Fótbolti

Al­gjör markaþurrð í Seríu A

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn Verona bíða enn eftir fyrsta sigri tímabilsins
Leikmenn Verona bíða enn eftir fyrsta sigri tímabilsins Vísir/Getty

Þrír leikir fóru fram í dag í Seríu A á Ítalíu og lauk þeim öllum með markalausu jafntefli.

Como missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni þegar liðið gerði 0-0 jafntefli gegn Cagliari. Í botnslag Lecce og Verona hefðu gestirnir frá Verona getað komið sér úr fallsæti en eitt stig úr 0-0 jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið.

Þá var Juventus í dauðafæri til þess að klóra sig ofar í töfluna þegar liðið tók á móti Toriono. Sigur hjá heimamönnum hefði jafnað liðin í 2. -4. sæti að stigum en jafntefli lyftir liðinu þó í 5. sæti, stigi á undan Bologna sem á leik til góða.

Síðasti leikur kvöldsins er svo viðureign Parma og Milan en gamla stórveldið Parma hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum og er einu stigi frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×