Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 13:32 Kylian Mbappe fannst þetta ekki sniðugt og rapparinn er nú að draga í land með allt saman. Getty/Shaun Brooks Það boðar ekkert voðalega gott fyrir Frakka að standa í deildum við eina stærstu íþróttastjörnu þjóðarinnar. Franski rapplistamaðurinn Orelsan sagði í gær að „misskilningur“ hefði líklega valdið deilum hans við fótboltastjörnuna Kylian Mbappé. Orelsan, einn vinsælasti og söluhæsti franski rapplistamaður samtímans, reitti framherja Real Madrid til reiði með textabroti úr lagi á nýjustu plötu sinni, „La fuite en avant“. Í laginu – „La petite voix“ – rappar Orelsan eins og innri rödd sem gagnrýnir og móðgar listamanninn, fjölskyldu hans og aðdáendur. Á einum tímapunkti beinir röddin einnig spjótum sínum að Mbappé-fjölskyldunni: „Þú munt sökkva borginni þinni eins og Mbappé-fjölskyldan“ – og vísar þar til yfirtöku fyrirtækis framherjans, Interconnected Ventures, á fótboltafélaginu Caen árið 2024. OrelSan réagit de nouveau aux attaques de Mbappé ! 💥 pic.twitter.com/IqFsa63BXD— Punchline Orelsan & Gringe (@Punchline_Orel) November 12, 2025 Orelsan ólst upp í borginni í Normandí og er lengi búinn að vera aðdáandi liðsins, sem féll niður í þriðju deild franska fótboltans á síðasta tímabili. Tók textabrotinu persónulega Mbappé tók textabrotinu persónulega og sakaði Orelsan um tvískinnung. „Þér er velkomið að koma og „bjarga“ borginni sem þú elskar svo mikið,“ skrifaði fyrirliði Frakklands í síðustu viku í skilaboðum á samfélagsmiðlum og bætti við í eftirmála: „Gaurinn hélt áfram að biðja okkur um að vera með fyrir 1% án þess að borga krónu, af því að hann er blankur, bara til að líta út eins og góði gaurinn frá Normandí,“ skrifaði Mbappé. Orelsan hefur síðan forðast að magna deiluna og gaf í skyn á miðvikudag í viðtali við Fun Radio að misskilningur hefði hrint deilunni af stað. Enn í hita leiksins „Mig langar eiginlega ekki að svara,“ sagði Orelsan. „Ég er enn í hita leiksins og mig langar eiginlega ekki að tala um þetta. Þetta er misskilningur. Ég held að ég þurfi bara að útskýra hugmyndina á bak við plötuna almennilega.“ Orelsan útskýrði þema lagsins nánar: „Þessir neikvæðu hlutir mynda eins konar innri rödd, innri gagnrýnanda, sem byrjar að naga mig og sér bara það slæma. Það er stórt þema plötunnar.“ Þegar Mbappé var spurður út í deiluna í æfingabúðum Frakklands á miðvikudag neitaði hann að tjá sig. „Ekkert að segja, ég hef ekki áhuga,“ sagði Mbappé. Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Sjá meira
Franski rapplistamaðurinn Orelsan sagði í gær að „misskilningur“ hefði líklega valdið deilum hans við fótboltastjörnuna Kylian Mbappé. Orelsan, einn vinsælasti og söluhæsti franski rapplistamaður samtímans, reitti framherja Real Madrid til reiði með textabroti úr lagi á nýjustu plötu sinni, „La fuite en avant“. Í laginu – „La petite voix“ – rappar Orelsan eins og innri rödd sem gagnrýnir og móðgar listamanninn, fjölskyldu hans og aðdáendur. Á einum tímapunkti beinir röddin einnig spjótum sínum að Mbappé-fjölskyldunni: „Þú munt sökkva borginni þinni eins og Mbappé-fjölskyldan“ – og vísar þar til yfirtöku fyrirtækis framherjans, Interconnected Ventures, á fótboltafélaginu Caen árið 2024. OrelSan réagit de nouveau aux attaques de Mbappé ! 💥 pic.twitter.com/IqFsa63BXD— Punchline Orelsan & Gringe (@Punchline_Orel) November 12, 2025 Orelsan ólst upp í borginni í Normandí og er lengi búinn að vera aðdáandi liðsins, sem féll niður í þriðju deild franska fótboltans á síðasta tímabili. Tók textabrotinu persónulega Mbappé tók textabrotinu persónulega og sakaði Orelsan um tvískinnung. „Þér er velkomið að koma og „bjarga“ borginni sem þú elskar svo mikið,“ skrifaði fyrirliði Frakklands í síðustu viku í skilaboðum á samfélagsmiðlum og bætti við í eftirmála: „Gaurinn hélt áfram að biðja okkur um að vera með fyrir 1% án þess að borga krónu, af því að hann er blankur, bara til að líta út eins og góði gaurinn frá Normandí,“ skrifaði Mbappé. Orelsan hefur síðan forðast að magna deiluna og gaf í skyn á miðvikudag í viðtali við Fun Radio að misskilningur hefði hrint deilunni af stað. Enn í hita leiksins „Mig langar eiginlega ekki að svara,“ sagði Orelsan. „Ég er enn í hita leiksins og mig langar eiginlega ekki að tala um þetta. Þetta er misskilningur. Ég held að ég þurfi bara að útskýra hugmyndina á bak við plötuna almennilega.“ Orelsan útskýrði þema lagsins nánar: „Þessir neikvæðu hlutir mynda eins konar innri rödd, innri gagnrýnanda, sem byrjar að naga mig og sér bara það slæma. Það er stórt þema plötunnar.“ Þegar Mbappé var spurður út í deiluna í æfingabúðum Frakklands á miðvikudag neitaði hann að tjá sig. „Ekkert að segja, ég hef ekki áhuga,“ sagði Mbappé.
Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Sjá meira