Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2025 10:06 Flugmóðurskipinu USS Gerald R. Ford siglt um Gíbraltarsund fyrr í mánuðinum. Sjóher Bandaríkjanna/Triniti Lersch Stærsta flugmóðurskip heims er nú komið til Karíbahafsins og bætir þar verulega við þann herafla Bandaríkjamanna sem Donald Trump, forseti, hefur áður sent á svæðið. Yfirvöld í Venesúela boða heræfingar vegna aukinnar hernaðaruppbyggingar Bandaríkjamanna. Með skipinu USS Gerald R. Ford, og öllum herþotunum sem þar um borð eru, fylgja ýmis önnur herskip eins og tundurspillar sem búnir eru stýriflaugum og ýmsum öðrum vopnum. Árásageta Bandaríkjamanna á svæðinu hefur tekið stakkaskiptum og ekki var hún lítil fyrir. Wall Street Journal hefur eftir Sean Parnell, talsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að flugmóðurskipið og fylgiskipin muni bæta getu Bandaríkjamanna til að stöðva fíkniefnasmygl og grafa undan alþjóðlegum glæpasamtökum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford, er það stærsta í heimi og ber fjölmargar herþotur.Sjóher Bandaríkjanna/Paige Brown Bandaríkjamenn hafa sakað Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og aðra í ríkisstjórn hans um að stýra glæpasamtökunum Cartel de los Soles en þau eru sögð smygla umfangsmiklu magni fíkniefna til Bandaríkjanna og Evrópu á ári hverju. Bandaríkjamenn hafa ekki fært sannanir fyrir þessum ásökunum sínum en háttsettir menn í her og stjórnmálum Venesúela hafa ítrekað í gegnum árin verið bendlaðir við fíkniefnasmygl og framleiðslu. Maduro hefur sakað Trump um að reyna að skapa krísu og koma þannig á stríði við Venesúela. Varmarmálaráðherra Venesúela tilkynnti í gær að allir hermenn, lögregluþjónar og aðrir sem væru meðlimir í varaliði ríkisins, yrðu kallaðir til þjálfunar í að verja lofthelgi landsins. Nítján árásir á báta Frá því Trump fór að auka þrýstinginn á yfirvöld í Venesúela verulega og gera árásir á báta á Karíba- og Kyrrahafi sem taldir eru hafa verið notaðir til að smygla fíkniefnum, hafa fregnir verið á nokkru kreiki um tilgang þessarar hernaðaruppbyggingar. Meðal annars hefur því verið haldið fram að Trump hefi gefið hernum skipun um að gera árásir á herstöðvar í Venesúela og innviði fyrir fíkniefnaframleiðslu og smygl. Sjá einnig: Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjálfur hefur Trump sagt frá því að hann hafi gefið leyniþjónustunni CIA heimild til aðgerða í ríkinu. Vitað er til þess að árásir hafi verið gerðar á nítján báta og hafa að minnsta kosti 76 fallið í þeim. Svo virðist sem árásirnar eigi sér enga lagalega heimild og eru þær sagðar vera aftökur án dóms og laga. Forseti Kólumbíu reiður Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, hefur skipað öryggisstofnunum þar í landi að hætta að deila upplýsingum með Bandaríkjamönnum, vegna árásanna á bátana. Hann segir að samvinnan muni ekki hefjast aftur fyrr en Bandaríkjamenn láti af árásunum. Bresk stjórnvöld eru sögð hafa tekið sambærilega ákvörðun. Í færslu sem hann skrifaði á X sagði Petro að baráttan gegn fíkniefnum megi ekki brjóta á mannréttindum fólks í Karíbahafinu. Forsetinn hefur áður kallað eftir því að Trump verði rannsakaður fyrir stríðsglæpi vegna árásanna. Se da orden a todos los niveles de la inteligencia de la fuerza pública suspender envío de comunicaciones y otros tratos con agencias de seguridad estadounidenses. Tal medida se mantendrá mientras se mantenga el ataque con misiles a lanchas en el Caribe. La lucha contra las… https://t.co/IZRWiL4s6t— Gustavo Petro (@petrogustavo) November 11, 2025 Bandaríkin Donald Trump Venesúela Hernaður Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. 30. október 2025 23:20 Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45 „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Með skipinu USS Gerald R. Ford, og öllum herþotunum sem þar um borð eru, fylgja ýmis önnur herskip eins og tundurspillar sem búnir eru stýriflaugum og ýmsum öðrum vopnum. Árásageta Bandaríkjamanna á svæðinu hefur tekið stakkaskiptum og ekki var hún lítil fyrir. Wall Street Journal hefur eftir Sean Parnell, talsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að flugmóðurskipið og fylgiskipin muni bæta getu Bandaríkjamanna til að stöðva fíkniefnasmygl og grafa undan alþjóðlegum glæpasamtökum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford, er það stærsta í heimi og ber fjölmargar herþotur.Sjóher Bandaríkjanna/Paige Brown Bandaríkjamenn hafa sakað Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og aðra í ríkisstjórn hans um að stýra glæpasamtökunum Cartel de los Soles en þau eru sögð smygla umfangsmiklu magni fíkniefna til Bandaríkjanna og Evrópu á ári hverju. Bandaríkjamenn hafa ekki fært sannanir fyrir þessum ásökunum sínum en háttsettir menn í her og stjórnmálum Venesúela hafa ítrekað í gegnum árin verið bendlaðir við fíkniefnasmygl og framleiðslu. Maduro hefur sakað Trump um að reyna að skapa krísu og koma þannig á stríði við Venesúela. Varmarmálaráðherra Venesúela tilkynnti í gær að allir hermenn, lögregluþjónar og aðrir sem væru meðlimir í varaliði ríkisins, yrðu kallaðir til þjálfunar í að verja lofthelgi landsins. Nítján árásir á báta Frá því Trump fór að auka þrýstinginn á yfirvöld í Venesúela verulega og gera árásir á báta á Karíba- og Kyrrahafi sem taldir eru hafa verið notaðir til að smygla fíkniefnum, hafa fregnir verið á nokkru kreiki um tilgang þessarar hernaðaruppbyggingar. Meðal annars hefur því verið haldið fram að Trump hefi gefið hernum skipun um að gera árásir á herstöðvar í Venesúela og innviði fyrir fíkniefnaframleiðslu og smygl. Sjá einnig: Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjálfur hefur Trump sagt frá því að hann hafi gefið leyniþjónustunni CIA heimild til aðgerða í ríkinu. Vitað er til þess að árásir hafi verið gerðar á nítján báta og hafa að minnsta kosti 76 fallið í þeim. Svo virðist sem árásirnar eigi sér enga lagalega heimild og eru þær sagðar vera aftökur án dóms og laga. Forseti Kólumbíu reiður Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, hefur skipað öryggisstofnunum þar í landi að hætta að deila upplýsingum með Bandaríkjamönnum, vegna árásanna á bátana. Hann segir að samvinnan muni ekki hefjast aftur fyrr en Bandaríkjamenn láti af árásunum. Bresk stjórnvöld eru sögð hafa tekið sambærilega ákvörðun. Í færslu sem hann skrifaði á X sagði Petro að baráttan gegn fíkniefnum megi ekki brjóta á mannréttindum fólks í Karíbahafinu. Forsetinn hefur áður kallað eftir því að Trump verði rannsakaður fyrir stríðsglæpi vegna árásanna. Se da orden a todos los niveles de la inteligencia de la fuerza pública suspender envío de comunicaciones y otros tratos con agencias de seguridad estadounidenses. Tal medida se mantendrá mientras se mantenga el ataque con misiles a lanchas en el Caribe. La lucha contra las… https://t.co/IZRWiL4s6t— Gustavo Petro (@petrogustavo) November 11, 2025
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Hernaður Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. 30. október 2025 23:20 Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45 „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. 30. október 2025 23:20
Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45
„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45