Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar 12. nóvember 2025 12:32 Árið 2020 fór ég til Nagorno-Karabakh sem þingmaður þegar stríðið geisaði og sá með eigin augum þær hörmulegu afleiðleiðingar sem stríðsrekstur hefur á almenna borgara. Þrjú stríð hafa geisað í Nagorno-Karabakh þar sem alls um 40 þúsund manns hafa fallið. Það fyrsta hófst árið 1988 og það síðasta árið 2023. Í desember 2022 lokaði Aserbaísjan eina veginum í Kákasus fjallgarðinum sem tengir Nagorno-Karabakh við Armeníu. Engar vistir bárust til Karabakh í 9 mánuði hvorki matvæli, lyf eða eldsneyti. Loka varð öllum skólum og opinberum byggingum vegna skorts á rafmagni og eldsneyti til húshitunar. Um 30 manns létust á þessu tímabili vegna hungurs og skorts á lyfjum. Í September 2023 réðst Aserbaísjan síðan inn í Nagorno-Karabakh, opnaði veginn til Armeníu og rak alla íbúa Nagorno-Karabakh, 120 þúsund talsins yfir til Armeníu. Þau búa ýmist hjá ættingjum í Armeníu eða í flóttamannabúðum. Íbúarnir eru kristinnar trúar og hefur það verið ásteytingarsteinn í múslimsku ríki Aserbaísjan. Neyð þeirra sem eru í flóttamannabúðum er mikil og þau upplifa sig öllum gleymd nú þegar miklar hörmungar eru í hinum ýmsu hlutum heimsins. Margir hafa lýst þessum aðgerðum Aserbaísjans sem þjóðernishreinsunum. Aserbaísjan hefur nú öll yfirráð í Nagorno-Karabakh. Íbúðarhús og opinberar byggingar standa ýmist auð eða hafa verið tekin yfir af Azerum. Engar bætur hafa verið greiddar til lögmætra eigenda húsanna. Aserbaísjan hefur tekið niður alla krossa á kirkjum í Nagorno-Karabakh og breytt þeim í moskur. Forn kennileiti allt frá 4. öld um kristni hafa verið eyðilögð og kirkjugarðar jafnaðir við jörðu með jarðýtum. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamyndum. Evrópuráðið í Strassborg hefur gert skýrslu um eyðilegginguna og fordæmt framferði Aserbaísjan harðlega. Sömuleiðis hefur UNESCO lýst yfir þungum áhyggjum. Í mars á þessu ári voru gerð drög að friðarsamningi milli Aserbaísjan og Armeníu. Hann hefur ekki verið staðfestur. Nagonro-Karbakh hafði enga aðkomu að þessum samningi og hvergi er minnst á þjóðarbrotið sem þar bjó í 1700 ár en hefur nú verið rekið burt. Fjölmargir stjórnmálamenn og embættismenn frá Nagorno-Karabakh sitja enn í fangelsi í Aserbaísjan. Fimmtudaginn 13. nóvember n.k. kl. 19:30 verða styrktartónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Safnað verður fyrir neyðaraðstoð handa kristnum flóttamönnum frá Nagorno-Karabakh. Fyrrverandi forsætisráðherra Nagorno-Karabakh, Artak Beglaryan flytur erindi, sem lætur engan ósnortinn. Artak er blindur frá 6 ára aldri er hann varð fyrir jarðsprengjubrotum. Kim Harzner, læknir, forstöðumaður dönskur hjálparsamtakanna Mission10forty segir frá stuðningi þeirra. Sýnd verða myndbönd af aðstoð við flóttafólkið og glæsilegur, armenskur píanóleikari, Irina Hayrapetyan, flytur þekkt píanóverk. Viðburðir sem þessi hafa verið haldnir í Færeyjum og Danmörku og fengið mjög góðar viðtökur. Neyðaraðstoðin fer til matargjafa, vetraraðstoðar, lífsviðurværis og sálrænar aðstoðar. Aðgangur er ókeypis en vonast er til að frjáls framlög til styrktar verkefninu komi frá fólki og fyrirtækjum. Höfundur er fv. þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Þórarinsson Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Armenía Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 fór ég til Nagorno-Karabakh sem þingmaður þegar stríðið geisaði og sá með eigin augum þær hörmulegu afleiðleiðingar sem stríðsrekstur hefur á almenna borgara. Þrjú stríð hafa geisað í Nagorno-Karabakh þar sem alls um 40 þúsund manns hafa fallið. Það fyrsta hófst árið 1988 og það síðasta árið 2023. Í desember 2022 lokaði Aserbaísjan eina veginum í Kákasus fjallgarðinum sem tengir Nagorno-Karabakh við Armeníu. Engar vistir bárust til Karabakh í 9 mánuði hvorki matvæli, lyf eða eldsneyti. Loka varð öllum skólum og opinberum byggingum vegna skorts á rafmagni og eldsneyti til húshitunar. Um 30 manns létust á þessu tímabili vegna hungurs og skorts á lyfjum. Í September 2023 réðst Aserbaísjan síðan inn í Nagorno-Karabakh, opnaði veginn til Armeníu og rak alla íbúa Nagorno-Karabakh, 120 þúsund talsins yfir til Armeníu. Þau búa ýmist hjá ættingjum í Armeníu eða í flóttamannabúðum. Íbúarnir eru kristinnar trúar og hefur það verið ásteytingarsteinn í múslimsku ríki Aserbaísjan. Neyð þeirra sem eru í flóttamannabúðum er mikil og þau upplifa sig öllum gleymd nú þegar miklar hörmungar eru í hinum ýmsu hlutum heimsins. Margir hafa lýst þessum aðgerðum Aserbaísjans sem þjóðernishreinsunum. Aserbaísjan hefur nú öll yfirráð í Nagorno-Karabakh. Íbúðarhús og opinberar byggingar standa ýmist auð eða hafa verið tekin yfir af Azerum. Engar bætur hafa verið greiddar til lögmætra eigenda húsanna. Aserbaísjan hefur tekið niður alla krossa á kirkjum í Nagorno-Karabakh og breytt þeim í moskur. Forn kennileiti allt frá 4. öld um kristni hafa verið eyðilögð og kirkjugarðar jafnaðir við jörðu með jarðýtum. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamyndum. Evrópuráðið í Strassborg hefur gert skýrslu um eyðilegginguna og fordæmt framferði Aserbaísjan harðlega. Sömuleiðis hefur UNESCO lýst yfir þungum áhyggjum. Í mars á þessu ári voru gerð drög að friðarsamningi milli Aserbaísjan og Armeníu. Hann hefur ekki verið staðfestur. Nagonro-Karbakh hafði enga aðkomu að þessum samningi og hvergi er minnst á þjóðarbrotið sem þar bjó í 1700 ár en hefur nú verið rekið burt. Fjölmargir stjórnmálamenn og embættismenn frá Nagorno-Karabakh sitja enn í fangelsi í Aserbaísjan. Fimmtudaginn 13. nóvember n.k. kl. 19:30 verða styrktartónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Safnað verður fyrir neyðaraðstoð handa kristnum flóttamönnum frá Nagorno-Karabakh. Fyrrverandi forsætisráðherra Nagorno-Karabakh, Artak Beglaryan flytur erindi, sem lætur engan ósnortinn. Artak er blindur frá 6 ára aldri er hann varð fyrir jarðsprengjubrotum. Kim Harzner, læknir, forstöðumaður dönskur hjálparsamtakanna Mission10forty segir frá stuðningi þeirra. Sýnd verða myndbönd af aðstoð við flóttafólkið og glæsilegur, armenskur píanóleikari, Irina Hayrapetyan, flytur þekkt píanóverk. Viðburðir sem þessi hafa verið haldnir í Færeyjum og Danmörku og fengið mjög góðar viðtökur. Neyðaraðstoðin fer til matargjafa, vetraraðstoðar, lífsviðurværis og sálrænar aðstoðar. Aðgangur er ókeypis en vonast er til að frjáls framlög til styrktar verkefninu komi frá fólki og fyrirtækjum. Höfundur er fv. þingmaður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun