Körfubolti

Kefl­víkingar bæta fram­herja frá Slóveníu í hópinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Mirza tekur lagið fyrir stuðningsfólk Grupo Alega Cantabria
Mirza tekur lagið fyrir stuðningsfólk Grupo Alega Cantabria Mynd basketpasion.es

Keflvíkingar hafa bætt við sig liðsstyrk í teiginn í baráttunni í Bónus deild karla en slóvenski framherjinn Mirza Bulić er nýjasti leikmaður liðsins.

Bulić er 207 cm hár og 33 ára gamall framherji og hefur leikið á Spáni síðan 2016 en kemur til Keflvíkinga frá Mexíkó. Á sínu síðasta tímabili á Spáni skilaði hann rúmum þrettán stigum í leik og sex fráköstum með Cantabria í B-deildinni.

Keflvíkingar hafa farið ágætlega af stað í deildinni í haust en liðið tapaði í gær sínum öðrum leik þegar liðið sótti Grindavík heim. Nú er bara spurningin hvort Bulić eigi að leysa einhvern af erlendu leikmönnum liðsins af hólmi eða hvort þeir verði fjórir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×