Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 13:29 Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir samstarfið við hina stjórnarflokkana tvo ganga vel og að traust ríki þeirra á milli. Það sé ekki rétt að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði í stjórnarmyndunarviðræðum líkt og oft hefur verið sagt í opinberri umræðu. Vísir/Vilhelm Allar líkur eru á því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Allar líkur eru á því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn réttarvernd gegn mismunun. Málið á sér þó langan aðdraganda en Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðamaður barnamálaráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um málið þegar hann var þingmaður Samfylkingarinnar árið 2019 en segir að 12. nóvember verði stór dagur í mannréttindasögu Íslands.„Með lögfestingunni verður hægt að beita þessum samningi og þeim réttindum sem honum fylgja samkvæmt landsrétti en ekki bara samkvæmt þjóðarrétti þannig að nú verður alþjóðasamningurinn jafn rétthár öðrum lögum í landinu. Það má ekki brjóta hann frekar en umferðarlögin í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur sem var að vonum ánægður með daginn. Fulltrúar Öryrkjabandalagsins ætla að fjölmenna á þingpallana við þetta tækifæri. Flokkur fólksins er auk þess með mörg önnur stór mál á dagskrá í dag. Ragnar Þór Ingólfsson er þingflokksformaður Flokks fólksins.„Það má segja að þetta sé svolítið dagurinn okkar að afgreiða loksins samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þetta er náttúrulega risastórt mál og mikið réttlætismál og eitt af stóru málunum hjá Flokki fólksins. Síðan með dýrahaldið þá er verið að auka réttindi þeirra sem eru með gæludýr, þetta er gríðarlega mikilvægt réttlætis- og mannréttindamál.“ Þá er á dagskrá fyrsta umræða um mál Ingu Sæland um sérstaka desembereingreiðslu til handa örorku- og ellilífeyrisþegum. Í opinberri umræðu hefur mikið verið talað um að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði í stjórnarsáttmálanum. „Samstarfið við stjórnarflokkana hefur gengið ákaflega vel og það er mikið traust á milli aðila og þessi umræða um að Flokkur fólks hafi borið skarðan hlut frá borði er orðum aukin og jaðrar við áróður gegn okkur vegna þess að við höfum náð fram fjöldanum öllum af góðum málum sem snúa að bæði húsnæðismálunum, mikilvægum áföngum þar, við erum að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal sem var eitt af stóru málunum, við erum að efla hlutdeildarlánakerfið og uppbyggingu hjúkrunarheimila sem er eitt af risastóru málunum.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. 12. júní 2023 18:44 Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10. nóvember 2025 20:27 Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. 13. maí 2025 14:37 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Allar líkur eru á því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn réttarvernd gegn mismunun. Málið á sér þó langan aðdraganda en Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðamaður barnamálaráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um málið þegar hann var þingmaður Samfylkingarinnar árið 2019 en segir að 12. nóvember verði stór dagur í mannréttindasögu Íslands.„Með lögfestingunni verður hægt að beita þessum samningi og þeim réttindum sem honum fylgja samkvæmt landsrétti en ekki bara samkvæmt þjóðarrétti þannig að nú verður alþjóðasamningurinn jafn rétthár öðrum lögum í landinu. Það má ekki brjóta hann frekar en umferðarlögin í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur sem var að vonum ánægður með daginn. Fulltrúar Öryrkjabandalagsins ætla að fjölmenna á þingpallana við þetta tækifæri. Flokkur fólksins er auk þess með mörg önnur stór mál á dagskrá í dag. Ragnar Þór Ingólfsson er þingflokksformaður Flokks fólksins.„Það má segja að þetta sé svolítið dagurinn okkar að afgreiða loksins samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þetta er náttúrulega risastórt mál og mikið réttlætismál og eitt af stóru málunum hjá Flokki fólksins. Síðan með dýrahaldið þá er verið að auka réttindi þeirra sem eru með gæludýr, þetta er gríðarlega mikilvægt réttlætis- og mannréttindamál.“ Þá er á dagskrá fyrsta umræða um mál Ingu Sæland um sérstaka desembereingreiðslu til handa örorku- og ellilífeyrisþegum. Í opinberri umræðu hefur mikið verið talað um að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði í stjórnarsáttmálanum. „Samstarfið við stjórnarflokkana hefur gengið ákaflega vel og það er mikið traust á milli aðila og þessi umræða um að Flokkur fólks hafi borið skarðan hlut frá borði er orðum aukin og jaðrar við áróður gegn okkur vegna þess að við höfum náð fram fjöldanum öllum af góðum málum sem snúa að bæði húsnæðismálunum, mikilvægum áföngum þar, við erum að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal sem var eitt af stóru málunum, við erum að efla hlutdeildarlánakerfið og uppbyggingu hjúkrunarheimila sem er eitt af risastóru málunum.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. 12. júní 2023 18:44 Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10. nóvember 2025 20:27 Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. 13. maí 2025 14:37 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. 12. júní 2023 18:44
Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10. nóvember 2025 20:27
Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. 13. maí 2025 14:37