„Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. nóvember 2025 14:01 Agla María er fyrirliði Íslandsmeistaranna. vísir Íslandsmeistarar Breiðabliks rúlla boltanum af stað í glænýrri Evrópubikarkeppni á Kópavogsvelli í kvöld. Fortuna Hjörring kemur í heimsókn og Blikafyrirliðinn Agla María Albertsdóttir er spennt að máta liðið við dönsku meistarana. „Ég er mjög spennt að sjá hvað þær geta, eða þannig, sjá hversu góð danska deildin er. Alltaf gaman að mæta alvöru liði“ sagði Agla María í samtali við Vísi. „Ég átta mig ekki alveg fullkomnlega á því [hvar íslensku meistararnir standa gegn dönsku meisturunum], við erum bara búnar að fara yfir leiki sem þær spila í deildinni hjá sér. Ég held að danska deildin sé betri en sú íslenska, en hversu mikið betri? Maður áttar sig ekki alveg á því, en þetta er mjög vel spilandi lið“ sagði Agla María einnig um andstæðing kvöldsins en tók fram að Breiðablik stefndi á að afsanna það, að danska deildin væri betri en sú íslenska. Tæpur mánuður síðan tímabilið í Bestu kláraðist Undirbúningurinn fyrir þetta tveggja leikja einvígi hefur verið aðeins slitróttur hjá Blikunum því tímabilið í Bestu deildinni kláraðist fyrir tæpum mánuði. „Flestar fengu frí eftir að við kláruðum deildina, sem var mjög gott, en ég var reyndar í landsliðsverkefni. Svo byrjuðu æfingar aftur eftir það, þannig að þetta hefur ekkert verið svo langur tími og það er bara skemmtilegra að spila svona leik, frekar en að vera að byrja undirbúningstímabil. Þetta er bara gaman.“ Síðustu leikirnir undir stjórn Nik Þessir tveir leikir, á Kópavogsvelli í kvöld og úti í Danmörku næsta miðvikudag, verða síðustu leikir liðsins undir stjórn Nik Chamberlain og aðstoðarþjálfara hans, Eddu Garðarsdóttur. Ian Jeffs tekur svo við störfum sem nýr aðalþjálfari liðsins, hann er reyndar nú þegar byrjaður í skrifstofustörfunum og hefur átt í fullu fangi við að framlengja samninga við leikmenn liðsins. Agla María er ekki ein af þeim sextán sem eru að renna út á samningi og líst vel á verðandi þjálfarann. „Ég er með samning í eitt ár til viðbótar en það eru margar sem eiga eftir að semja og vonandi klárast það fljótlega. Gott að Berglind sé búin að semja og nú þegar það er búið að ráða nýjan þjálfara eru leikmenn auðvitað líklegri til að vilja endursemja, það er lykilatriði. Ég var mjög sátt með þessa ráðningu. Mér datt hún að vísu ekki strax í hug, þegar við vorum að velta fyrir okkur nýjum þjálfara, en ég þekki aðeins til hans og hann er virkilega góður taktískur þjálfari. Smástund síðan hann var í kvennaboltanum en ég held að þetta sé mjög öflug ráðning fyrir okkur.“ Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
„Ég er mjög spennt að sjá hvað þær geta, eða þannig, sjá hversu góð danska deildin er. Alltaf gaman að mæta alvöru liði“ sagði Agla María í samtali við Vísi. „Ég átta mig ekki alveg fullkomnlega á því [hvar íslensku meistararnir standa gegn dönsku meisturunum], við erum bara búnar að fara yfir leiki sem þær spila í deildinni hjá sér. Ég held að danska deildin sé betri en sú íslenska, en hversu mikið betri? Maður áttar sig ekki alveg á því, en þetta er mjög vel spilandi lið“ sagði Agla María einnig um andstæðing kvöldsins en tók fram að Breiðablik stefndi á að afsanna það, að danska deildin væri betri en sú íslenska. Tæpur mánuður síðan tímabilið í Bestu kláraðist Undirbúningurinn fyrir þetta tveggja leikja einvígi hefur verið aðeins slitróttur hjá Blikunum því tímabilið í Bestu deildinni kláraðist fyrir tæpum mánuði. „Flestar fengu frí eftir að við kláruðum deildina, sem var mjög gott, en ég var reyndar í landsliðsverkefni. Svo byrjuðu æfingar aftur eftir það, þannig að þetta hefur ekkert verið svo langur tími og það er bara skemmtilegra að spila svona leik, frekar en að vera að byrja undirbúningstímabil. Þetta er bara gaman.“ Síðustu leikirnir undir stjórn Nik Þessir tveir leikir, á Kópavogsvelli í kvöld og úti í Danmörku næsta miðvikudag, verða síðustu leikir liðsins undir stjórn Nik Chamberlain og aðstoðarþjálfara hans, Eddu Garðarsdóttur. Ian Jeffs tekur svo við störfum sem nýr aðalþjálfari liðsins, hann er reyndar nú þegar byrjaður í skrifstofustörfunum og hefur átt í fullu fangi við að framlengja samninga við leikmenn liðsins. Agla María er ekki ein af þeim sextán sem eru að renna út á samningi og líst vel á verðandi þjálfarann. „Ég er með samning í eitt ár til viðbótar en það eru margar sem eiga eftir að semja og vonandi klárast það fljótlega. Gott að Berglind sé búin að semja og nú þegar það er búið að ráða nýjan þjálfara eru leikmenn auðvitað líklegri til að vilja endursemja, það er lykilatriði. Ég var mjög sátt með þessa ráðningu. Mér datt hún að vísu ekki strax í hug, þegar við vorum að velta fyrir okkur nýjum þjálfara, en ég þekki aðeins til hans og hann er virkilega góður taktískur þjálfari. Smástund síðan hann var í kvennaboltanum en ég held að þetta sé mjög öflug ráðning fyrir okkur.“
Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43