Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 12:02 Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjan húsnæðispakka sem ætlað er að bæta stöðu ungs fólks og fyrstu kaupenda. Aðgerða er vissulega þörf, en enn sem komið er er fátt fast í hendi. Margt bendir til þess að pakkinn dugi ekki til að leysa þann kerfislæga vanda sem skapast hefur á íslenskum húsnæðismarkaði. Við í BHM fögnum öllum skrefum sem raunverulega bæta stöðu ungs fólks. En það verður að segjast eins og er að erfitt er að átta sig á hvort þessar tillögur stjórnvalda geri það. Til þess er of margt óljóst. Húsnæðismarkaðurinn er orðinn óhagkvæmur, flókinn og ósanngjarn gagnvart ungu fólki sem er að hefja starfsferil og fjölskyldulíf að loknu námi. Það er ekki eðlilegt að ungt fólk þurfi annaðhvort að reiða sig á efnaða foreldra eða búa við fjárhagslegan óstöðugleika til að komast inn á markaðinn. Húsnæði sem réttindi Húsnæðisvandinn snýst ekki bara um vaxtastig eða einstaka lánalínur, hann er kerfislægur. Við þurfum að hætta að tala um húsnæði sem fjárfestingu og líta á það sem grundvallarréttindi. Í dag er nánast ómögulegt fyrir fyrstu kaupendur að taka húsnæðislán án þess að stór hluti þess sé verðtryggður. Eftir dóm Hæstaréttar um vexti drógu bankarnir verulega úr framboði slíkra lána. Þótt einhverjar breytingar hafi nú orðið í þeim efnum þá eru kjörin lakari, lánstíminn styttri og skilmálarnir flóknari. Framboð raunhæfra og stöðugra lánakosta hefur minnkað. Þannig stendur ungt fólk áfram í sömu sporum – með of háa greiðslubyrði, ófyrirsjáanlega lánaleið og engar raunverulegar lausnir í sjónmáli. Ef stjórnvöld ætla í alvöru að styðja ungt fólk inn á húsnæðismarkað þurfa þau að horfa á rót vandans; ofurvexti og ótryggt lánaumhverfi sem gerir heimili að veðmálum á verðbólgu. Er þetta virkilega það besta sem við getum boðið ungu fólki á Íslandi árið 2025? Réttlæti á húsnæðismarkaði krefst nýrra leiða Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Eftirspurn er meiri en framboð, og fjársterkir aðilar hafa keypt íbúðir til útleigu. Á meðan bíður ungt fólk á leigumarkaði – ótryggt, með litla möguleika á að safna fyrir útborgun. Í mörgum Evrópulöndum hefur verið brugðist markvisst við sambærilegri stöðu. Á Spáni og Ítalíu eru hærri fasteignagjöld lögð á aðra og þriðju eign, skattar á leigutekjur hækka eftir fjölda íbúða og jafnvel er lagt álag á auðar eignir. Markmiðið er skýrt: að draga úr spákaupmennsku og losa húsnæði inn á markaðinn fyrir almenning. Á Norðurlöndunum hefur verið byggt upp sterkt félagslegt húsnæðiskerfi með leiguþökum og réttindum leigjenda sem tryggja jafnræði og stöðugleika. Þar er húsnæðismarkaðurinn ekki drifinn áfram af fjármagnshagnaði heldur félagslegri ábyrgð. Ísland þarf að sækja fyrirmyndir þangað, ekki í spákaupmennsku á fasteignamarkaði. Við í BHM viljum sjá íslensk stjórnvöld sýna sama kjark. Við vitum hvað virkar: það er hægt að draga úr spákaupmennsku og bæta aðgengi ungs fólks að húsnæði. Útfærsla stjórnvalda á inntaki húsnæðispakkans skiptir þar öllu máli. Aðgerðirnar þurfa að vera raunhæfar, varanlegar og fjárhagslega haldbærar. Annars sitjum við áfram uppi með kerfi sem viðheldur bæði ójöfnuði og verðbólgu. Það viljum við ekki, því hljómar ákall til stjórnvalda um að við stöndum undir samfélagslegri ábyrgð og tryggjum öllum rétt til öruggs heimilis. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Húsnæðismál Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjan húsnæðispakka sem ætlað er að bæta stöðu ungs fólks og fyrstu kaupenda. Aðgerða er vissulega þörf, en enn sem komið er er fátt fast í hendi. Margt bendir til þess að pakkinn dugi ekki til að leysa þann kerfislæga vanda sem skapast hefur á íslenskum húsnæðismarkaði. Við í BHM fögnum öllum skrefum sem raunverulega bæta stöðu ungs fólks. En það verður að segjast eins og er að erfitt er að átta sig á hvort þessar tillögur stjórnvalda geri það. Til þess er of margt óljóst. Húsnæðismarkaðurinn er orðinn óhagkvæmur, flókinn og ósanngjarn gagnvart ungu fólki sem er að hefja starfsferil og fjölskyldulíf að loknu námi. Það er ekki eðlilegt að ungt fólk þurfi annaðhvort að reiða sig á efnaða foreldra eða búa við fjárhagslegan óstöðugleika til að komast inn á markaðinn. Húsnæði sem réttindi Húsnæðisvandinn snýst ekki bara um vaxtastig eða einstaka lánalínur, hann er kerfislægur. Við þurfum að hætta að tala um húsnæði sem fjárfestingu og líta á það sem grundvallarréttindi. Í dag er nánast ómögulegt fyrir fyrstu kaupendur að taka húsnæðislán án þess að stór hluti þess sé verðtryggður. Eftir dóm Hæstaréttar um vexti drógu bankarnir verulega úr framboði slíkra lána. Þótt einhverjar breytingar hafi nú orðið í þeim efnum þá eru kjörin lakari, lánstíminn styttri og skilmálarnir flóknari. Framboð raunhæfra og stöðugra lánakosta hefur minnkað. Þannig stendur ungt fólk áfram í sömu sporum – með of háa greiðslubyrði, ófyrirsjáanlega lánaleið og engar raunverulegar lausnir í sjónmáli. Ef stjórnvöld ætla í alvöru að styðja ungt fólk inn á húsnæðismarkað þurfa þau að horfa á rót vandans; ofurvexti og ótryggt lánaumhverfi sem gerir heimili að veðmálum á verðbólgu. Er þetta virkilega það besta sem við getum boðið ungu fólki á Íslandi árið 2025? Réttlæti á húsnæðismarkaði krefst nýrra leiða Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Eftirspurn er meiri en framboð, og fjársterkir aðilar hafa keypt íbúðir til útleigu. Á meðan bíður ungt fólk á leigumarkaði – ótryggt, með litla möguleika á að safna fyrir útborgun. Í mörgum Evrópulöndum hefur verið brugðist markvisst við sambærilegri stöðu. Á Spáni og Ítalíu eru hærri fasteignagjöld lögð á aðra og þriðju eign, skattar á leigutekjur hækka eftir fjölda íbúða og jafnvel er lagt álag á auðar eignir. Markmiðið er skýrt: að draga úr spákaupmennsku og losa húsnæði inn á markaðinn fyrir almenning. Á Norðurlöndunum hefur verið byggt upp sterkt félagslegt húsnæðiskerfi með leiguþökum og réttindum leigjenda sem tryggja jafnræði og stöðugleika. Þar er húsnæðismarkaðurinn ekki drifinn áfram af fjármagnshagnaði heldur félagslegri ábyrgð. Ísland þarf að sækja fyrirmyndir þangað, ekki í spákaupmennsku á fasteignamarkaði. Við í BHM viljum sjá íslensk stjórnvöld sýna sama kjark. Við vitum hvað virkar: það er hægt að draga úr spákaupmennsku og bæta aðgengi ungs fólks að húsnæði. Útfærsla stjórnvalda á inntaki húsnæðispakkans skiptir þar öllu máli. Aðgerðirnar þurfa að vera raunhæfar, varanlegar og fjárhagslega haldbærar. Annars sitjum við áfram uppi með kerfi sem viðheldur bæði ójöfnuði og verðbólgu. Það viljum við ekki, því hljómar ákall til stjórnvalda um að við stöndum undir samfélagslegri ábyrgð og tryggjum öllum rétt til öruggs heimilis. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar