Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2025 19:00 Páll Pálsson fasteignasali er vongóður um að farsæl lausn finnist á málinu. Vísir/Arnar Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Seðlabankinn kynnti ný vaxtaviðmið fyrir helgi sem ætlað er að eyða óvissu á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Hagfræðingur hefur sagt viðmiðin óskýr en þar til í dag hefur verið óvíst hvernig viðskiptabankarnir muni bregðast við. Íslandsbanki kynnti rétt fyrir fréttir nýtt lánaframboð verðtryggðra lána og þá mun Arion banki kynna sitt í vikunni. Páll Pálsson fasteignasali segist vongóður um að óvissunni á markaðnum verði nú loksins eytt. Hafi beinan hag að lausn „Það kemur allavega einhver lausn á þessu og ég trúi því að þetta muni losa þá stíflu sem er á markaðnum,“ segir Páll. Enn sé margt á huldu hvað varði nýju vaxtaviðniðin og forvitnilegt verði að sá hvernig bankarnir bregðist við. „Þeir hafa beinan hag að því sjálfir að finna einhverja góða lausn á þessu og af mínum samskiptum við þessa banka sem ég tengist hvað mest, er ég bjartsýnn að það komi lausn í vikunni en ég veit ekki hvernig lausnin verður og það er óvissan. Ég veit ekki hvernig þetta verður reiknað út en þeir hljóta að koma með lausn sem er hagkvæm fyrir alla, bæði bankana og neytendur.“ Tvö önnur vaxtamál gegn Arion banka og Landsbankanum eru á dagskrá Hæstaréttar í desember og byrjun janúar. „Þetta verður einhverskonar skammtímalausn þar til dómurinn í desember kemur. Þá fara menn í að nota jólin og áramót, jafnvel byrjun janúar til þess að í raun og veru teikna upp nýja skilmála á sínum lánum sem verða til framtíðar.“ Núverandi ástand hafi orðið til þess að allir hafi haldið að sér höndum, líka seljendur. „Þeir vilja sjá hvað gerist og ég vona svo innilega að það komi einhverjar raunhæfar, góðar lausnir sem leysa þetta vandamál. Í raun og veru er þetta ekki húsnæðisvandamál, þetta er fjármálavandamál og ég er sannfærður um það að hagsmunirnir fyrir alla eru svo ofboðslega miklir að hafa þetta kerfi í lagi.“ Fasteignamarkaður Neytendur Lánamál Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 8. nóvember 2025 13:04 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Seðlabankinn kynnti ný vaxtaviðmið fyrir helgi sem ætlað er að eyða óvissu á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Hagfræðingur hefur sagt viðmiðin óskýr en þar til í dag hefur verið óvíst hvernig viðskiptabankarnir muni bregðast við. Íslandsbanki kynnti rétt fyrir fréttir nýtt lánaframboð verðtryggðra lána og þá mun Arion banki kynna sitt í vikunni. Páll Pálsson fasteignasali segist vongóður um að óvissunni á markaðnum verði nú loksins eytt. Hafi beinan hag að lausn „Það kemur allavega einhver lausn á þessu og ég trúi því að þetta muni losa þá stíflu sem er á markaðnum,“ segir Páll. Enn sé margt á huldu hvað varði nýju vaxtaviðniðin og forvitnilegt verði að sá hvernig bankarnir bregðist við. „Þeir hafa beinan hag að því sjálfir að finna einhverja góða lausn á þessu og af mínum samskiptum við þessa banka sem ég tengist hvað mest, er ég bjartsýnn að það komi lausn í vikunni en ég veit ekki hvernig lausnin verður og það er óvissan. Ég veit ekki hvernig þetta verður reiknað út en þeir hljóta að koma með lausn sem er hagkvæm fyrir alla, bæði bankana og neytendur.“ Tvö önnur vaxtamál gegn Arion banka og Landsbankanum eru á dagskrá Hæstaréttar í desember og byrjun janúar. „Þetta verður einhverskonar skammtímalausn þar til dómurinn í desember kemur. Þá fara menn í að nota jólin og áramót, jafnvel byrjun janúar til þess að í raun og veru teikna upp nýja skilmála á sínum lánum sem verða til framtíðar.“ Núverandi ástand hafi orðið til þess að allir hafi haldið að sér höndum, líka seljendur. „Þeir vilja sjá hvað gerist og ég vona svo innilega að það komi einhverjar raunhæfar, góðar lausnir sem leysa þetta vandamál. Í raun og veru er þetta ekki húsnæðisvandamál, þetta er fjármálavandamál og ég er sannfærður um það að hagsmunirnir fyrir alla eru svo ofboðslega miklir að hafa þetta kerfi í lagi.“
Fasteignamarkaður Neytendur Lánamál Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 8. nóvember 2025 13:04 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 8. nóvember 2025 13:04