Alríki fjármagnað út janúar 2026 Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2025 07:46 Trump hrósaði sigri í gær en um er að ræða skammgóðan vermi, þar sem frumvarpið gildir aðeins til loka janúar 2026. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í nótt nýtt frumvarp um fjármögnun alríkisins, hvers starfsemi hefur verið lömuð í yfir fjörtíu daga. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Demókrata hjuggu á hnútinn á dögunum og samþykktu frumvarp Repúblikana og í gærkvöldi var málið borið undir fulltrúadeildina, þar sem það var samþykkt. Forsetinn fékk það svo inn á sitt borð skömmu síðar og undirritaði. Trump sagði meðal annars við undirritunina að héðan í frá myndu ríkisstofnanir starfa með eðlilegum hætti en næstum ein og hálf milljón ríkisstarfsmanna hefur annað hvort setið heima í rúma fjörutíu daga án launatékka eða þeir verið látnir vinna launalaust. Meðal annars var farið að bera á seinkunum í farþegaflugi innanlands, þar sem flugumferðarstjóra fengu ekki borgað. Þá voru uppi miklar áhyggjur af því að mesta ferðahelgi Bandaríkjamanna, Þakkargjörðarhátíðin, myndi skapa öngþveiti á flugvöllum landsins. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni með 222 atkvæðum gegn 209. Nokkrir Demókratar gáfu eftir og greiddu atkvæði með málinu og settu þannig kröfur flokksins um framlengingu ákvæða „Obamacare“, sem renna að óbreyttu út í árslok, í uppnám. Trump sagði í gær að Repúblikanar hefðu sent skýr skilaboð; þeir myndu ekki láta undan hótunum Demókrata. Hakeem Jeffries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sagði hins vegar að baráttan væri rétt að byrja; annað hvort myndu Repúblikanar grípa til aðgerða í heilbrigðismálum eða tapa stórt í þingkosningunum á næsta ári. Lausn málsins nú er aðeins tímabundin, því frumvarpið heimilar aðeins fjárveitingar til alríkisins fram til loka janúar á næsta ári. Fyrir þann tíma þurfa þingmenn að sættast á nýtt frumvarp. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Nokkrir öldungadeildarþingmenn Demókrata hjuggu á hnútinn á dögunum og samþykktu frumvarp Repúblikana og í gærkvöldi var málið borið undir fulltrúadeildina, þar sem það var samþykkt. Forsetinn fékk það svo inn á sitt borð skömmu síðar og undirritaði. Trump sagði meðal annars við undirritunina að héðan í frá myndu ríkisstofnanir starfa með eðlilegum hætti en næstum ein og hálf milljón ríkisstarfsmanna hefur annað hvort setið heima í rúma fjörutíu daga án launatékka eða þeir verið látnir vinna launalaust. Meðal annars var farið að bera á seinkunum í farþegaflugi innanlands, þar sem flugumferðarstjóra fengu ekki borgað. Þá voru uppi miklar áhyggjur af því að mesta ferðahelgi Bandaríkjamanna, Þakkargjörðarhátíðin, myndi skapa öngþveiti á flugvöllum landsins. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni með 222 atkvæðum gegn 209. Nokkrir Demókratar gáfu eftir og greiddu atkvæði með málinu og settu þannig kröfur flokksins um framlengingu ákvæða „Obamacare“, sem renna að óbreyttu út í árslok, í uppnám. Trump sagði í gær að Repúblikanar hefðu sent skýr skilaboð; þeir myndu ekki láta undan hótunum Demókrata. Hakeem Jeffries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sagði hins vegar að baráttan væri rétt að byrja; annað hvort myndu Repúblikanar grípa til aðgerða í heilbrigðismálum eða tapa stórt í þingkosningunum á næsta ári. Lausn málsins nú er aðeins tímabundin, því frumvarpið heimilar aðeins fjárveitingar til alríkisins fram til loka janúar á næsta ári. Fyrir þann tíma þurfa þingmenn að sættast á nýtt frumvarp.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent