Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Agnar Már Másson skrifar 9. nóvember 2025 07:51 Strendur Tenerife eru ekki allar öruggar um þessar mundir og sumir ferðamenn hafa hundsað fyrrmælum á viðvörunarskiltum. Getty Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn. EFE greinir frá ölduganginum á eyjunni, sem er vinsæll ferðamannastaður Íslendinga. Fyrsta atvikið hafi orðið á Roque de Las Bodegas-ströndinni í Taganana, í Santa Cruz de Tenerife, þar sem sex franskir ferðamenn slösuðust þegar þeir féllu í sjóinn vegna sjógangs. Sjúkraþyrla flutti konu á Háskólasjúkrahúsið Nuestra Señora de la Candelaria en hún var með nokkuð alvarlega áverka. Konan var síðar úrskurðuð látin. Hinir voru með minniháttar áverka en leggja þurfti fjóra þeirra inn á sjúkrahús og sá fimmti fékk aðhlynningu á slysstað. EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni að sjógangurinn hafi hrifið fólkið með sér eftir að það hunsaði viðvörunarskilti sem komið hafði verið upp á svæðinu. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Síðar, um klukkan 14, var viðbragðsaðilum tilkynnt að maður hefði fundist látinn í sjónum við El Cabezo-ströndina í Granadilla de Abona, á sunnanverðri eyjunni. Endurlífgunartilraunir gengu ekki upp og var maðurinn því úrskurðaður látinn á vettvangi. Klukkustund síðar, um klukkan 15, hreif alda aðra tíu manns með sér í sjóinn við bryggjuna í Puerto de la Cruz, á norðanverðri eyjunni. Lögreglumenn og aðrir viðstaddir björguðu þeim sem féllu í sjóinn. Þar báru endurlífgunartilraunir heldur engan árangur og var konan því úrskurðuð látin á vettvangi. Að auki voru þrír aðrir með alvarlega áverka, fjórir með tiltölulega alvarlega og tveir með minni háttar áverka, og voru þeir fluttir á mismunandi sjúkrastofnanir. Viðbragðsaðilar hafa minnt á að Kanaríeyjar séu í viðbragðsstöðu vegna óveðurs við ströndina og hafa beðið fólk um að sýna fyllstu aðgát, halda sig ekki á ystu nöf á bryggjum eða grjótgörðum, né heldur hætta sér til að taka myndir eða myndbönd nálægt öldubroti. Fólki er bent á að fylgja fyrirmælum strandvarða. Spánn Kanaríeyjar Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
EFE greinir frá ölduganginum á eyjunni, sem er vinsæll ferðamannastaður Íslendinga. Fyrsta atvikið hafi orðið á Roque de Las Bodegas-ströndinni í Taganana, í Santa Cruz de Tenerife, þar sem sex franskir ferðamenn slösuðust þegar þeir féllu í sjóinn vegna sjógangs. Sjúkraþyrla flutti konu á Háskólasjúkrahúsið Nuestra Señora de la Candelaria en hún var með nokkuð alvarlega áverka. Konan var síðar úrskurðuð látin. Hinir voru með minniháttar áverka en leggja þurfti fjóra þeirra inn á sjúkrahús og sá fimmti fékk aðhlynningu á slysstað. EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni að sjógangurinn hafi hrifið fólkið með sér eftir að það hunsaði viðvörunarskilti sem komið hafði verið upp á svæðinu. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Síðar, um klukkan 14, var viðbragðsaðilum tilkynnt að maður hefði fundist látinn í sjónum við El Cabezo-ströndina í Granadilla de Abona, á sunnanverðri eyjunni. Endurlífgunartilraunir gengu ekki upp og var maðurinn því úrskurðaður látinn á vettvangi. Klukkustund síðar, um klukkan 15, hreif alda aðra tíu manns með sér í sjóinn við bryggjuna í Puerto de la Cruz, á norðanverðri eyjunni. Lögreglumenn og aðrir viðstaddir björguðu þeim sem féllu í sjóinn. Þar báru endurlífgunartilraunir heldur engan árangur og var konan því úrskurðuð látin á vettvangi. Að auki voru þrír aðrir með alvarlega áverka, fjórir með tiltölulega alvarlega og tveir með minni háttar áverka, og voru þeir fluttir á mismunandi sjúkrastofnanir. Viðbragðsaðilar hafa minnt á að Kanaríeyjar séu í viðbragðsstöðu vegna óveðurs við ströndina og hafa beðið fólk um að sýna fyllstu aðgát, halda sig ekki á ystu nöf á bryggjum eða grjótgörðum, né heldur hætta sér til að taka myndir eða myndbönd nálægt öldubroti. Fólki er bent á að fylgja fyrirmælum strandvarða.
Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Spánn Kanaríeyjar Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira