Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar 8. nóvember 2025 14:31 Ég man þegar fjölbreytnin á Ísafirði fólst í því hvort fiskurinn var steiktur eða soðinn. Samfélagið var einsleitt og einfalt – brún augu voru jafnvel framandi. Allir þekktu alla – og allir höfðu sitt hlutverk. Börn voru kennd við mæður sínar, það var Gamla bakaríið, Prentsmiðjan og Kaupfélagið, og menn fengu misskemmtileg viðurnefni – allt saman kunnugleg stef úr sjávarbyggðum fortíðarinnar. Ísafjörður var í okkar huga nafli alheimsins. Við vorum sannfærð um að ef við hættum að skaffa til þjóðarbúsins myndi það einfaldlega hrynja. Við héldum Íslandi uppi með okkar framlagi – þetta var okkur kennt og var aldrei nein spurning. Svo hurfu kvótinn og skipin - en það er önnur saga. Þá var „útlendingur“ ekki endilega sá sem kom frá framandi heimsálfum – heldur sá sem kom frá öðrum stöðum á Íslandi, og þá sérstaklega að sunnan. Þeir voru kallaðir utanbæjarmenn – og það sama gilti víða um land. Aðflutt fólk var kallað utanbæjarpakk og sumstaðar aðfluttir andskotar. Það var jafnvel talað um flækinga sem hvergi tolldu, höfðu aldrei migið í saltan sjó og töldu verðmæti verða til á skrifstofum í Reykjavík – alla vega þeir að sunnan. Svo þegar ég flutti til höfuðborgarinnar heyrði ég talað um fákunnandi sveitalýð og flóttafólk, sem flúði horkið í sveitunum, til að þéna á mölinni. Vissulega hefur samfélagið okkar breyst mikið á síðustu áratugum – en höfum við sjálf eitthvað breyst - eða höfum við bara víkkað út hugtakið „utanbæjarfólk“? Það sem áður var einhver úr Reykjavík kemur nú lengra að. Sennilega er fjölmenning hvorki himnasending né vágestur. Hún er bara lífið sjálft – á endalausri hreyfingu. Hún getur verið flókin, krefjandi og stundum ögrandi – en hún er ekki ný. Við höfum alltaf verið á ferðinni frá örófi alda, ein eða í flokkum, þvælst um jörðina í leit að betra lífi - alltaf verið annaðhvort útlendingar eða utanbæjarfólk. Það má sjá nýtt fólk sem ógnun — líka sem tækifæri til að rifja upp hver við erum. Spyrja okkur: Hvaðan komum við? Hvað í sjálfsmynd okkar er kjarni og hvað er bara arfur sem við höfum aldrei endurskoðað? Hverju getum við deilt, hvað getum við lært — og hverju getum við sleppt? Og ef við erum heiðarleg, þá erum við sjálf bara utanbæjarfólk frá ýmsum tímum, sem fann sér stað á Íslandi. Kannski er það besta sem utanbæjarmaður gerir fyrir samfélag er að hrista aðeins upp í sjálfsmyndinni. Samfélag mótast ekki í tómarúmi, heldur í samtalinu um það hvers vegna við erum hér og hvernig við ætlum að vera hér saman. Og ef sagan kennir okkur eitthvað, þá höfum við lært að ekkert samfélag hversu aumt eða voldugt það er, stendur kyrrt. Það er langur vegur frá Ísafirði áttunda áratugarins til nútímans og þótt við værum handviss um að Ísafjörður væri nafli alheimsins og héldi uppi Íslandi – þá vitum við í betur í dag . Enginn heldur uppi samfélagi nema með sameiginlegu átaki allra sem þar búa. Kælum aðeins þjóðernishyggjuna - hún hefur sjaldan reynst uppbyggjandi afl. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Flóttafólk á Íslandi Martha Árnadóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Ég man þegar fjölbreytnin á Ísafirði fólst í því hvort fiskurinn var steiktur eða soðinn. Samfélagið var einsleitt og einfalt – brún augu voru jafnvel framandi. Allir þekktu alla – og allir höfðu sitt hlutverk. Börn voru kennd við mæður sínar, það var Gamla bakaríið, Prentsmiðjan og Kaupfélagið, og menn fengu misskemmtileg viðurnefni – allt saman kunnugleg stef úr sjávarbyggðum fortíðarinnar. Ísafjörður var í okkar huga nafli alheimsins. Við vorum sannfærð um að ef við hættum að skaffa til þjóðarbúsins myndi það einfaldlega hrynja. Við héldum Íslandi uppi með okkar framlagi – þetta var okkur kennt og var aldrei nein spurning. Svo hurfu kvótinn og skipin - en það er önnur saga. Þá var „útlendingur“ ekki endilega sá sem kom frá framandi heimsálfum – heldur sá sem kom frá öðrum stöðum á Íslandi, og þá sérstaklega að sunnan. Þeir voru kallaðir utanbæjarmenn – og það sama gilti víða um land. Aðflutt fólk var kallað utanbæjarpakk og sumstaðar aðfluttir andskotar. Það var jafnvel talað um flækinga sem hvergi tolldu, höfðu aldrei migið í saltan sjó og töldu verðmæti verða til á skrifstofum í Reykjavík – alla vega þeir að sunnan. Svo þegar ég flutti til höfuðborgarinnar heyrði ég talað um fákunnandi sveitalýð og flóttafólk, sem flúði horkið í sveitunum, til að þéna á mölinni. Vissulega hefur samfélagið okkar breyst mikið á síðustu áratugum – en höfum við sjálf eitthvað breyst - eða höfum við bara víkkað út hugtakið „utanbæjarfólk“? Það sem áður var einhver úr Reykjavík kemur nú lengra að. Sennilega er fjölmenning hvorki himnasending né vágestur. Hún er bara lífið sjálft – á endalausri hreyfingu. Hún getur verið flókin, krefjandi og stundum ögrandi – en hún er ekki ný. Við höfum alltaf verið á ferðinni frá örófi alda, ein eða í flokkum, þvælst um jörðina í leit að betra lífi - alltaf verið annaðhvort útlendingar eða utanbæjarfólk. Það má sjá nýtt fólk sem ógnun — líka sem tækifæri til að rifja upp hver við erum. Spyrja okkur: Hvaðan komum við? Hvað í sjálfsmynd okkar er kjarni og hvað er bara arfur sem við höfum aldrei endurskoðað? Hverju getum við deilt, hvað getum við lært — og hverju getum við sleppt? Og ef við erum heiðarleg, þá erum við sjálf bara utanbæjarfólk frá ýmsum tímum, sem fann sér stað á Íslandi. Kannski er það besta sem utanbæjarmaður gerir fyrir samfélag er að hrista aðeins upp í sjálfsmyndinni. Samfélag mótast ekki í tómarúmi, heldur í samtalinu um það hvers vegna við erum hér og hvernig við ætlum að vera hér saman. Og ef sagan kennir okkur eitthvað, þá höfum við lært að ekkert samfélag hversu aumt eða voldugt það er, stendur kyrrt. Það er langur vegur frá Ísafirði áttunda áratugarins til nútímans og þótt við værum handviss um að Ísafjörður væri nafli alheimsins og héldi uppi Íslandi – þá vitum við í betur í dag . Enginn heldur uppi samfélagi nema með sameiginlegu átaki allra sem þar búa. Kælum aðeins þjóðernishyggjuna - hún hefur sjaldan reynst uppbyggjandi afl. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun