Alríki fjármagnað út janúar 2026 Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2025 07:46 Trump hrósaði sigri í gær en um er að ræða skammgóðan vermi, þar sem frumvarpið gildir aðeins til loka janúar 2026. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í nótt nýtt frumvarp um fjármögnun alríkisins, hvers starfsemi hefur verið lömuð í yfir fjörtíu daga. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Demókrata hjuggu á hnútinn á dögunum og samþykktu frumvarp Repúblikana og í gærkvöldi var málið borið undir fulltrúadeildina, þar sem það var samþykkt. Forsetinn fékk það svo inn á sitt borð skömmu síðar og undirritaði. Trump sagði meðal annars við undirritunina að héðan í frá myndu ríkisstofnanir starfa með eðlilegum hætti en næstum ein og hálf milljón ríkisstarfsmanna hefur annað hvort setið heima í rúma fjörutíu daga án launatékka eða þeir verið látnir vinna launalaust. Meðal annars var farið að bera á seinkunum í farþegaflugi innanlands, þar sem flugumferðarstjóra fengu ekki borgað. Þá voru uppi miklar áhyggjur af því að mesta ferðahelgi Bandaríkjamanna, Þakkargjörðarhátíðin, myndi skapa öngþveiti á flugvöllum landsins. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni með 222 atkvæðum gegn 209. Nokkrir Demókratar gáfu eftir og greiddu atkvæði með málinu og settu þannig kröfur flokksins um framlengingu ákvæða „Obamacare“, sem renna að óbreyttu út í árslok, í uppnám. Trump sagði í gær að Repúblikanar hefðu sent skýr skilaboð; þeir myndu ekki láta undan hótunum Demókrata. Hakeem Jeffries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sagði hins vegar að baráttan væri rétt að byrja; annað hvort myndu Repúblikanar grípa til aðgerða í heilbrigðismálum eða tapa stórt í þingkosningunum á næsta ári. Lausn málsins nú er aðeins tímabundin, því frumvarpið heimilar aðeins fjárveitingar til alríkisins fram til loka janúar á næsta ári. Fyrir þann tíma þurfa þingmenn að sættast á nýtt frumvarp. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sjá meira
Nokkrir öldungadeildarþingmenn Demókrata hjuggu á hnútinn á dögunum og samþykktu frumvarp Repúblikana og í gærkvöldi var málið borið undir fulltrúadeildina, þar sem það var samþykkt. Forsetinn fékk það svo inn á sitt borð skömmu síðar og undirritaði. Trump sagði meðal annars við undirritunina að héðan í frá myndu ríkisstofnanir starfa með eðlilegum hætti en næstum ein og hálf milljón ríkisstarfsmanna hefur annað hvort setið heima í rúma fjörutíu daga án launatékka eða þeir verið látnir vinna launalaust. Meðal annars var farið að bera á seinkunum í farþegaflugi innanlands, þar sem flugumferðarstjóra fengu ekki borgað. Þá voru uppi miklar áhyggjur af því að mesta ferðahelgi Bandaríkjamanna, Þakkargjörðarhátíðin, myndi skapa öngþveiti á flugvöllum landsins. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni með 222 atkvæðum gegn 209. Nokkrir Demókratar gáfu eftir og greiddu atkvæði með málinu og settu þannig kröfur flokksins um framlengingu ákvæða „Obamacare“, sem renna að óbreyttu út í árslok, í uppnám. Trump sagði í gær að Repúblikanar hefðu sent skýr skilaboð; þeir myndu ekki láta undan hótunum Demókrata. Hakeem Jeffries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sagði hins vegar að baráttan væri rétt að byrja; annað hvort myndu Repúblikanar grípa til aðgerða í heilbrigðismálum eða tapa stórt í þingkosningunum á næsta ári. Lausn málsins nú er aðeins tímabundin, því frumvarpið heimilar aðeins fjárveitingar til alríkisins fram til loka janúar á næsta ári. Fyrir þann tíma þurfa þingmenn að sættast á nýtt frumvarp.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sjá meira