Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2025 14:41 Arion banki hefur kynnt nýtt lánaframboð. Vísir/Vilhelm Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Bankinn gerði líkt og Íslandsbanki og Landsbankinn tímabundið hlé á veitingum verðtryggðra lána. Mikil óvissa hefur verið á húsnæðismarkaði undanfarnar vikur vegna þessa. Tvennskonar lán Þannig býður Arion banki nú upp á óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, þar sem lánstími er allt að fjörutíu ár. „Á þriðja ári fastvaxtatímabilsins og út lánstímann verður hægt að óska eftir endurfjármögnun án uppgreiðslugjalds og geta viðskiptavinir þá valið á milli þeirra lánakosta sem í boði verða á þeim tíma. Verði lánið ekki endurfjármagnað fyrir lok fastvaxtatímabilsins taka við þeir breytilegu vextir bankans sem í boði eru á þeim tíma að viðbættu föstu vaxtaálagi sem tilgreint er í skilmálum lánsins.“ Þá eru einnig í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára, lánstími allt að þrjátíu ár. „Á lokaári fastvaxtatímabilsins og út lánstímann verður hægt að óska eftir endurfjármögnun án uppgreiðslugjalds og geta viðskiptavinir þá valið á milli þeirra lánakosta sem í boði verða á þeim tíma. Verði lánið hins vegar ekki endurfjármagnað fyrir lok fastvaxtatímabilsins taka við hærri fastir vextir út lánstímann sem tilgreindir eru í skilmálum lánsins.“ Eigi að skapa fyrirsjáanleika Á vef bankans segir að hægt verði að óska eftir endurfjármögnun á lokaári fastvaxtatímabilsins og út lánstímann án uppgreiðslugjalds. Mun bankinn hafa samband við viðskiptavini áður en fastvaxtatímabilinu lýkur til að ræða þá kosti sem í boði eru. Á síðustu árum hafi viðskiptavinir Arion banka að meðaltali endurfjármagnað sín íbúðalán að þremur til fimm árum liðnum. „Fyrirfram ákveðin hækkun vaxta eftir að fastvaxtatímabili lýkur skapar ákveðinn fyrirsjáanleika fyrir lántakendur og er nauðsynleg til að verja bankann fyrir fjárhagslegri áhættu sem myndast ef lántaki endurfjármagnar ekki lánið að tímabilinu liðinu. Lánum til 30 eða 40 ára fylgir annars konar áhætta fyrir bankann en lánum til þriggja eða fimm ára því á nokkrum áratugum getur margt gerst sem hefur áhrif á fjármögnunarkostnað bankans. Stýrivextir eða annars konar vaxtaviðmið ein og sér verja ekki slíka áhættu.“ Markmiðið sé að bjóða sem hagstæðust kjör í upphafi og eins viðráðanlega greiðslubyrði og kostur er. Þannig telji bankinn álag á vexti eða vaxtahækkun að fastvaxtatímabilinu liðnu bestu leiðina í ljósi núverandi óvissu á íbúðalánamarkaði. „Lánaformin tvö eru sett fram með það að markmiði bjóða viðskiptavinum upp á sem hagstæðust kjör í upphafi og greiðslubyrði sem er eins viðráðanleg og kostur er miðað við þær skorður sem núverandi lagaóvissa setur á meðan beðið er niðurstöðu fleiri mála hjá Hæstarétti.“ Arion banki Lánamál Fjármálafyrirtæki Fasteignamarkaður Neytendur Vaxtamálið Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Bankinn gerði líkt og Íslandsbanki og Landsbankinn tímabundið hlé á veitingum verðtryggðra lána. Mikil óvissa hefur verið á húsnæðismarkaði undanfarnar vikur vegna þessa. Tvennskonar lán Þannig býður Arion banki nú upp á óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, þar sem lánstími er allt að fjörutíu ár. „Á þriðja ári fastvaxtatímabilsins og út lánstímann verður hægt að óska eftir endurfjármögnun án uppgreiðslugjalds og geta viðskiptavinir þá valið á milli þeirra lánakosta sem í boði verða á þeim tíma. Verði lánið ekki endurfjármagnað fyrir lok fastvaxtatímabilsins taka við þeir breytilegu vextir bankans sem í boði eru á þeim tíma að viðbættu föstu vaxtaálagi sem tilgreint er í skilmálum lánsins.“ Þá eru einnig í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára, lánstími allt að þrjátíu ár. „Á lokaári fastvaxtatímabilsins og út lánstímann verður hægt að óska eftir endurfjármögnun án uppgreiðslugjalds og geta viðskiptavinir þá valið á milli þeirra lánakosta sem í boði verða á þeim tíma. Verði lánið hins vegar ekki endurfjármagnað fyrir lok fastvaxtatímabilsins taka við hærri fastir vextir út lánstímann sem tilgreindir eru í skilmálum lánsins.“ Eigi að skapa fyrirsjáanleika Á vef bankans segir að hægt verði að óska eftir endurfjármögnun á lokaári fastvaxtatímabilsins og út lánstímann án uppgreiðslugjalds. Mun bankinn hafa samband við viðskiptavini áður en fastvaxtatímabilinu lýkur til að ræða þá kosti sem í boði eru. Á síðustu árum hafi viðskiptavinir Arion banka að meðaltali endurfjármagnað sín íbúðalán að þremur til fimm árum liðnum. „Fyrirfram ákveðin hækkun vaxta eftir að fastvaxtatímabili lýkur skapar ákveðinn fyrirsjáanleika fyrir lántakendur og er nauðsynleg til að verja bankann fyrir fjárhagslegri áhættu sem myndast ef lántaki endurfjármagnar ekki lánið að tímabilinu liðinu. Lánum til 30 eða 40 ára fylgir annars konar áhætta fyrir bankann en lánum til þriggja eða fimm ára því á nokkrum áratugum getur margt gerst sem hefur áhrif á fjármögnunarkostnað bankans. Stýrivextir eða annars konar vaxtaviðmið ein og sér verja ekki slíka áhættu.“ Markmiðið sé að bjóða sem hagstæðust kjör í upphafi og eins viðráðanlega greiðslubyrði og kostur er. Þannig telji bankinn álag á vexti eða vaxtahækkun að fastvaxtatímabilinu liðnu bestu leiðina í ljósi núverandi óvissu á íbúðalánamarkaði. „Lánaformin tvö eru sett fram með það að markmiði bjóða viðskiptavinum upp á sem hagstæðust kjör í upphafi og greiðslubyrði sem er eins viðráðanleg og kostur er miðað við þær skorður sem núverandi lagaóvissa setur á meðan beðið er niðurstöðu fleiri mála hjá Hæstarétti.“
Arion banki Lánamál Fjármálafyrirtæki Fasteignamarkaður Neytendur Vaxtamálið Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira