Fótbolti

Hvetur Napólí til að sækja ó­á­nægðan Main­oo

Siggeir Ævarsson skrifar
Kobbie Mainoo virðist ekki vera í náðinni hjá Ruben Amorim
Kobbie Mainoo virðist ekki vera í náðinni hjá Ruben Amorim Vísir/Getty

Kobbie Maino hefur aðeins spilað 138 mínútur fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Fyrrum liðsfélagi hans, Scott McTominay, vill ólmur fá hann til Napólí.

Þetta hefur breski miðillinn The Sun eftir heimildarmönnum sínum og segir að McTominay hafi rætt við Antonio Conte, knattspyrnustjóra Napólí, að sæta lagi og reyna að lokka Mainoo frá United.

Hinn tvítugi Mainoo virðist vera ansi aftarlega í goggunarröðunni á Old Trafford um þessar mundir og þá er hann einnig á lægstu laununumm af leikmönnum aðalliðsins sem er eflaust ekki til að bæta geð hans.

Mainoo hefur þegar leikið tíu landsleiki fyrir England og var hluti af liðinu á EM 2024 en það verður að teljast ólíklegt að hann komist í hópinn fyrir HM 2026 ef hann fær ekki meiri spilatíma á næstunni.

McTominay gekk sjálfur í raðir Napólí í upphafi síðasta tímabils og hefur blómstrað á Ítalíu en hann skoraði tólf mörk í Seríu A þegar liðið vann deildina og varð einnig 18. í Ballon d’Or kjörinu,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×