Fótbolti

Inter missti niður tveggja marka for­skot

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk á sig tvö mörk gegn Sassuolo.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk á sig tvö mörk gegn Sassuolo. getty/Massimo Insabato

Lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Inter, fór illa að ráði sínu gegn Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2.

Inter komst í 2-0 en missti forskotið niður og tapaði tveimur stigum.

Cecilía stóð á milli stanganna hjá Inter en Karólína kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Inter vann fyrsta leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum.

Inter er í 6. sæti deildarinnar með sex stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×