Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 11:01 Það vantar ekki bílstæðin í kringum stóra leikvanga í Bandaríkjunum og gott dæmi um það er MetLife-leikvangurinn í New Jersey. Getty/Al Bello Það verður lítið eftir í buddunni hjá fótboltaáhugafólki sem ætlar að mæta á leiki á komandi heimsmeistaramóti í fótbolta. HM karla í fótbolta fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar og Ísland á enn möguleika á því að vera meðal þátttökuþjóðanna 48. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) græðir ekki aðeins á miðasölu á heimsmeistaramótinu á næsta ári því bílastæðagjöld munu einnig skila miklum tekjum. The Athletic segir frá því að staðfest sé að bílastæði nálægt sumum HM-leikvöngunum muni kosta á bilinu 75 til 175 Bandaríkjadali á dag. Verðið hækkar eftir því sem nær dregur lokum mótsins. 75 dalir eru 9500 íslenskar krónur en 175 dalir eru meira en tuttugu og tvö þúsund íslenskar krónur. Þetta bætist við rándýra miða á leikina og þá munu veitingarnar auðvitað kosta sitt. The Athletic segir enn fremur að bílastæði og almenningssamgöngur hafi verið mikil áskorun fyrir HM-borgirnar. Margar af ellefu borgum í Bandaríkjunum sem hýsa HM-leiki skorti þá innviði sem evrópskir fótboltaaðdáendur eru vanir. Auk þess er mikil hefð fyrir því í Bandaríkjunum að keyra sjálfur á leikvanga. Allir leikvangarnir í Bandaríkjunum sem notaðir verða á HM eru NFL-leikvangar umkringdir stórum bílastæðum. En þessi bílastæði kosta líka í NFL-deildinni. Stutt leit sýnir að bílastæði langt frá Texas-leikvanginum fyrir leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles innan skamms kostar að minnsta kosti 108 dollara. Bandaríkjamenn þekkja því vel þessa pínu að þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði. View this post on Instagram A post shared by The Athletic (@theathletichq) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
HM karla í fótbolta fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar og Ísland á enn möguleika á því að vera meðal þátttökuþjóðanna 48. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) græðir ekki aðeins á miðasölu á heimsmeistaramótinu á næsta ári því bílastæðagjöld munu einnig skila miklum tekjum. The Athletic segir frá því að staðfest sé að bílastæði nálægt sumum HM-leikvöngunum muni kosta á bilinu 75 til 175 Bandaríkjadali á dag. Verðið hækkar eftir því sem nær dregur lokum mótsins. 75 dalir eru 9500 íslenskar krónur en 175 dalir eru meira en tuttugu og tvö þúsund íslenskar krónur. Þetta bætist við rándýra miða á leikina og þá munu veitingarnar auðvitað kosta sitt. The Athletic segir enn fremur að bílastæði og almenningssamgöngur hafi verið mikil áskorun fyrir HM-borgirnar. Margar af ellefu borgum í Bandaríkjunum sem hýsa HM-leiki skorti þá innviði sem evrópskir fótboltaaðdáendur eru vanir. Auk þess er mikil hefð fyrir því í Bandaríkjunum að keyra sjálfur á leikvanga. Allir leikvangarnir í Bandaríkjunum sem notaðir verða á HM eru NFL-leikvangar umkringdir stórum bílastæðum. En þessi bílastæði kosta líka í NFL-deildinni. Stutt leit sýnir að bílastæði langt frá Texas-leikvanginum fyrir leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles innan skamms kostar að minnsta kosti 108 dollara. Bandaríkjamenn þekkja því vel þessa pínu að þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði. View this post on Instagram A post shared by The Athletic (@theathletichq)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira