Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2025 12:00 Til hamingju með annan í feðradegi nú þegar feður hafa sótt fram frá árinu 1975 (Gottman, Pruett). Árangur Íslands í jafnréttisbaráttunni er af sjálfsögðu feðrum einnig að þakka. Ekkert land í heiminum hefur komist jafn langt.Í nútíma barnauppeldi í gjörbreyttri stöðu barna og ungmenna þarf samfélagið svo sannarlega á umönnunarhæfni feðra að halda. Ófullnægjandi stuðningur við börn og foreldrahlutverkið bitnar mun verr á heilsu kvenna. Hér er mitt innlegg í umræðuna. Það að eignast barn hér áður fyrr gerðist oftast í beinu framhaldi af giftingu. Hlutverk hjónanna voru skýr, hún sá um heimili og börn og hann færði björg í bú. Á sjöunda áratugnum byrjar umræða um að hjónaband sem stofnun sé liðin tíð. En nýlega var haft eftir Gloriu Steinem einni af forystu konum femínista að hjónaband í dag er ekki það sama og það var á sjöunda áratugnum.Breytingarnar sem fylgdu í kjölfarið gjörbyltu víða lífsgæðum karla og kvenna. Einn sá þáttur sem breytti miklu var þegar pör fóru að geta haft stjórn á barneignum. Karlar standa sig yfirleitt vel þegar þeir hafa tök á og geta ráðið við viðfangsefnið.Þar sem karlar ganga ekki með barnið er það þeim mun meira virði að þeir séu aðilar að samtali um tímasetningu barneigna. Feður í dag byggja upp traust og mótandi samband við börnin sín. Þeim er umhugað um að mynda sterk tengsl og að taka virkan þátt í uppvexti þeirra og þroska. Hvar eru fyrirmyndirnar sem geta sýnt nýjum feðrum hvernig það hlutverk virkar? Hefðbundnar samfélagslegar væntingar til karlmanna snúast mikið um líkamlegan styrk og að færa björg í bú. Karlmenn eru nú í miðjum klíðum að móta nýja nútímalega karlmennsku sem einkennist af tilfinningalegum styrk og jafnræðishugsun innan sem utan heimilis. Það að huga að undirbúningi fyrir þá breytingu og álag sem foreldrahlutverkið hefur í för með sér er viðurkennd leið til að tryggja börnum allavega tvo fullorðna á heimilinu. Andvaraleysi misvitra stjórnmálamanna leiðir oftar en ekki af sér að móðirin sér meira um umönnun barna. Aðgerðarleysi í að veita feðrum aðstoð og fræðslu sem styðjandi afl við hefðbundið kynhlutverk þeirra er dragbítur á viðhorfsbreytingu, kynjajöfnuð og framfarir. Tónlistarmaðurinn John Lennon gerði sér grein fyrir, að þegar hann varð faðir í annað sinn, vildi hann skipuleggja líf sittmeð velferð barnsins í huga.Lennon helgaði því nýfædda syninum fyrstu 3 æviárin hans. Eftir þennan tíma mátti heyra í tónlistinni dýpri, mýkri, mannlegri og þroskaðri Lennon.Í dag vitum við að það hefur að einhverju leyti að gera með að tengsl foreldra og barna eru gagnvirk, eins og foreldri hefur þroskandi áhrif á barnið hefur barnið þroskandi áhrif á foreldrið. Á meðgöngu og fyrsta æviári barnsins er stór þáttur í hlutverki föðursins að gera allt sitt til að tryggja að móðirin finni samkennd og stuðning frá honum. Og það veitir henni öryggi og vellíðan. En- hvað gæti stuðlað að öryggi feðra, þeirra innra skipulagi? Nú vitum við að árangur byggist á þremur stoðum: endurtekningu, seiglu og ástríðu. Það að setja föðurhlutverkið í forgang fyrstu 3 æviár barnsinser fjárfesting sem borgar sig á sama hátt og að fjárfestaí námi og þaki yfir höfuðið. Þetta er kannski það sem samfélagið þyrfti að velta fyrir sér. Að lokum vil ég að við leyfum okkur að dreyma um samfélag þar sem feður fengju enn betri forsendur til að verða ástríðufeður. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með annan í feðradegi nú þegar feður hafa sótt fram frá árinu 1975 (Gottman, Pruett). Árangur Íslands í jafnréttisbaráttunni er af sjálfsögðu feðrum einnig að þakka. Ekkert land í heiminum hefur komist jafn langt.Í nútíma barnauppeldi í gjörbreyttri stöðu barna og ungmenna þarf samfélagið svo sannarlega á umönnunarhæfni feðra að halda. Ófullnægjandi stuðningur við börn og foreldrahlutverkið bitnar mun verr á heilsu kvenna. Hér er mitt innlegg í umræðuna. Það að eignast barn hér áður fyrr gerðist oftast í beinu framhaldi af giftingu. Hlutverk hjónanna voru skýr, hún sá um heimili og börn og hann færði björg í bú. Á sjöunda áratugnum byrjar umræða um að hjónaband sem stofnun sé liðin tíð. En nýlega var haft eftir Gloriu Steinem einni af forystu konum femínista að hjónaband í dag er ekki það sama og það var á sjöunda áratugnum.Breytingarnar sem fylgdu í kjölfarið gjörbyltu víða lífsgæðum karla og kvenna. Einn sá þáttur sem breytti miklu var þegar pör fóru að geta haft stjórn á barneignum. Karlar standa sig yfirleitt vel þegar þeir hafa tök á og geta ráðið við viðfangsefnið.Þar sem karlar ganga ekki með barnið er það þeim mun meira virði að þeir séu aðilar að samtali um tímasetningu barneigna. Feður í dag byggja upp traust og mótandi samband við börnin sín. Þeim er umhugað um að mynda sterk tengsl og að taka virkan þátt í uppvexti þeirra og þroska. Hvar eru fyrirmyndirnar sem geta sýnt nýjum feðrum hvernig það hlutverk virkar? Hefðbundnar samfélagslegar væntingar til karlmanna snúast mikið um líkamlegan styrk og að færa björg í bú. Karlmenn eru nú í miðjum klíðum að móta nýja nútímalega karlmennsku sem einkennist af tilfinningalegum styrk og jafnræðishugsun innan sem utan heimilis. Það að huga að undirbúningi fyrir þá breytingu og álag sem foreldrahlutverkið hefur í för með sér er viðurkennd leið til að tryggja börnum allavega tvo fullorðna á heimilinu. Andvaraleysi misvitra stjórnmálamanna leiðir oftar en ekki af sér að móðirin sér meira um umönnun barna. Aðgerðarleysi í að veita feðrum aðstoð og fræðslu sem styðjandi afl við hefðbundið kynhlutverk þeirra er dragbítur á viðhorfsbreytingu, kynjajöfnuð og framfarir. Tónlistarmaðurinn John Lennon gerði sér grein fyrir, að þegar hann varð faðir í annað sinn, vildi hann skipuleggja líf sittmeð velferð barnsins í huga.Lennon helgaði því nýfædda syninum fyrstu 3 æviárin hans. Eftir þennan tíma mátti heyra í tónlistinni dýpri, mýkri, mannlegri og þroskaðri Lennon.Í dag vitum við að það hefur að einhverju leyti að gera með að tengsl foreldra og barna eru gagnvirk, eins og foreldri hefur þroskandi áhrif á barnið hefur barnið þroskandi áhrif á foreldrið. Á meðgöngu og fyrsta æviári barnsins er stór þáttur í hlutverki föðursins að gera allt sitt til að tryggja að móðirin finni samkennd og stuðning frá honum. Og það veitir henni öryggi og vellíðan. En- hvað gæti stuðlað að öryggi feðra, þeirra innra skipulagi? Nú vitum við að árangur byggist á þremur stoðum: endurtekningu, seiglu og ástríðu. Það að setja föðurhlutverkið í forgang fyrstu 3 æviár barnsinser fjárfesting sem borgar sig á sama hátt og að fjárfestaí námi og þaki yfir höfuðið. Þetta er kannski það sem samfélagið þyrfti að velta fyrir sér. Að lokum vil ég að við leyfum okkur að dreyma um samfélag þar sem feður fengju enn betri forsendur til að verða ástríðufeður. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun