23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 14:15 Claudia Rizzo var glaðbeitt eftir að hafa verið kynnt sem nýr forseti Ternana. Ternana Calcio Claudia Rizzo er alveg til í að hrista vel upp í karlaveldinu á Ítalíu og það hefur hún heldur betur gert með því að komast til valda hjá ítölsku fótboltafélagi. „Fótbolti hefur lengi verið karlaheimur en hlutirnir eru að breytast. Konur geta komið með annað sjónarhorn og aukið virði, jafnvel á þessu sviði,“ sagði Claudia Rizzo í samtali við Guardian. Hin 23 ára gamla Rizzo varð fyrr á þessu tímabili fyrsti kvenkyns forseti C-deildarliðsins Ternana. „Þetta er gríðarleg ábyrgð en líka tækifæri til að koma með eitthvað nýtt. Ég vil sanna að konur geti leitt í fótbolta alveg eins og á hvaða öðru sviði sem er,“ sagði Rizzo. Félagið hundrað ára í ár Ternana Calcio heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári en það var endurvakið árið 1993. Ternana er núna í C-deildinni en hefur spilað tvö tímabil í Seríu A (tímabilin 1972–73 og 1974–75) auk þess að hafa spilað 28 tímabil í Seríu B. Félagið er frá borginni Terni í Úmbríu-héraði á Mið-Ítalíu en hún er með yfir hundrað þúsund íbúa. Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín Rizzo byrjaði að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið áður en hún færði sig yfir í íþróttirnar. „Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín. Þegar þetta tækifæri bauðst, þökk sé fjölskyldu minni, ákvað ég að grípa það. Á þessum aldri er rétt að taka áhættu og henda sér út í hlutina. Maður fæðist ekki frumkvöðull, maður verður það,“ sagði Rizzo. Viðtalið við hana í Guardian.Guardian Þrátt fyrir að nafn fjölskyldu hennar sé áberandi í rekstrinum er hún staðráðin í að vera sjálfstæður forseti. „Það er mikilvægt fyrir mig að sýna að ég er ekki bara hér vegna fjölskyldu minnar. Ég er hér til að vinna, læra og ávinna mér virðingu,“ sagði Rizzo. Forseti ætti ekki að vera fjarlægur Hún fer sínar eigin leiðir sem forseti. „Forseti ætti ekki að vera fjarlægur. Leikmennirnir verða að finna að það er stuðningur og stöðugleiki á bak við þá. Sú ró er nauðsynleg og ég er viss um að með skuldbindingu og réttu hugarfari getum við átt gott tímabil og gert alla stolta,“ sagði Rizzo en er hún of ung fyrir starfið? „Ég lít á aldur minn og æskuna sem styrk. Hún gerir manni kleift að koma með ferskar hugmyndir og nútímalega nálgun. Hjá Ternana er mikilvægt að byggja brú milli nýrra og eldri kynslóða á meðan sjálfsmynd félagsins er haldið lifandi. Ég vil standa mig vel hér og uppfylla væntingar stuðningsmanna, liðsins og starfsfólksins,“ sagði Rizzo. „Lykillinn er að senda skýr skilaboð: þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag eða vinna í stjórnun fótbolta. Framtíðin er kvenkyns og smátt og smátt mun fótboltinn bjóða velkomnar fleiri konur sem geta gefið íþróttinni ferska orku og jákvæða framþróun,“ sagði Rizzo. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Ítalski boltinn Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bæjarar lentu undir en komu til baka Barcelona - Frankfurt | Von á mörkum á Nývangi Atalanta - Chelsea | Hvaða útgáfa af Chelsea mætir til leiks? Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Sjá meira
„Fótbolti hefur lengi verið karlaheimur en hlutirnir eru að breytast. Konur geta komið með annað sjónarhorn og aukið virði, jafnvel á þessu sviði,“ sagði Claudia Rizzo í samtali við Guardian. Hin 23 ára gamla Rizzo varð fyrr á þessu tímabili fyrsti kvenkyns forseti C-deildarliðsins Ternana. „Þetta er gríðarleg ábyrgð en líka tækifæri til að koma með eitthvað nýtt. Ég vil sanna að konur geti leitt í fótbolta alveg eins og á hvaða öðru sviði sem er,“ sagði Rizzo. Félagið hundrað ára í ár Ternana Calcio heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári en það var endurvakið árið 1993. Ternana er núna í C-deildinni en hefur spilað tvö tímabil í Seríu A (tímabilin 1972–73 og 1974–75) auk þess að hafa spilað 28 tímabil í Seríu B. Félagið er frá borginni Terni í Úmbríu-héraði á Mið-Ítalíu en hún er með yfir hundrað þúsund íbúa. Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín Rizzo byrjaði að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið áður en hún færði sig yfir í íþróttirnar. „Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín. Þegar þetta tækifæri bauðst, þökk sé fjölskyldu minni, ákvað ég að grípa það. Á þessum aldri er rétt að taka áhættu og henda sér út í hlutina. Maður fæðist ekki frumkvöðull, maður verður það,“ sagði Rizzo. Viðtalið við hana í Guardian.Guardian Þrátt fyrir að nafn fjölskyldu hennar sé áberandi í rekstrinum er hún staðráðin í að vera sjálfstæður forseti. „Það er mikilvægt fyrir mig að sýna að ég er ekki bara hér vegna fjölskyldu minnar. Ég er hér til að vinna, læra og ávinna mér virðingu,“ sagði Rizzo. Forseti ætti ekki að vera fjarlægur Hún fer sínar eigin leiðir sem forseti. „Forseti ætti ekki að vera fjarlægur. Leikmennirnir verða að finna að það er stuðningur og stöðugleiki á bak við þá. Sú ró er nauðsynleg og ég er viss um að með skuldbindingu og réttu hugarfari getum við átt gott tímabil og gert alla stolta,“ sagði Rizzo en er hún of ung fyrir starfið? „Ég lít á aldur minn og æskuna sem styrk. Hún gerir manni kleift að koma með ferskar hugmyndir og nútímalega nálgun. Hjá Ternana er mikilvægt að byggja brú milli nýrra og eldri kynslóða á meðan sjálfsmynd félagsins er haldið lifandi. Ég vil standa mig vel hér og uppfylla væntingar stuðningsmanna, liðsins og starfsfólksins,“ sagði Rizzo. „Lykillinn er að senda skýr skilaboð: þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag eða vinna í stjórnun fótbolta. Framtíðin er kvenkyns og smátt og smátt mun fótboltinn bjóða velkomnar fleiri konur sem geta gefið íþróttinni ferska orku og jákvæða framþróun,“ sagði Rizzo. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Ítalski boltinn Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bæjarar lentu undir en komu til baka Barcelona - Frankfurt | Von á mörkum á Nývangi Atalanta - Chelsea | Hvaða útgáfa af Chelsea mætir til leiks? Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Sjá meira