COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar 10. nóvember 2025 09:02 COP30 og skógurinn Í þrjátíu ár hafa þjóðir heims hist einu sinni á ári til að ræða hvort og hvernig þær ætla að halda hlýnun jarðar innan þeirra marka sem við getum áfram búið í flestum löndum, stundað landbúnað og notið lífsins. Það er ekki ofsögum sagt að það sé mikilvægt samtal sem eigi sér stað á þessum fundum þó þeir beri skriffinnskulegasta heiti allra tíma: Conference Of the Parties (COP) of the United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC) sem þýðist sem aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Síðan er bætt við tölu, fyrsti fundurinn var númer 1 og í ár er fundur númer 30. Fyrir tíu árum var Parísarsamkomulagið samþykkt. Í ár funda aðildarríkin hjá Amazon skóginum og munu væntanlega tilkynna stórtækar áætlanir um aukna skógrækt í lok fundar. Ísland og markmiðin Á COP30 kynnir Ísland markmið sem landið ætlar að standa við án tillits til þess hvað önnur lönd gera. Þau miða að því að draga mjög mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þetta eru markmið um 50-55% samdrátt í samfélagslosun árið 2035 miðað við 2005, samdrátt í losun frá landi um 400-500 kt CO2íg árið 2035 miðað við 2025 og stuðning við tæknilausnir sem myndu nýtast atvinnulífinu sem fellur undir ETS kerfið. Það hefur þegar komið fram gagnrýni á þann veg að þetta sé ekki nóg ásamt ábendingu um að stjórnvöld drógu úr samfélagslosun um 7,7% á 20 árum en ætla nú að draga úr þeirri losun um 50% á 10 árum. Orðin hafa lengi verið vel valin; kolefnishlutleysi, sjálfbærni, hagsæld og lífsgæði. Skrefin hafa látið á sér standa. Vonandi breytist það núna. Við getum fylgst með því í rauntíma hvaða árangri er náð innanlands á CO2.is. Batnandi stjórnmálamönnum er best að lifa og halda til Brasilíu að reyna að viðhalda heimi þar sem hægt er að rækta mat svo fólk svelti ekki og líka góðgæti á borð við kaffi og súkkulaði. Heimi þar sem aðrar lífverur þrífast áfram á jörðinni með okkur, líka bleikir ferskvatnshöfrungar. Fornaldarfrægð og frami Ákveðinn misskilningur hefur lengi verið við lýði á Íslandi um að við höfum staðið okkur svo vel fyrir hálfri öld að við þurfum varla að gera neitt til viðbótar. Við hitum húsin okkar með jarðhita og nýtum endurnýjanlega orku til rafmagnsframleiðslu. Við gætum verið fyrirmynd annarra þjóða. Þetta var vissulega vel gert og við erum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Það er samt ekki nóg. Loftslagsmarkmiðin miða nefnilega við losun árið 2005. Við verðum að losa minna af gróðurhúsalofttegundum heldur en við gerðum árið 2005. Þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum og mikla fjölgun íbúa. Loftslaginu er sama þó okkur fjölgi. Við höfum sparað okkur milljarða á milljarða ofan með því að nýta jarðvarma í stað olíu til húshitunar í áratugi. Við höfum einangrað orkukerfið okkar fyrir áföllum með því að framleiða rafmagn með innlendum orkugjöfum. Þrátt fyrir þessa jákvæðu reynslu af orkuskiptum hefur íslenskum stjórnvöldum enn ekki tekist að klára orkuskipti í samgöngum, bæta almenningssamgöngur og efla virka samgöngumáta þó svo að það sé lykilaðgerð að mati Loftslagsráðs að draga úr losun frá vegasamgöngum. Lífsskilyrði og loftslagsvá Eitt af því sem er mikilvægt að skilja betur er hvaða áhrif loftslagsbreytingar munu hafa á Íslandi. Hvaða beinu áhrif gætu þau haft á líf okkar, barnanna og barnabarnanna? Munum við horfa á jöklana bráðna? Mun Ísland standa undir nafni í framtíðinni? Verður hafið súrt? Munu þeir fiska sem róa? Í von um að skilja þetta allt saman betur býður málefnaráð Viðreisnar til opins fundar á fimmtudaginn um Veltihringrás hafsins og áhrif á lífsskilyrði við Ísland þar sem dr. Halldór Björnsson frá Veðurstofu Íslands mun ræða vísindalega um þetta málefni. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember kl 20:00 á Suðurlandsbraut 22. Á síðari hluta fundar verður opið samtal um hvaða þætti loftslagsmála er ástæða til þess að ræða betur í vetur. Verið öll velkomin á fundinn þar sem það er alveg augljóst að loftslagsmálin leysum við ekki öðruvísi en með samstarfi þvert á bæði flokka og landamæri. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varaformaður málefnaráðs Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
COP30 og skógurinn Í þrjátíu ár hafa þjóðir heims hist einu sinni á ári til að ræða hvort og hvernig þær ætla að halda hlýnun jarðar innan þeirra marka sem við getum áfram búið í flestum löndum, stundað landbúnað og notið lífsins. Það er ekki ofsögum sagt að það sé mikilvægt samtal sem eigi sér stað á þessum fundum þó þeir beri skriffinnskulegasta heiti allra tíma: Conference Of the Parties (COP) of the United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC) sem þýðist sem aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Síðan er bætt við tölu, fyrsti fundurinn var númer 1 og í ár er fundur númer 30. Fyrir tíu árum var Parísarsamkomulagið samþykkt. Í ár funda aðildarríkin hjá Amazon skóginum og munu væntanlega tilkynna stórtækar áætlanir um aukna skógrækt í lok fundar. Ísland og markmiðin Á COP30 kynnir Ísland markmið sem landið ætlar að standa við án tillits til þess hvað önnur lönd gera. Þau miða að því að draga mjög mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þetta eru markmið um 50-55% samdrátt í samfélagslosun árið 2035 miðað við 2005, samdrátt í losun frá landi um 400-500 kt CO2íg árið 2035 miðað við 2025 og stuðning við tæknilausnir sem myndu nýtast atvinnulífinu sem fellur undir ETS kerfið. Það hefur þegar komið fram gagnrýni á þann veg að þetta sé ekki nóg ásamt ábendingu um að stjórnvöld drógu úr samfélagslosun um 7,7% á 20 árum en ætla nú að draga úr þeirri losun um 50% á 10 árum. Orðin hafa lengi verið vel valin; kolefnishlutleysi, sjálfbærni, hagsæld og lífsgæði. Skrefin hafa látið á sér standa. Vonandi breytist það núna. Við getum fylgst með því í rauntíma hvaða árangri er náð innanlands á CO2.is. Batnandi stjórnmálamönnum er best að lifa og halda til Brasilíu að reyna að viðhalda heimi þar sem hægt er að rækta mat svo fólk svelti ekki og líka góðgæti á borð við kaffi og súkkulaði. Heimi þar sem aðrar lífverur þrífast áfram á jörðinni með okkur, líka bleikir ferskvatnshöfrungar. Fornaldarfrægð og frami Ákveðinn misskilningur hefur lengi verið við lýði á Íslandi um að við höfum staðið okkur svo vel fyrir hálfri öld að við þurfum varla að gera neitt til viðbótar. Við hitum húsin okkar með jarðhita og nýtum endurnýjanlega orku til rafmagnsframleiðslu. Við gætum verið fyrirmynd annarra þjóða. Þetta var vissulega vel gert og við erum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Það er samt ekki nóg. Loftslagsmarkmiðin miða nefnilega við losun árið 2005. Við verðum að losa minna af gróðurhúsalofttegundum heldur en við gerðum árið 2005. Þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum og mikla fjölgun íbúa. Loftslaginu er sama þó okkur fjölgi. Við höfum sparað okkur milljarða á milljarða ofan með því að nýta jarðvarma í stað olíu til húshitunar í áratugi. Við höfum einangrað orkukerfið okkar fyrir áföllum með því að framleiða rafmagn með innlendum orkugjöfum. Þrátt fyrir þessa jákvæðu reynslu af orkuskiptum hefur íslenskum stjórnvöldum enn ekki tekist að klára orkuskipti í samgöngum, bæta almenningssamgöngur og efla virka samgöngumáta þó svo að það sé lykilaðgerð að mati Loftslagsráðs að draga úr losun frá vegasamgöngum. Lífsskilyrði og loftslagsvá Eitt af því sem er mikilvægt að skilja betur er hvaða áhrif loftslagsbreytingar munu hafa á Íslandi. Hvaða beinu áhrif gætu þau haft á líf okkar, barnanna og barnabarnanna? Munum við horfa á jöklana bráðna? Mun Ísland standa undir nafni í framtíðinni? Verður hafið súrt? Munu þeir fiska sem róa? Í von um að skilja þetta allt saman betur býður málefnaráð Viðreisnar til opins fundar á fimmtudaginn um Veltihringrás hafsins og áhrif á lífsskilyrði við Ísland þar sem dr. Halldór Björnsson frá Veðurstofu Íslands mun ræða vísindalega um þetta málefni. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember kl 20:00 á Suðurlandsbraut 22. Á síðari hluta fundar verður opið samtal um hvaða þætti loftslagsmála er ástæða til þess að ræða betur í vetur. Verið öll velkomin á fundinn þar sem það er alveg augljóst að loftslagsmálin leysum við ekki öðruvísi en með samstarfi þvert á bæði flokka og landamæri. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varaformaður málefnaráðs Viðreisnar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar