom inn hjá Leverkusen var hann að mestu notaður sem inndreginn kantmaður í leikkerfinu 3-4-3 en fyrir það var hann aðallega notaður sem framliggjandi miðjumaður. Í landsliðinu spilar hann líka sem inndreginn kantmaður,“ sagði Slot. „Fyrir mig er áskorunin að koma honum í þessar stöður, sem inndreginn kantmaður eða tía, í kringum vítateiginn þar sem samherjar hans þurfa að finna hann á rétta tímapunktinum því þá gerir hann eitthvað sérstakt. Hann gerir þetta fyrir landsliðið, gerði þetta fyrir Leverkusen og hefur einnig gert þetta fyrir okkur.“ Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. City er svo í 2. sætinu með nítján stig. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:50. Enski boltinn Tengdar fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03 Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Fyrr í vikunni sagði Wenger að Liverpool hafi eyðilagt miðjuna sína, sem virkaði svo vel á síðasta tímabili, með því að nota Wirtz í stöðu framliggjandi miðjumanns. Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu saman á miðju Liverpool í sigrinum á Real Madrid á þriðjudaginn, 1-0, en Wirtz var á vinstri kantinum. „Allir hafa rétt á sinni skoðun,“ sagði Slot er ummæli Wengers voru borin undir hann á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. „Við erum með 5-6 mjög góða miðjumenn sem geta allir spilað saman en þeir þurfa að spila meira saman til að ná því besta fram úr hverjum og einum. Florian þarf tíma til aðlagast liðsfélögum sínum og þeir þurfa tíma til að aðlagast honum. Núna spilaði hann á vinstri kantinum en ég get sagt ykkur, jafnvel þótt það sé ekki á morgun, að hann mun spila frábærlega sem miðjumaður með Liverpool.“ Snýst ekki um einn leikmann Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool og ekki enn komið með beinum hætti að marki í ensku úrvalsdeildinni. Slot er samt ekki í neinum vafa um að þýski landsliðsmaðurinn muni blómstra í enska boltanum, sem framliggjandi miðjumaður eða inndreginn kantmaður. „Hann hefur hæfileikana til þess en þetta snýst ekki um einn leikmann. Þetta snýst líka um liðið. Þegar Xabi Alonso kom inn hjá Leverkusen var hann að mestu notaður sem inndreginn kantmaður í leikkerfinu 3-4-3 en fyrir það var hann aðallega notaður sem framliggjandi miðjumaður. Í landsliðinu spilar hann líka sem inndreginn kantmaður,“ sagði Slot. „Fyrir mig er áskorunin að koma honum í þessar stöður, sem inndreginn kantmaður eða tía, í kringum vítateiginn þar sem samherjar hans þurfa að finna hann á rétta tímapunktinum því þá gerir hann eitthvað sérstakt. Hann gerir þetta fyrir landsliðið, gerði þetta fyrir Leverkusen og hefur einnig gert þetta fyrir okkur.“ Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. City er svo í 2. sætinu með nítján stig. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:50.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03 Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03