96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 10:00 Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands var í viðtali við Ríkissjónvarpið í gær og virtist vera að fylgja eftir afar sérstöku viðtali ,,rannsóknarblaðamanns hjá Kveiki” við bandarískan ráðgjafa happdrættisins. Ráðgjafi bandaríski komast upp með ýmis konar fullyrðingar í Kveik athugasemdalaust af hálfu rannsóknarblaðamannsins, sem virtist ekki hafa kynnt sér eða vitað um fyrirliggjandi innlend gögn sem sýna allt aðra mynd en ráðgjafinn dróg upp. Erfitt var að skilja ráðgjafann öðruvísi en að hér væri það sem hann kallaði „ólöglega veðmálastarfsemi“ sem væri „studd af glæpahópum um allan heim“ að leggja íslenskt samfélag á hliðina vegna alls þess fjölda Íslendinga sem spilar á vefsíðunum og fjármunanna sem renna úr landi. Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar. Ósannar fullyrðingar í Kveiki Nú hefði verið skynsamlegt hjá rannsóknarblaðamönnum Kveiks að fletta upp í rannsókn sem Dr. Daníel Þór Ólason vann fyrir Dómsmálaráðuneytið og var birt í ágúst 2024. Þar kemur til dæmis fram að þegar „breytingar á þátttöku í peningaspilum á erlendum vefsíðum voru skoðaðar kom í ljós að svipað margir spiluðu þar árið 2023 og 2017.“ Í rannsókn Daníels kemur líka fram að samanburður á núverandi niðurstöðum við niðurstöður rannsóknar frá árinu 2017 „sýna að engar breytingar hafa orðið á fjölda þeirra sem eiga við spilavanda að stríða á þessu árabili,“ og að hlutfall þeirra sem glíma við spilafíkn sé óbreyttur, eða 2,3 prósent. Í greiningu Daníels á spilafíkn meðal þeirra sem höfðu spilað peningaspil í tólf mánuð áður en rannsóknin var gerð kemur fram að 91,4 prósent spila „án vandkvæða“, 5,3 prósent eru í lítilli hættu á vanda vegna peningaspila, 2,3 prósent eru í „nokkuri hættu á vanda vegna peningaspila“ og 1 prósent útsett fyrir „líklegri spilafíkn. Með öðrum orðum, ekki þarf að hafa áhyggjur af 96,7 prósent þeirra sem spila peningaspil. Athyglin á að beinast að þeim sem glíma við fíknina og þar er verkkaupi bandaríska ráðgjafans sem var í aðalhlutverki hjá Kveiki, Happdrætti Háskóla Íslands, í verulega vondum málum. Spilakassavandi Háskóla Íslands Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir, og þar er beinlínis gert út af hörku á spilafíkn í ágóðaskyni fyrir Háskóla Íslands. Á þetta var meðal annars bent í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um „Réttarbætur á sviði happdrættismála“, sem kom út í desember 2022, en þar segir að „umfangsmestu og viðkvæmustu álitamálin sem takast þyrfti á við snéru að rekstri spilakassa og spilavéla sem rekin eru á grundvelli ákvæða sérlaga, en rekstur þeirra virðist nátengdur vandamálum tengdum spilavanda og spilafíkn.“ Ítrekað hefur verið staðfest að spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Af þeirri ástæðu voru svokölluð spilakort tekin upp í Noregi 2009 og 2014 í Svíþjóð. Notkun þeirra hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Skylda er að nota spilakort í báðum löndum en með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína. Það var ekki að ástæðulausu sem SÁÁ ákvað að hætta þátttöku í rekstri spilakassa árið 2020 Þessu til viðbótar er rétt að benda enn og aftur á að embætti Ríkislögreglustjóra hefur í áhættumati sínu um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, ítrekað vakið athygli á að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ séu um að það hafi verið gert. Hvorki HHÍ né hitt rekstrarfélag spilakassa, Íslandsspil (í eigu Rauða krossins og Landsbjargar), hafa brugðist af festu við þessari alvarlegu stöðu. Með hæstu mögulega einkunn Ég hef áður á þessum vettvangi fyrir hönd umbjóðanda míns, sænska fyrirtækisins Betsson, beint þeirri ósk til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Á það bæði við um innlend og erlend peningaspilafélög. Ekkert í starfsemi Betsson er ólögmætt. Fyrirtækið uppfyllir strangar reglugerðir ESB, er löglegt fyrirtæki og borgar skatta og gjöld af öllum sínum tekjum. Það er fjórfrelsi hins evrópska efnahagssvæðis að þakka að Íslendingar eiga val um það hjá hverjum þeir spila á Netinu og við hvaða aðstæður. Grunnurinn að farsælum 60 ára rekstri Betsson er að hugsa vel um viðskiptavini sína og uppfylla öll ytri skilyrði af metnaði. Félagið er skráð í kauphöll Nasdac með ríka skyldu um gagnsæi og hæstu mögulega einkunn, AAA, frá Morgan Stanley Morgan Stanley Capital International (MSCI) gagnvart langtímaáhættu og tækifærum sem stafa af umhverfis-, félags- og stjórnarháttum (Environmental, Social, and Governance). Betsson leggur ríka áherslu á að koma í veg fyrir óheilbrigða spilamennsku. Spilarar geta sjálfir stutt sig við ýmsar ráðstafanir og fyrirtækið getur líka gripið inn í leikinn með því að hafa samband við viðskiptavini ef hugbúnaður félagsins nemur vísbendingar um að spilamennskan sé að fara úr böndunum.Við getum fullvissað fólk um að það er í margfalt öruggari höndum hjá Betsson en við spilakassa HHÍ. Góðu heilli virðist loks vera að myndast grundvöllur fyrir því að koma hér á skynsamlegu regluverki sem myndi skylda þá, sem þess þurfa, til að bæta ráð sitt. Þar á meðal þau innlendu félag sem stunda þessa starfsemi og auglýsa hana með afar ágengum hætti. Höfundur er lögmaður sem gætir hagsmuna Betsson sem er löglegt veðmálafyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Háskólar Fíkn Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands var í viðtali við Ríkissjónvarpið í gær og virtist vera að fylgja eftir afar sérstöku viðtali ,,rannsóknarblaðamanns hjá Kveiki” við bandarískan ráðgjafa happdrættisins. Ráðgjafi bandaríski komast upp með ýmis konar fullyrðingar í Kveik athugasemdalaust af hálfu rannsóknarblaðamannsins, sem virtist ekki hafa kynnt sér eða vitað um fyrirliggjandi innlend gögn sem sýna allt aðra mynd en ráðgjafinn dróg upp. Erfitt var að skilja ráðgjafann öðruvísi en að hér væri það sem hann kallaði „ólöglega veðmálastarfsemi“ sem væri „studd af glæpahópum um allan heim“ að leggja íslenskt samfélag á hliðina vegna alls þess fjölda Íslendinga sem spilar á vefsíðunum og fjármunanna sem renna úr landi. Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar. Ósannar fullyrðingar í Kveiki Nú hefði verið skynsamlegt hjá rannsóknarblaðamönnum Kveiks að fletta upp í rannsókn sem Dr. Daníel Þór Ólason vann fyrir Dómsmálaráðuneytið og var birt í ágúst 2024. Þar kemur til dæmis fram að þegar „breytingar á þátttöku í peningaspilum á erlendum vefsíðum voru skoðaðar kom í ljós að svipað margir spiluðu þar árið 2023 og 2017.“ Í rannsókn Daníels kemur líka fram að samanburður á núverandi niðurstöðum við niðurstöður rannsóknar frá árinu 2017 „sýna að engar breytingar hafa orðið á fjölda þeirra sem eiga við spilavanda að stríða á þessu árabili,“ og að hlutfall þeirra sem glíma við spilafíkn sé óbreyttur, eða 2,3 prósent. Í greiningu Daníels á spilafíkn meðal þeirra sem höfðu spilað peningaspil í tólf mánuð áður en rannsóknin var gerð kemur fram að 91,4 prósent spila „án vandkvæða“, 5,3 prósent eru í lítilli hættu á vanda vegna peningaspila, 2,3 prósent eru í „nokkuri hættu á vanda vegna peningaspila“ og 1 prósent útsett fyrir „líklegri spilafíkn. Með öðrum orðum, ekki þarf að hafa áhyggjur af 96,7 prósent þeirra sem spila peningaspil. Athyglin á að beinast að þeim sem glíma við fíknina og þar er verkkaupi bandaríska ráðgjafans sem var í aðalhlutverki hjá Kveiki, Happdrætti Háskóla Íslands, í verulega vondum málum. Spilakassavandi Háskóla Íslands Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir, og þar er beinlínis gert út af hörku á spilafíkn í ágóðaskyni fyrir Háskóla Íslands. Á þetta var meðal annars bent í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um „Réttarbætur á sviði happdrættismála“, sem kom út í desember 2022, en þar segir að „umfangsmestu og viðkvæmustu álitamálin sem takast þyrfti á við snéru að rekstri spilakassa og spilavéla sem rekin eru á grundvelli ákvæða sérlaga, en rekstur þeirra virðist nátengdur vandamálum tengdum spilavanda og spilafíkn.“ Ítrekað hefur verið staðfest að spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Af þeirri ástæðu voru svokölluð spilakort tekin upp í Noregi 2009 og 2014 í Svíþjóð. Notkun þeirra hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Skylda er að nota spilakort í báðum löndum en með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína. Það var ekki að ástæðulausu sem SÁÁ ákvað að hætta þátttöku í rekstri spilakassa árið 2020 Þessu til viðbótar er rétt að benda enn og aftur á að embætti Ríkislögreglustjóra hefur í áhættumati sínu um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, ítrekað vakið athygli á að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ séu um að það hafi verið gert. Hvorki HHÍ né hitt rekstrarfélag spilakassa, Íslandsspil (í eigu Rauða krossins og Landsbjargar), hafa brugðist af festu við þessari alvarlegu stöðu. Með hæstu mögulega einkunn Ég hef áður á þessum vettvangi fyrir hönd umbjóðanda míns, sænska fyrirtækisins Betsson, beint þeirri ósk til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Á það bæði við um innlend og erlend peningaspilafélög. Ekkert í starfsemi Betsson er ólögmætt. Fyrirtækið uppfyllir strangar reglugerðir ESB, er löglegt fyrirtæki og borgar skatta og gjöld af öllum sínum tekjum. Það er fjórfrelsi hins evrópska efnahagssvæðis að þakka að Íslendingar eiga val um það hjá hverjum þeir spila á Netinu og við hvaða aðstæður. Grunnurinn að farsælum 60 ára rekstri Betsson er að hugsa vel um viðskiptavini sína og uppfylla öll ytri skilyrði af metnaði. Félagið er skráð í kauphöll Nasdac með ríka skyldu um gagnsæi og hæstu mögulega einkunn, AAA, frá Morgan Stanley Morgan Stanley Capital International (MSCI) gagnvart langtímaáhættu og tækifærum sem stafa af umhverfis-, félags- og stjórnarháttum (Environmental, Social, and Governance). Betsson leggur ríka áherslu á að koma í veg fyrir óheilbrigða spilamennsku. Spilarar geta sjálfir stutt sig við ýmsar ráðstafanir og fyrirtækið getur líka gripið inn í leikinn með því að hafa samband við viðskiptavini ef hugbúnaður félagsins nemur vísbendingar um að spilamennskan sé að fara úr böndunum.Við getum fullvissað fólk um að það er í margfalt öruggari höndum hjá Betsson en við spilakassa HHÍ. Góðu heilli virðist loks vera að myndast grundvöllur fyrir því að koma hér á skynsamlegu regluverki sem myndi skylda þá, sem þess þurfa, til að bæta ráð sitt. Þar á meðal þau innlendu félag sem stunda þessa starfsemi og auglýsa hana með afar ágengum hætti. Höfundur er lögmaður sem gætir hagsmuna Betsson sem er löglegt veðmálafyrirtæki.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar