Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar 12. nóvember 2025 08:31 Það er oft talað um að innflytjendur þurfi að „aðlagast“. En hvað gerist þegar aðlögunin breytist í endalausa prófraun, þar sem þú ert alltaf gestur – sama hvað þú gerir? Á Íslandi hefur lengi verið sagt að innflytjendur þurfi að læra tungumálið, taka þátt, leggja sitt af mörkum og sýna vilja til að verða hluti af heildinni. Þá, samkvæmt ríkjandi orðræðu, muni þeir hljóta virðingu og samfélagsstað. En reynslan sýnir annað: Aðlögun virkar oft sem prófraun án endapunkts. Sama hversu mikið þú leggur þig fram, þá er hægt að færa marklínuna. Þú ert þátttakandi en samt gestur. Innan ramma, en ekki með rætur hér. Ég hef búið á Íslandi í 29 ár. Ég lærði íslensku án þess að standa til boða íslenskunám. Ég vann, greiddi skatta og ól upp börn sem fæddust hér, ólust upp hér og urðu hluti af íslensku samfélagi. Ég tók þátt í íþróttum, foreldrafélögum, félagsstarfi og menningarumhverfi. Ég kláraði stúdentspróf þegar það var talið ólíklegt. Ég lærði ensku á fullorðinsárum til þess að geta farið í háskóla. Ég lauk tveimur háskólagráðum, starfaði innan opinbera kerfisins og varð stjórnandi. Ég stofnaði fyrirtæki. Ég nýtti og skapaði tækifæri. Ég tók þátt í stjórnmálum. Ég hef ætíð tekið þátt í samfélagsumræðu og margir telja mig þekkja íslenskt samfélag dýpra en margur innfæddur. Ég gerði - og geri - allt það sem samfélagið segir að sé „nauðsynlegt“. Þrátt fyrir þetta er enn verið að draga upp aðgreiningu. Ekki beint með orðum, heldur með viðmóti, væntingum og stöðugum áminningum um „uppruna“. Það felst í litlum athugasemdum, afstöðu, svipbrigðum og því að áherslan er á það sem gerir mig frábrugðna – en ekki á þá staðreynd að líf mitt, rætur og framtíð eru hér. Þegar jafnvel ég, með rætur, menntun, ábyrgð og virka þátttöku, er samt skráð sem sú sem stendur í dyragættinni, þá er ljóst að vandinn liggur ekki hjá þeim sem flytur hingað. Vandinn liggur í hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Í hugmyndinni um að tilheyra sé eitthvað sem samfélagið „veitir“ þeim sem standast óformlega, ósagða en síendurtekna prófraun. Það sem oft fer algerlega fram hjá fólki er hversu djúpt ég er rótgróin hér. Tengslanet mitt í íslensku samfélagi er vítt og sterkt - víðtækara en hjá mörgum Íslendingum sem hér eru fæddir. Ég hef starfað, lifað og hreyft mig innan samfélagsins á mörgum sviðum: í atvinnulífi, stjórnmálum, menntakerfi, félagsstarfi og íþróttum. Ég þekki fólk sem heldur þessu samfélagi uppi á ólíkum sviðum og stigum. Það hefur oft komið fólki á óvart – sérstaklega þeim sem gengu út frá því að ég stæði fyrir utan. Ég segi þetta ekki til að skreyta mig eða sýna stöðu, heldur vegna þess að það afhjúpar kjarna málsins:Ef jafnvel rótgróin manneskja með djúp tengsl og langa sögu er samt stöðugt staðsett sem „gestur“, þá er skilgreiningin á „okkur“ of þröng. Með allri minni þátttöku hef ég þegar sýnt þakklæti. Ég hef sýnt það í verki, árum saman. Og samt er látið í ljós, beint og óbeint, að það sé ekki nóg. Fólk segir mér að fara „heim“. Fullyrðir að ég sé vanþakklát. Margir munu telja mig vera það einmitt með þessum skrifum. En þakklæti á ekki að vera gjaldmiðill fyrir manngildi. Þakklæti á ekki að vera skilyrði fyrir virðingu. Þakklæti er ekki próf. Ég þarf ekki að taka próf samfélagsins endalaust til þess að teljast „nóg“. Og ég segi þetta afdráttarlaust og skýrt: Ég skrifa í fyrstu persónu, en ég hef minnstar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hef rödd, rými og stöðu til að tala. Ef þetta er samt veruleiki minn, þá vitum við nákvæmlega hvernig það er fyrir þá sem hafa minni möguleika. Fyrir þau sem eru nýkomin. Fyrir þau sem tala brotnara mál. Fyrir þau sem bera á sér lit eða menningu sem passar ekki í formið. Fyrir þau sem lifa við þögn af sjálfsvörn. Þetta er ekki saga um mig. Þetta er vitnisburður um kerfi sem ætlast til þakklætis frá fólki sem þarf að lifa með því að vera stöðugt sett til hliðar. Rótfesta er ekki eitthvað sem maður fær leyfi fyrir. Hún er ekki umbun. Hún er ekki verðlaun. Rótfesta gerist í lífi: í árunum, í nánd, í því að búa, vinna, syrgja, hlæja, elska, ala börn og mæta samfélaginu á hverjum degi. Rótfesta er staðreynd. Ég er rótfast hér. Ég þarf ekki staðfestingu á því. Ég er staðfestingin. Það sem þarf að breytast er ekki innflytjandinn. Það sem þarf að breytast er hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Samfélag sem er öruggt þarf ekki dyraverði. Það þarf ekki prófraunir. Það þarf ekki að skera fólk út úr norminu með tungumálahrósi og staðsetjandi spurningum. Samfélag sem er öruggt skilur að rætur geta verið fleiri en einnar gerðar. Ef þú lest þetta og hugsar: „Já, en sumir leggja sig samt ekki nóg fram,“ þá spyr ég:Hver setti mælikvarðann?Hver hefur vald til að meta?Og hvað, í raun, er verið að verja? Ég er ekki að biðja um inngöngu. Ég er ekki að óska eftir samþykki. Ég er ekki að reyna að verða eitthvað annað.Ég er hér.Ég er rótfast. Spurningin er því ekki lengur mín. Heldur samfélagsins. Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Innflytjendamál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft talað um að innflytjendur þurfi að „aðlagast“. En hvað gerist þegar aðlögunin breytist í endalausa prófraun, þar sem þú ert alltaf gestur – sama hvað þú gerir? Á Íslandi hefur lengi verið sagt að innflytjendur þurfi að læra tungumálið, taka þátt, leggja sitt af mörkum og sýna vilja til að verða hluti af heildinni. Þá, samkvæmt ríkjandi orðræðu, muni þeir hljóta virðingu og samfélagsstað. En reynslan sýnir annað: Aðlögun virkar oft sem prófraun án endapunkts. Sama hversu mikið þú leggur þig fram, þá er hægt að færa marklínuna. Þú ert þátttakandi en samt gestur. Innan ramma, en ekki með rætur hér. Ég hef búið á Íslandi í 29 ár. Ég lærði íslensku án þess að standa til boða íslenskunám. Ég vann, greiddi skatta og ól upp börn sem fæddust hér, ólust upp hér og urðu hluti af íslensku samfélagi. Ég tók þátt í íþróttum, foreldrafélögum, félagsstarfi og menningarumhverfi. Ég kláraði stúdentspróf þegar það var talið ólíklegt. Ég lærði ensku á fullorðinsárum til þess að geta farið í háskóla. Ég lauk tveimur háskólagráðum, starfaði innan opinbera kerfisins og varð stjórnandi. Ég stofnaði fyrirtæki. Ég nýtti og skapaði tækifæri. Ég tók þátt í stjórnmálum. Ég hef ætíð tekið þátt í samfélagsumræðu og margir telja mig þekkja íslenskt samfélag dýpra en margur innfæddur. Ég gerði - og geri - allt það sem samfélagið segir að sé „nauðsynlegt“. Þrátt fyrir þetta er enn verið að draga upp aðgreiningu. Ekki beint með orðum, heldur með viðmóti, væntingum og stöðugum áminningum um „uppruna“. Það felst í litlum athugasemdum, afstöðu, svipbrigðum og því að áherslan er á það sem gerir mig frábrugðna – en ekki á þá staðreynd að líf mitt, rætur og framtíð eru hér. Þegar jafnvel ég, með rætur, menntun, ábyrgð og virka þátttöku, er samt skráð sem sú sem stendur í dyragættinni, þá er ljóst að vandinn liggur ekki hjá þeim sem flytur hingað. Vandinn liggur í hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Í hugmyndinni um að tilheyra sé eitthvað sem samfélagið „veitir“ þeim sem standast óformlega, ósagða en síendurtekna prófraun. Það sem oft fer algerlega fram hjá fólki er hversu djúpt ég er rótgróin hér. Tengslanet mitt í íslensku samfélagi er vítt og sterkt - víðtækara en hjá mörgum Íslendingum sem hér eru fæddir. Ég hef starfað, lifað og hreyft mig innan samfélagsins á mörgum sviðum: í atvinnulífi, stjórnmálum, menntakerfi, félagsstarfi og íþróttum. Ég þekki fólk sem heldur þessu samfélagi uppi á ólíkum sviðum og stigum. Það hefur oft komið fólki á óvart – sérstaklega þeim sem gengu út frá því að ég stæði fyrir utan. Ég segi þetta ekki til að skreyta mig eða sýna stöðu, heldur vegna þess að það afhjúpar kjarna málsins:Ef jafnvel rótgróin manneskja með djúp tengsl og langa sögu er samt stöðugt staðsett sem „gestur“, þá er skilgreiningin á „okkur“ of þröng. Með allri minni þátttöku hef ég þegar sýnt þakklæti. Ég hef sýnt það í verki, árum saman. Og samt er látið í ljós, beint og óbeint, að það sé ekki nóg. Fólk segir mér að fara „heim“. Fullyrðir að ég sé vanþakklát. Margir munu telja mig vera það einmitt með þessum skrifum. En þakklæti á ekki að vera gjaldmiðill fyrir manngildi. Þakklæti á ekki að vera skilyrði fyrir virðingu. Þakklæti er ekki próf. Ég þarf ekki að taka próf samfélagsins endalaust til þess að teljast „nóg“. Og ég segi þetta afdráttarlaust og skýrt: Ég skrifa í fyrstu persónu, en ég hef minnstar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hef rödd, rými og stöðu til að tala. Ef þetta er samt veruleiki minn, þá vitum við nákvæmlega hvernig það er fyrir þá sem hafa minni möguleika. Fyrir þau sem eru nýkomin. Fyrir þau sem tala brotnara mál. Fyrir þau sem bera á sér lit eða menningu sem passar ekki í formið. Fyrir þau sem lifa við þögn af sjálfsvörn. Þetta er ekki saga um mig. Þetta er vitnisburður um kerfi sem ætlast til þakklætis frá fólki sem þarf að lifa með því að vera stöðugt sett til hliðar. Rótfesta er ekki eitthvað sem maður fær leyfi fyrir. Hún er ekki umbun. Hún er ekki verðlaun. Rótfesta gerist í lífi: í árunum, í nánd, í því að búa, vinna, syrgja, hlæja, elska, ala börn og mæta samfélaginu á hverjum degi. Rótfesta er staðreynd. Ég er rótfast hér. Ég þarf ekki staðfestingu á því. Ég er staðfestingin. Það sem þarf að breytast er ekki innflytjandinn. Það sem þarf að breytast er hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Samfélag sem er öruggt þarf ekki dyraverði. Það þarf ekki prófraunir. Það þarf ekki að skera fólk út úr norminu með tungumálahrósi og staðsetjandi spurningum. Samfélag sem er öruggt skilur að rætur geta verið fleiri en einnar gerðar. Ef þú lest þetta og hugsar: „Já, en sumir leggja sig samt ekki nóg fram,“ þá spyr ég:Hver setti mælikvarðann?Hver hefur vald til að meta?Og hvað, í raun, er verið að verja? Ég er ekki að biðja um inngöngu. Ég er ekki að óska eftir samþykki. Ég er ekki að reyna að verða eitthvað annað.Ég er hér.Ég er rótfast. Spurningin er því ekki lengur mín. Heldur samfélagsins. Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar