Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2025 07:02 Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru minnast aldrei á aðrar hagstæðir en vexti þegar evrusvæðið er annars vegar. Þeir virðast raunar margir hverjir hættir að minnast á sambandið sem slíkt. Til að mynda minnast þeir aldrei á hagvöxt, framleiðni eða atvinnuleysi. Skiljanlega enda eru tölur í þeim efnum á svæðinu ekkert til að hrópa húrra yfir. Reyndar ekki vextirnir heldur enda eru lágir vextir þar fyrst og fremst birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar. Fyrir það fyrsta er rétt að árétta að verðbólga og vextir hér á landi hafa í raun ekkert nmeð krónuna að gera eins og ófáir sérfræðingar í efnahagsmálum bara bent á eins og til að mynda Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Verðbólgan er ekki sízt afleiðing þess að búið hefur verið til of mikið af henni í gegnum tíðina. Ekki sízt með lánveitingum samhliða snarhækkuðu fasteignaverði en bankar búa til yfirgnæfandi meirihluta króna í umferð. Krónan býr sig ekki til sjálf. Hvers vegna hefur fasteignaverð hækkað eins mikið og raun ber vitni? Vegna skorts á húsnæði. Hvað þarf til þess að byggja nýtt húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitafélögin. Hvaða sveitarfélag hefur haft þar langmest vægi vegna stærðar sinnar? Reykjavík. Hverjir hafa einkum farið með stjórn Reykjavíkur undanfarin ár? Samfylkingin og lengst af undir forystu Dags B. Eggertssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Krónan úthlutar ekki lóðum. Fyrir vikið er auðvitað skiljanlegt að Dagur fari mikinn þessa dagana og kenni krónunni óspart um það sem er miklu fremur sök hans sjálfs. Þá er auðvitað þægilegt að skella skuldinni á eitthvað sem ekki getur varið sig sjálft eins og krónuna. Staðreyndirnar tala hins vegar máli hennar. Það er ekki nóg að fullyrða einungis að krónan sé sökudólgurinn án þess að færa fyrir því haldbær rök og fjalla svo einungis um það hversu ömurleg hún sé fyrir vikið eins og Dagur og fleiri hafa gert. Málflutningur Dags hefur reyndar tekið nokkrum breytingum undir það síðasta. Þannig hafa fullyrðingar farið að víkja fyrir orðalaginu „ég tel“ enda standast þær sem fyrr segir enga skoðun. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í efnahagsmálum eins og Ólafur fært gild rök fyrir því að krónunni verði ekki kennt um í þessum efnum. Það er að segja ekki með rökum sem standast skoðun þó auðvitað sé hægt að kenna henni um að ósekju. Líkt og Dagur hefur ítrekað kosið að gera. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru minnast aldrei á aðrar hagstæðir en vexti þegar evrusvæðið er annars vegar. Þeir virðast raunar margir hverjir hættir að minnast á sambandið sem slíkt. Til að mynda minnast þeir aldrei á hagvöxt, framleiðni eða atvinnuleysi. Skiljanlega enda eru tölur í þeim efnum á svæðinu ekkert til að hrópa húrra yfir. Reyndar ekki vextirnir heldur enda eru lágir vextir þar fyrst og fremst birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar. Fyrir það fyrsta er rétt að árétta að verðbólga og vextir hér á landi hafa í raun ekkert nmeð krónuna að gera eins og ófáir sérfræðingar í efnahagsmálum bara bent á eins og til að mynda Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Verðbólgan er ekki sízt afleiðing þess að búið hefur verið til of mikið af henni í gegnum tíðina. Ekki sízt með lánveitingum samhliða snarhækkuðu fasteignaverði en bankar búa til yfirgnæfandi meirihluta króna í umferð. Krónan býr sig ekki til sjálf. Hvers vegna hefur fasteignaverð hækkað eins mikið og raun ber vitni? Vegna skorts á húsnæði. Hvað þarf til þess að byggja nýtt húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitafélögin. Hvaða sveitarfélag hefur haft þar langmest vægi vegna stærðar sinnar? Reykjavík. Hverjir hafa einkum farið með stjórn Reykjavíkur undanfarin ár? Samfylkingin og lengst af undir forystu Dags B. Eggertssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Krónan úthlutar ekki lóðum. Fyrir vikið er auðvitað skiljanlegt að Dagur fari mikinn þessa dagana og kenni krónunni óspart um það sem er miklu fremur sök hans sjálfs. Þá er auðvitað þægilegt að skella skuldinni á eitthvað sem ekki getur varið sig sjálft eins og krónuna. Staðreyndirnar tala hins vegar máli hennar. Það er ekki nóg að fullyrða einungis að krónan sé sökudólgurinn án þess að færa fyrir því haldbær rök og fjalla svo einungis um það hversu ömurleg hún sé fyrir vikið eins og Dagur og fleiri hafa gert. Málflutningur Dags hefur reyndar tekið nokkrum breytingum undir það síðasta. Þannig hafa fullyrðingar farið að víkja fyrir orðalaginu „ég tel“ enda standast þær sem fyrr segir enga skoðun. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í efnahagsmálum eins og Ólafur fært gild rök fyrir því að krónunni verði ekki kennt um í þessum efnum. Það er að segja ekki með rökum sem standast skoðun þó auðvitað sé hægt að kenna henni um að ósekju. Líkt og Dagur hefur ítrekað kosið að gera. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun